Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Áskorun til ungra sjálfstæðismanna.

Það hefur verið árlegur viðburður þegar skattskráin hefur komið út að ungir sjálfstæðismenn hafa farið mikinn og mótmælt því að skattskráin skuli vera opin. Sem sjálfstæðismaður í áratugi skora ég á unga sjálfstæðismenn að láta það ógert í ár. Græðgi einstakra manna í auð hefur verið þvíumlík að þjóðfélagið er nánast gjaldþrota. Það er meir en sjálfsagt að það liggi frami hvað menn og fyrirtæki eru að greiða í sameiginlegan sjóð okkar allra. Ef ungir sjálfstæðismenn fara fram með sama hætti og undanfarin ár verða þeir eins og jókerarnir í stokknum. Það er svo sjálfsagt að þessi skrá liggi frami og í raun ætti hún að vera aðgengileg á netinu.
mbl.is Hreiðar Már greiðir mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvoru megin við rimlana á Kjartan Gunnarsson að vera?

Þessi saga og þessi ferill bankans er að verða ótrúlega sorgleg. Næst æðsti maðurinn í bankanum þ.e varaformaður stjórna heitir Kjartan Gunnarsson. Á síðast landsfundi var stór hópur manna sem treyst þeim manni best manna til að fara með eina mestu trúnaðarstöðu innan sjálfstæðisflokksins. Að sjálfsögðu þarf að koma þessum manni út úr miðstjórn hafi hann ekki vit á að segja af sér hið fyrsta. Flokkurinn verður aldrei sterkur aftur ef forystan ætlar að hunsa vilja hins almenna sjálfstæðismanns. Þetta er að verða þung byrði fyrir flokkinn  að drattast með lík í lestinni. Bara það að Kjartan þessi skuli vera í miðstjórn flokksins gerir flokkinn ótrúverðugan í þeim erfiðu og flóknu verkefnum sem við er að eiga þessa daganna. 


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrefalt húrra fyrir RÚV.

Nú er að ljúka Íslandsmeistaramótinu í höggleik. Sjónvarpið hefur verið á staðnum og gert því góð skil. Að vísu eiga þeir hjá ruv mikið ó lært miðað við starfsbræður þeirra hjá BBC, en þeir stóðu sig samt vel. Verið var að krýna íslandsmeistarana þau Valdísi Skagastúlku og Ólaf Björn sem sýndi í lokin golf í heimsklassa. Það var ekki hægt annað en að heillast af þessu glæsilega unga fólki. Til hamingju Ólafur Björn og Valdís. 

 


Er þetta traustvekjandi?

Sumt samþyggjum við með glöðu geði, annað samþyggjum við, en að samþyggja og vera samt á móti er eitthvað sem hljómar ekki trúverðugt. Þetta er það sem við almenningur höfum fengið að upplifa í umræðunum um aðildarumsókn að ESB. Þannig voru það nokkrir þingmenn sem samþykktu aðildarumsókn en vor samt á móti. Nú vill Jón Bjarnason ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frest umsókn að ESB. Meðan Samfylkingin sækir tvisvar um aðild að ESB, fyrst Guðmundur Árni síðan Össur í vikunni á eftir, er einn ráðherra í ríkisstjórninni  sem vil frest umsókn. Aldrei er mikilvægara en nú að almenningur hafi það á tilfinningunni að stjórnvöld haldi traustum höndum um stjórnartaumana og sé samheldin í aðgerðum sínum. En mikið ofsalega finnst mér að vanti upp á að svo sé. Við höflum lifað við óstjórn síðustu ár. Ég sé ekki betur en það haldi áfram með ófyrirséðum afleiðingum.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostaði þessi umsókn?

Kostaði þessi umsókn miljarð eða var það umsóknin sem Guðmundur Árni afhenti? Eða kostaði hvor um sig miljarð?
mbl.is Afhenti Svíum aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Glæsileg lending í Icesave"

Hver sagði þessi orð? Mig minnir að það hafi verið sjálfur fjármálaráðherrann okkar sem viðhafði þessi orð fyrir nokkrum vikum. Nú á ég og börnin mín að borga 2 miljarða í breska lögfræðinga. Málið fer að taka á sig hinar furðulegust myndir. Það er ekki einu sinni hægt að vera reiður. Þetta líkist meira einhverjum brandara eða farsa. Það hvarflar ekki að mér að alþingi samþyggi þennan samning. Ég er farinn að draga í efa að Steingrímur J. samþyggi hann.
mbl.is Borga tvo milljarða fyrir Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur flýtur ofaná eins og korktappi.

Það er með ólíkindum að stjórnmálamaður sem var í þeirri ríkisstjórn sem sigldi skútunni í strand skuli nú vera í því hlutverki sem hann er í í dag. Hvernig Össur flýtur ofaná á eins og korktapi, er í lykilhlutverki með afdrif lýðræðisins sem við komum til með að búa við hér á landi um ókomna tíð. Það verður vandasamt og erfitt verk að vera utanríkisráðherra á næstu misserum. Að ég treysti þessum manni til að fara með það vandasama hlutverk, vantar ótrúlega mikið uppá í mínum huga.Að okkur hafi ekki borið sú gæfa að gera verulega endurnýjun á mannskap við endurreisnina. Nei, við veljum sama mannskapinn og keyrið þjóðfélagið í kaf. Ótrúlegt.
mbl.is Ræðir við Bildt um ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju hefur ekki eitt kíló af þorski verið gerður upptækur?

Við lestur á þessum aflatölum kemur upp í hugann, af hverju nýju bankarnir hafi ekki leyst til sín eitt kíló af kvóta.  Það er vitað að menn voru að kaupa þorsk kvóta á 3500-4000 kr/kg og tóku til þess lán í evrum þegar evran var ca 85 kr. Það er kristal tært að þetta kíló í dag nær langt í frá að borga vextina af þessu láni. Hvað þá að til sé fyrir  kostnaði við að ná í þetta kíló út á sjó. Umburðalindi bankanna kemur mér á óvart. Agnes Bragadóttir greindi frá einu útgerðafyrirtæki í Grundarfirði sem veðsetti kvótann fyrir miljarða og tapaði síðan öllu. Þetta fyrirtæki skipti um kennitölu og kvótinn er veiddur af sama báti og sömu útgerð og áður. Ég hallast að því að bankarnir (nýju) vilji ekki leysa til sín kvóta í ljósi þess hve umræðan um kvótakerfið er eldfim í íslensku þjóðfélagi. Hvað eiga þeir að gera við kvótann sem þeir leysa til sín? Lána einhverjum öðrum fyrir honum? Á hvaða verði eiga síðan bankarnir að selja hann? Ég hef það á tilfinningunni að bankarnir forðist það eins og heitan eldinn að fá kíló af kvóta inn á borð til sín.
mbl.is Heildarafli eykst um 55%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju vill mann helvítið hraða Icesave?

Í mínum huga er það skýrt. Það er að koma æ betur í ljós að það voru ekki bara íslenskir stjórnmálamenn sem sváfu á verðinum. Bæði breskir og Hollenskir stjórnmálamenn voru ekkert betri. Þeir brugðust kjósendum sínum á nákvæmlega sama hátt. Með því að kíla máli í gegn og fórna litlu landi norður í höfum eru þessi menn að breiða yfir sinn eigin skít. Meðal siðaðra þjóða og meðal siðaðra menna er það reglan að láta dómstóla skera úr um ágreiningsefni. En ekki í þessu máli. Stjórnmálamenn bæði Hollands og Bretlands vilja ekki að dómstóll úrskurði um mistök þeirra þannig að hinn almenni kjósandi sjá þá með allt niður um sig . Nú er það spurning hvor íslenskir stjórnmálamenn eru menn eða mýs og standi í lappirnar.
mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir pottar sjóðandi.

Ég fór í sund í Laugardalslaug í kvöld. Í öllum pottum var verið að ræða Icesave og stöðu efnahagsmála. Sennilega hefur ekkert mál á Íslandi verið jafn rækilega í efsta sæti á umræðulista  almennings. Af líkum eru ekki margir sem hafa það á tilfinningunni að það verði "glæsileg lending" í Icesave málinu. Steingrímur J. var of fljótur á sér þegar hann gaf þá yfirlýsingu. Fyrir hrunið töluð íslenskir stjórnmálamenn um að þetta yrði létt snertilending í efnahagsmálum þegar Danir töluðu um að lendingin í Íslensku efnahagslífi yrði hörð. Lendingin var hvorki hörð eða mjúk snertilending. Það var crass lending. Nú er það stóra spurningin hvernig verðu lendingin í Icesave? Ég hef það á tilfinningunni að við ættum í það minnsta að spenna beltin. 
mbl.is Enn fundað um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband