Hver er mismunurinn á Íslandi og Noregi?

Ég rakst á það í morgun að Norski olíusjóðurinn hafi náð nýjum hæðum eða USD 360.000.000.000. En hvað er þetta stór tala? Ef Ice-save skuldbindingin er 650 miljarðar og hún kæmi öll til greiðslu þá næðist að greiða þessa 650 miljarða, 70 sinnum. Það er ótrúlega stutt síðan þessi lönd stóðu jafnfætis. Víkingar beggja landanna notuðu sömu höfuðfötin, sömu skikkjurnar, sömu axirnar og þar fram eftir götunum. En okkur hér á Íslandi höfum borið af leið. Nú á þessum degi eigum við að spyrja hver  er ástæðan. Ef við eigum að eiga farsæla framtíð verðum við að gera upp við fortíðina og sætta okkur við hana. Til hamingju með daginn.


mbl.is Það er kominn 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband