Gjafakvóti í boði Jóns Bjarnasona.

Löng röð myndaðist hjá Fiskistofu þegar útdeila átt veiðiheimildum til að veiða fisk innan íslenskrar lögsögu endurgjaldslaus. Ótrúlegur fjöldi kemur til með að þiggja þennan gjafakvóta Jóns Bjarnasonar. En af hverju er ásóknin svona mikil? Það er af því að það er verið að úthluta verðmætum. Það eru verðmæti að sækja í takmarkaða auðlind. Sennilega dæmir sagan Jón Bjarnason sem versta sjávarútvegsráðherrann af vondum  síðustu ára. Nú á að blanda saman markaðskerfi og gjafakerfi þar sem sumir þurfa að kaupa, það sem aðrir fá fyrir ekki neitt. Þetta kerfi í sjávarútvegi verður enn meiri bastarður en fyrr. Í erfiðleikum eru tækifæri. Jóni Bjarnasyni virðist fyrirmunað að koma auga á þau tækifæri. Meðan þrengt er að almenningi þessa lands, ætlar Jón í hlutverk Hróa Hattar og færa sumum mikil verðmæti endurgjalds laust. En það er auðvelt að dæma og benda ekki á lausnir. Mun ég gera það hér á blogginu og annarstað á næstu vikum og dögum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver fékk þá ótrúlegu hugmynd að gera þennan mann að ráðherra ? Maðurinn er með asklok fyrir himinn og vart komið út fyrir túnfótinn, nema til að heimsækja forkólfa LÍÚ

Finnur Bárðarson, 28.6.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband