Enn hrynja steinar úr skriðunni.

Enn hrynja steinar úr skriðunni. Rannsakendur rannsaka og enginn er nær hvað kom skriðunni af stað. Ríkisstjórnin skipaði nefnd til að rannsaka og upplýsa okkur, sauðsvartan almúgann hvað í raun gerðist. Eg hef á tilfinningunni að æði margir stjórnmálamenn vænti niðurstöðu sem verður eitthvað á þessa leið. "Nefndin hefur lokið störfum og komist að eftirfarandi niðurstöðu. Sú sem er ábyrg fyrir hruninu er gömul kona sem býr vestur í bæ. Hún hagaði sér undarlega bæði í og við bankana, tók út og lagði inn eins og hún ætti lífið að leysa. Öruggt má telja að sumar millifærslur hennar hafi verið í meiri lagi vafasamar. Þessi niðurstaða nefndarinnar þíðir að stjórnmálamenn þess tíma sem í ríkisstjórn sátu eru með öllu saklausir. Má þar telja forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og aðra ráðherra hvaða nafni sem þeir nefnast. Eftirlitsstofnanir gátu á engan hátt ráðið í hegðun gömlu konunnar og eru því með öllu saklausar."

Gamla konan hefur verið sótt á Grund, handjárnuð og bíður nú dóms.  


mbl.is Milljarður punda í óþarfa hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband