Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nú fjallar Kjartan Gunnarsson um stöðu Þorgerðar K Gunnarsdóttur.

Í dag kom miðstjórn Sjálfstæðisflokksins saman og fjallaði meðal annar um þá ákvörðun Þorgerðar varaformanns flokksins að sitja hjá við atkvæðagreiðslu vegna umsóknar að ESB. Í mínum huga er það til um marks um það stórkostlega mein sem er innan sjálfstæðisflokksins að Kjartan Gunnarsson skuli sitja í miðstjórn og fjalla um málefni hans. Að sögn vísis.is fór Kjartan mikinn á fundinum. Þetta er sami Kjartan og lék eitt aðalhlutverkið í Icesave harmleiknum. Harmleiknum sem er að koma þessari þjóð á vonar völ. Að það skuli vera einn sjálfstæðismaður sem treystir þessum manni til að taka sæti í miðstjórn er rannsóknarefni. Ég er búinn að vera sjálfstæðismaður í áratugi. Í síðust kosningum skilaði ég auðu og gerði grein fyrir atkvæði mínu hér á þessari síðu. Auðvita væri það sjálfsögð og eðlileg spurning mín að spyrja þá sem kusu þennan mann "Af hverju kaustu þennan mann í miðstjórn og af hverju, af öllum þeim þúsundum sjálfstæðismanna treystið þið Kjartani Gunnarssyni best? Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ ekki einn sjálfstæðismann til að svar þeirri spurningu. Af hverju? Af því að það er svo illkynja mein innan flokksins okkar, sem hafa ótrúleg tök á flokknum. Ég ætla ekki að yfirgefa sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar að leggja mitt að mörkum að flokkurinn verði aflúsaður svo að við náum fyrri styrk meðal hins almenna flokksmanns. Ég ann mér ekki hvíldar fyrr en Kjartan Gunnarsson fer út úr miðstjórn og verður með öllu áhrifalaus innan sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi gjafakvóti betri en gamli gjafakvótinn?

Margir hafa gagnrýnt gjafakvótann harðlega undanfarin ár. Nú vil svo til að hópi manna er gefinn kvóti . Þá virðist sá gjafakvóti vera í lagi. Menn fagna, nú lokseins kom réttlætið. Nú eru gjafaþegarnir hinir vænstu menn, annað en glæpamennirnir sem þáðu kvótann hér áður fyrr. Nú er  sjávarútvegsráðherra að blanda saman tveimur kerfum. Annarsvegar markaðskerfi og hinsvegar einhverskonar gjafakerfi. Meðan sumir þurfa að kaupa er öðrum rétt upp í hendurnar. Þetta minnir mig á olíaleiðslurnar í Nígeríu þar sem almenningur er að bora í leiðslurnar til að ná sér í olíu fyrir lítið. Nú er Jón Bjarnason með borinn og borar. Þetta er ekki leiðin til að byggja hér upp öflugan sjávarútveg. Það þarf að gera miklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni, en þessi leið Jóns Bjarnasonar er dæmd til að mistakast.  


mbl.is 22 tonn af þorski á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjafakvóti í boði Jóns Bjarnasona.

Löng röð myndaðist hjá Fiskistofu þegar útdeila átt veiðiheimildum til að veiða fisk innan íslenskrar lögsögu endurgjaldslaus. Ótrúlegur fjöldi kemur til með að þiggja þennan gjafakvóta Jóns Bjarnasonar. En af hverju er ásóknin svona mikil? Það er af því að það er verið að úthluta verðmætum. Það eru verðmæti að sækja í takmarkaða auðlind. Sennilega dæmir sagan Jón Bjarnason sem versta sjávarútvegsráðherrann af vondum  síðustu ára. Nú á að blanda saman markaðskerfi og gjafakerfi þar sem sumir þurfa að kaupa, það sem aðrir fá fyrir ekki neitt. Þetta kerfi í sjávarútvegi verður enn meiri bastarður en fyrr. Í erfiðleikum eru tækifæri. Jóni Bjarnasyni virðist fyrirmunað að koma auga á þau tækifæri. Meðan þrengt er að almenningi þessa lands, ætlar Jón í hlutverk Hróa Hattar og færa sumum mikil verðmæti endurgjalds laust. En það er auðvelt að dæma og benda ekki á lausnir. Mun ég gera það hér á blogginu og annarstað á næstu vikum og dögum.

Er það stóriðja að gæta hagsmuna okkar?

Mig undrar það stundum þegar mikið liggur við í kjaramálum þvílíkur fjöldi manna kemur að þeirri vinnu. Nú er búið að skrifa undir plagg sem er kennt við stöðugleika. Öll apparötin sem eru að gæta hagsmuna okkar skrifuðu undir í nokkurskonar færibandavinnu. Ég velti því fyrir mér hvort að það sé nauðsynlegt að hafa allan þennan fjölda til að sjá um þetta. Er þetta ígildi nokkurskonar stóriður þ.e hagsmunagæslan. Þrátt fyrir allan þennan fjölda í þessari grein tókst ekki að koma í veg  fyrir þann gríðarlega flutninga á verðmætum, frá þeim sem minna hafa yfir til þeirra sem meira hafa, nú síðustu misserin. Þrátt fyrir allan þennan fjölda á vaktinni virðast allir sem vaktina stóðu hafa sofið á meðan íslenskt efnahagslíf rak upp á sker. Er það hugsanlega að þessi fjöldi hagsmunagæslufólks sé farinn að snúast upp í andhverfu sína? Á ég þá við að ef illa fer, eða árangurinn slæmur,  er útilokað að finna þann sem ábyrgðina ber. Hann eða hún tínist í hópnum.

Hver er mismunurinn á Íslandi og Noregi?

Ég rakst á það í morgun að Norski olíusjóðurinn hafi náð nýjum hæðum eða USD 360.000.000.000. En hvað er þetta stór tala? Ef Ice-save skuldbindingin er 650 miljarðar og hún kæmi öll til greiðslu þá næðist að greiða þessa 650 miljarða, 70 sinnum. Það er ótrúlega stutt síðan þessi lönd stóðu jafnfætis. Víkingar beggja landanna notuðu sömu höfuðfötin, sömu skikkjurnar, sömu axirnar og þar fram eftir götunum. En okkur hér á Íslandi höfum borið af leið. Nú á þessum degi eigum við að spyrja hver  er ástæðan. Ef við eigum að eiga farsæla framtíð verðum við að gera upp við fortíðina og sætta okkur við hana. Til hamingju með daginn.


mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafyrtir stjórnendur.

Á öllum norðurlöndunum er kreppa. Mis djúp að vísu, en afleiðingar hennar er ótvíræðar. Þannig er atvinnulausir u.m.þ.b 100.000 í Danmörk. Stjórnendur þessara landa koma allir á einkaþotum. Eitt af aðalumræðuefnunum er hvernig megi minnka mengun. Þvílíkur tvískinnungur. Þegar Bandarískir bílaframleiðenda mættu til fundar við þarlend stjórnvöld mættu þeir allir á einkaþotunum til að biðja um fjármagn frá almenningi. Almenningi blöskraði. Obama skammaði forstjóranna og næst þegar þeir mættu, komu þeir allir keyrandi á minnstu bílunum sem þeir framleiddu. Stundum missa stjórnvöld allt jarðsamband, þau lifa í einhverjum veruleika sem er öllum almenningi óskiljanlegur. Þetta var á sömu leið hjá íslenskum stjórnvöldum fyrir kreppu. Hver man ekki eftir því þegar Geir og Ingibjörg þurftu að skreppa á fund í útlöndum og hringt var á einkaþotu eins og almenningur hringir á leigubíl. Umgjörðin í kringum ráðherrana þér þyrfti að breyta. Stórir svartir bílar sem kosta miljónir með einkabílstjórun á að heyra liðinni tíð. Ráðherrarnir geta keyrt sjálfir til sinnar vinnu eins og allur almenningur. Stjórnvöld eiga að sýna fordæmi. Ég ber mikla virðingu fyrir Ögmundi Jónassyni. Hann byrjaði að skera niður sín eigin laun áður en hann byrjar á öðrum.   
mbl.is Norræn stefna í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi, siðleysi og meira siðleysi.

Þetta er útrásin í hnotskurn. Ef Landsbankinn hefði hækkað eins og hann var búinn að gera undanfarin ár, hver skildi þá hafa hirt arðinn? Raunveruleikinn varð annar, hver á þá að taka skellinn? Almenningur þessa land. Það eina sem mér dettur í hug er textabútur frá meistara Megasi. "Afsakið meðan ég æli"
mbl.is Skip og veiðiheimildir í nýtt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer í auðmannafélagið á Spáni.

Það eru allar líkur á að Rögnvaldur byrji á að skrá sig í auðmannafélagið á Spáni. Hann fær sér að líkum, nýja túpu af geli í hárið,sportbíl og nýtt tatto. Ekki trú ég öðru en Lýður, okkar formaður, upplýsi okkur um félagsmenn og félagsstarfsemina á Spáni.  Lýður, okkar maður lætur félagsstarfsemin ekki líða undir lok þó að á móti blási á skerinu. Hann verður örugglega í fararbroddi á alþjóðlegum vettvangi og leifir okkur að fylgjast með Rögnvaldi á Spáni.
mbl.is United hefur tekið tilboði frá Real Madrid í Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn hrynja steinar úr skriðunni.

Enn hrynja steinar úr skriðunni. Rannsakendur rannsaka og enginn er nær hvað kom skriðunni af stað. Ríkisstjórnin skipaði nefnd til að rannsaka og upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann hvað í raun gerðist. Eg hef á tilfinningunni að æði margir stjórnmálamenn vænti niðurstöðu sem verður eitthvað á þessa leið. "Nefndin hefur lokið störfum og komist að eftirfarandi niðurstöðu. Sú sem er ábyrg fyrir hruninu er gömul kona sem býr vestur í bæ. Hún hagaði sér undarlega bæði í og við bankana, tók út og lagði inn eins og hún ætti lífið að leysa. Öruggt má telja að sumar millifærslur hennar hafi verið í meiri lagi vafasamar. Þessi niðurstaða nefndarinnar þíðir að stjórnmálamenn þess tíma sem í ríkisstjórn sátu eru með öllu saklausir. Má þar telja forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og aðra ráðherra hvaða nafni sem þeir nefnast. Eftirlitsstofnanir gátu á engan hátt ráðið í hegðun gömlu konunnar og eru því með öllu saklausar."

Gamla konan hefur verið sótt á Grund, handjárnuð og bíður nú dóms.  


mbl.is Milljarður punda í óþarfa hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm stjórnvalda.

Fyrir okkur sem ökum þessa leið reglulega, hljótum  að sýna íbúum á Kjalanesi 100% skilning. Á þessari leið er nánast samfeld umferð allan sólahringinn. Víða á leiðinni frá Mosfellsbæ og að Kjalanesi þarf umferð að stoppa ef bíll ætlar að beygja til vinstri. Þetta er leiðin út úr höfuðborginni og til borgarinnar. Á sama tíma er verið að eyða miljörðum í göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar þar sem vitað er að örfáir bílar muni aka um á degi hverjum. Síðan eru einnig raddir um að stækka Hvalfjarðargöng. Það vita allir sem vilja vita að forgangsröðun í umferðarmannvirkjum hefur verð eftir því hvaða samgönguráðherrarnir koma. Ekki þörfinni. Nú er mál að linni. Látum forgangsröðina ráðast af þörfinni og umferðarörygginu.
mbl.is Íbúar á Kjalarnesi vilja úrbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband