Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.7.2009 | 20:36
Nú fjallar Kjartan Gunnarsson um stöðu Þorgerðar K Gunnarsdóttur.
Í dag kom miðstjórn Sjálfstæðisflokksins saman og fjallaði meðal annar um þá ákvörðun Þorgerðar varaformanns flokksins að sitja hjá við atkvæðagreiðslu vegna umsóknar að ESB. Í mínum huga er það til um marks um það stórkostlega mein sem er innan sjálfstæðisflokksins að Kjartan Gunnarsson skuli sitja í miðstjórn og fjalla um málefni hans. Að sögn vísis.is fór Kjartan mikinn á fundinum. Þetta er sami Kjartan og lék eitt aðalhlutverkið í Icesave harmleiknum. Harmleiknum sem er að koma þessari þjóð á vonar völ. Að það skuli vera einn sjálfstæðismaður sem treystir þessum manni til að taka sæti í miðstjórn er rannsóknarefni. Ég er búinn að vera sjálfstæðismaður í áratugi. Í síðust kosningum skilaði ég auðu og gerði grein fyrir atkvæði mínu hér á þessari síðu. Auðvita væri það sjálfsögð og eðlileg spurning mín að spyrja þá sem kusu þennan mann "Af hverju kaustu þennan mann í miðstjórn og af hverju, af öllum þeim þúsundum sjálfstæðismanna treystið þið Kjartani Gunnarssyni best? Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ ekki einn sjálfstæðismann til að svar þeirri spurningu. Af hverju? Af því að það er svo illkynja mein innan flokksins okkar, sem hafa ótrúleg tök á flokknum. Ég ætla ekki að yfirgefa sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar að leggja mitt að mörkum að flokkurinn verði aflúsaður svo að við náum fyrri styrk meðal hins almenna flokksmanns. Ég ann mér ekki hvíldar fyrr en Kjartan Gunnarsson fer út úr miðstjórn og verður með öllu áhrifalaus innan sjálfstæðisflokksins.
![]() |
Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 14:26
Er þessi gjafakvóti betri en gamli gjafakvótinn?
Margir hafa gagnrýnt gjafakvótann harðlega undanfarin ár. Nú vil svo til að hópi manna er gefinn kvóti . Þá virðist sá gjafakvóti vera í lagi. Menn fagna, nú lokseins kom réttlætið. Nú eru gjafaþegarnir hinir vænstu menn, annað en glæpamennirnir sem þáðu kvótann hér áður fyrr. Nú er sjávarútvegsráðherra að blanda saman tveimur kerfum. Annarsvegar markaðskerfi og hinsvegar einhverskonar gjafakerfi. Meðan sumir þurfa að kaupa er öðrum rétt upp í hendurnar. Þetta minnir mig á olíaleiðslurnar í Nígeríu þar sem almenningur er að bora í leiðslurnar til að ná sér í olíu fyrir lítið. Nú er Jón Bjarnason með borinn og borar. Þetta er ekki leiðin til að byggja hér upp öflugan sjávarútveg. Það þarf að gera miklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni, en þessi leið Jóns Bjarnasonar er dæmd til að mistakast.
![]() |
22 tonn af þorski á fyrsta degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2009 | 17:03
Gjafakvóti í boði Jóns Bjarnasona.
26.6.2009 | 10:57
Er það stóriðja að gæta hagsmuna okkar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2009 | 11:54
Hver er mismunurinn á Íslandi og Noregi?
Ég rakst á það í morgun að Norski olíusjóðurinn hafi náð nýjum hæðum eða USD 360.000.000.000. En hvað er þetta stór tala? Ef Ice-save skuldbindingin er 650 miljarðar og hún kæmi öll til greiðslu þá næðist að greiða þessa 650 miljarða, 70 sinnum. Það er ótrúlega stutt síðan þessi lönd stóðu jafnfætis. Víkingar beggja landanna notuðu sömu höfuðfötin, sömu skikkjurnar, sömu axirnar og þar fram eftir götunum. En okkur hér á Íslandi höfum borið af leið. Nú á þessum degi eigum við að spyrja hver er ástæðan. Ef við eigum að eiga farsæla framtíð verðum við að gera upp við fortíðina og sætta okkur við hana. Til hamingju með daginn.
![]() |
Það er kominn 17. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 20:42
Veruleikafyrtir stjórnendur.
![]() |
Norræn stefna í umhverfismálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 21:03
Siðleysi, siðleysi og meira siðleysi.
![]() |
Skip og veiðiheimildir í nýtt félag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 10:05
Fer í auðmannafélagið á Spáni.
![]() |
United hefur tekið tilboði frá Real Madrid í Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 09:29
Enn hrynja steinar úr skriðunni.
Enn hrynja steinar úr skriðunni. Rannsakendur rannsaka og enginn er nær hvað kom skriðunni af stað. Ríkisstjórnin skipaði nefnd til að rannsaka og upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann hvað í raun gerðist. Eg hef á tilfinningunni að æði margir stjórnmálamenn vænti niðurstöðu sem verður eitthvað á þessa leið. "Nefndin hefur lokið störfum og komist að eftirfarandi niðurstöðu. Sú sem er ábyrg fyrir hruninu er gömul kona sem býr vestur í bæ. Hún hagaði sér undarlega bæði í og við bankana, tók út og lagði inn eins og hún ætti lífið að leysa. Öruggt má telja að sumar millifærslur hennar hafi verið í meiri lagi vafasamar. Þessi niðurstaða nefndarinnar þíðir að stjórnmálamenn þess tíma sem í ríkisstjórn sátu eru með öllu saklausir. Má þar telja forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og aðra ráðherra hvaða nafni sem þeir nefnast. Eftirlitsstofnanir gátu á engan hátt ráðið í hegðun gömlu konunnar og eru því með öllu saklausar."
Gamla konan hefur verið sótt á Grund, handjárnuð og bíður nú dóms.
![]() |
Milljarður punda í óþarfa hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2009 kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 11:51
Skömm stjórnvalda.
![]() |
Íbúar á Kjalarnesi vilja úrbætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)