Nú fjallar Kjartan Gunnarsson um stöðu Þorgerðar K Gunnarsdóttur.

Í dag kom miðstjórn Sjálfstæðisflokksins saman og fjallaði meðal annar um þá ákvörðun Þorgerðar varaformanns flokksins að sitja hjá við atkvæðagreiðslu vegna umsóknar að ESB. Í mínum huga er það til um marks um það stórkostlega mein sem er innan sjálfstæðisflokksins að Kjartan Gunnarsson skuli sitja í miðstjórn og fjalla um málefni hans. Að sögn vísis.is fór Kjartan mikinn á fundinum. Þetta er sami Kjartan og lék eitt aðalhlutverkið í Icesave harmleiknum. Harmleiknum sem er að koma þessari þjóð á vonar völ. Að það skuli vera einn sjálfstæðismaður sem treystir þessum manni til að taka sæti í miðstjórn er rannsóknarefni. Ég er búinn að vera sjálfstæðismaður í áratugi. Í síðust kosningum skilaði ég auðu og gerði grein fyrir atkvæði mínu hér á þessari síðu. Auðvita væri það sjálfsögð og eðlileg spurning mín að spyrja þá sem kusu þennan mann "Af hverju kaustu þennan mann í miðstjórn og af hverju, af öllum þeim þúsundum sjálfstæðismanna treystið þið Kjartani Gunnarssyni best? Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ ekki einn sjálfstæðismann til að svar þeirri spurningu. Af hverju? Af því að það er svo illkynja mein innan flokksins okkar, sem hafa ótrúleg tök á flokknum. Ég ætla ekki að yfirgefa sjálfstæðisflokkinn. Ég ætla hins vegar að leggja mitt að mörkum að flokkurinn verði aflúsaður svo að við náum fyrri styrk meðal hins almenna flokksmanns. Ég ann mér ekki hvíldar fyrr en Kjartan Gunnarsson fer út úr miðstjórn og verður með öllu áhrifalaus innan sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband