Er þessi gjafakvóti betri en gamli gjafakvótinn?

Margir hafa gagnrýnt gjafakvótann harðlega undanfarin ár. Nú vil svo til að hópi manna er gefinn kvóti . Þá virðist sá gjafakvóti vera í lagi. Menn fagna, nú lokseins kom réttlætið. Nú eru gjafaþegarnir hinir vænstu menn, annað en glæpamennirnir sem þáðu kvótann hér áður fyrr. Nú er  sjávarútvegsráðherra að blanda saman tveimur kerfum. Annarsvegar markaðskerfi og hinsvegar einhverskonar gjafakerfi. Meðan sumir þurfa að kaupa er öðrum rétt upp í hendurnar. Þetta minnir mig á olíaleiðslurnar í Nígeríu þar sem almenningur er að bora í leiðslurnar til að ná sér í olíu fyrir lítið. Nú er Jón Bjarnason með borinn og borar. Þetta er ekki leiðin til að byggja hér upp öflugan sjávarútveg. Það þarf að gera miklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni, en þessi leið Jóns Bjarnasonar er dæmd til að mistakast.  


mbl.is 22 tonn af þorski á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir sem veiða þessi tonn eignast við það engan veiðirétt, eða hvað? Hvað meinar þú með því að bera saman úthlutanir á skip eins og þær voru framkvæmdar og þennan tímabundna veiðirétt?

Ég er hinsvegar sammála því að þetta er ekki leiðin, það þarf að slátra kerfinu sem nú er, en Jón þessi, bóndi, ætlar ekki að verða maðurinn sem gerir þær breytingar sem þarf.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2009 kl. 14:38

2 identicon

Á sama tíma er annar sjómaður að fara á sjó. Hann þarf að kaupa sér kvóta til að meiga fiska. Hann fer á leigumarkaðinn og leigir sér heimildir. Það sem ég er að benda á að það sem einum er rétt, þarf annar að kaupa. Það er ekki hægt að blanda saman vatni og olíu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er það ekki hans val, að fara á markaðinn og leigja frá Samherja? Getur hann ekki farið úr því kerfi og yfir í þetta ef það er svona gott? Ég get nú ekki séð að þessi leið sé fyrir neina nema hobbí-fiskara, enginn rekur neitt með 800kg á dag, eða telurðu það?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2009 kl. 15:21

4 identicon

Er nóg pláss fyrir alla í þessu nýja gjafakvótakerfi? Kannski ætti Samherji að selja sitt bix og skipta yfir í nýja gjafakvótakerfið.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 15:34

5 identicon

800 kg á dag og 200 kr fyrir kílóið. kemst 20 sinnum á sjó í mánuðinum = 3.2 miljónir

albert (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 16:03

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ætli Samherji selji nú nokkuð þessa dagana, er ekki búið að fullkoma því að að þeir eiga ekkert til að selja, þjóðin á þetta rugl? Það er væntanlega pláss fyrir alla upp að þessu tilgreinda þaki, örugglega líka Samherja.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2009 kl. 16:15

7 identicon

Hafsteinn minn, heldur þú að fiskiskipin séu gefins??????Eins og það sé bara ekkert mál að selja stóru bátana og kaupa litla. Ég efast stórlega um að það sé biðröð eftir því að kaupa stóra báta. Það er ákveðin hámarksstærð í þessu nýja kerfi þannig að stóru bátarnir mega ekki fara í það.

 Þessi umræða er gjörsamlega óþolandi og fólk er yfirleitt að tala um eitthvað sem það hefur bara ekkert vit á. Ef tala á um kvótakerfið þá er kannski allt í lagi að skoða hvernig það virkar er það ekki. Þið megið ekki heldur gleyma því að heilu byggðarfélögin lifa á sjávarútvegi og það að kollvarpa kerfinu getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir sveitarfélög og fullt af fólki sem lifir á fiskinum. 

Ég er ekki að segja að kvótakerfið sé gallalaust, það er það alls ekki en vanda þarf vel til verka í þessum breytingum og þessar upphrópanir eru óþolandi.

Ég held að best væri að setja frekar 100% veiðiskyldu og fara kannski 2 -3 ára aftur í tímann og athuga hverjir hafa verið að veiða sinn kvóta og hverjir í leigubraski. Síðan er þá hægt að fyrna leigubrask kvótann eða finna einhverja leið til að hegna leigubröskurum. Síðan með fyrninguna, er ekki frekar sniðugt að sleppa henni, það á ekki að refsa fyrirtækjum sem eru vel rekin og t.d. keyptu kvóta fyrir 2 árum og byrjuðu þá. Það er hreinlega óréttlátt. Það eru fullt af fyrirtækjum í raun gjaldþrota og þegar þau mál verða kláruð er þá ekki bara sniðugt að skipta þeim kvóta aftur. Finna einhverja leið, t. d. 60% helst í byggðarfélaginu, 20% fer í byggðarfélög sem illa hafa lent í kerfinu og 20% í leigu frá ríkinu. Eitthvað svona kerfi????????????

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 16:31

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það á ekki að þurfa að deila um svo sjálfsagðan hlut að fólkið í landinu á kvótann. þeir sem hafa lifað á þjófnaðinum munu kanski þurfa að blæða núna, en þá má ekki gleymast hverjir gáfu það sem þjóðarinnar er.

Væri ekki rétt að snúa sér að þeim núna og láta þá borga til baka? Væri ekki rétt að þeir þyrftu nú að svara fyrir sinn klíkuþjófnað? Og ekki minnst borga hinum sem voru rændir?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.6.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband