Hvernig eru reikningarnir afgreiddir?

Það verður að upplýsa okkur hinn almenna sjálfstæðismann hvernig reikningar flokksins eru afgreiddir. Voru fjármál sjálfstæðisflokksins einkamál nokkurra manna eins og Kjartans Gunnarssonar? Var fjárhagsleg staða flokksins ekki kynnt fyrir alþingismönnum? Á venjulegum aðalfundum er hluthöfum gefinn kostur á að spyrja spurninga. Hvernig var þetta hjá sjálfstæðisflokknum? Þegar ég kaus flokkinn og þegar ég kaus í prófkjöri, þá var ég jafnframt að kjósa fulltrúa minn til að fylgjast með því að þessi kjörni fulltrúi minn fylgdist með fjármálum flokksins. Af hverju veit enginn neitt? Var það ekki hlutverk þingmanna að fylgjast með fjárreiðum flokksins? Það verður að upplýsa okkur um þessa hluti. Það er ekki nóg að segja ég vissi ekkert. Það þarf að hreinsa til, það þarf að sópa undan teppinu.
mbl.is „Upphæðirnar koma á óvart"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náum flokknum til baka.

Þegar maður sér framlög frá Þorbirni hf upp á 2,4 mkr dettur manni í hug hvort það sé einn hlekkurinn í að þagga niður heilbrigða umræðu um sjávarútvegsmál. Banna m.a umræðu um hvort það eigi að setja regluverk um sölu á aflaheimildum milli aðila, banna umræðu um hvort fleiri en útgerðamenn megi eiga aflaheimildir, banna umræðu um hvort skattleggja á sérstaklega ef menn eru að selja sig út úr greininni. Það tókst með ágætum að koma umræðunni á landsfundi í farveg fáránleikans. Sleppa því að ræða það sem máli skiptir. Stærst hlutverk okkar sjálfstæðismanna er að ná flokknum úr höndunum á mönnum sem hafa komið honum í þann forarpytt sem hann er kominn í. Ná flokknum til baka í hendur á mönnum sem bera virðingu fyrir þeim gildum sem flokkurinn stendur fyrir. Ná flokknum til baka í þær hendur  sem bera virðingu fyrir fólki ekki fégræðgi. Fyrst skrefið af mörgum í þá átt er að henda Kjartani Gunnarssyni út úr miðstjórn.  Umfram allt þarf að ná flokknum til baka.
mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg ósannsögli.

Aldrei hef ég orðið vitni af öðru eins ósannsögli eins og hjá Kjartani Gunnarssyni núna í kvöldfréttum. Ég hygg að allir hver einasti finni það og skilji að Kjartan Gunnarsson var ekki að heyra um þessa styrki í fyrsta sinn í  fréttum stöðvar 2. Hann var prókúruhafi, hann sat aðalfund þar sem væntanlega er farið yfir reikninga. Ef hann hefði ekki tekið eftir að reikningarnir flokksins hefðu skánað um tugi miljóna og ekki þurft að spyrja einnar spurninga þar um, þá hefur maðurinn hreinlega verið í blakkout. Í staðinn kís hann að reyna að ljúga sig út úr málinu. Bjarni er að reyna að vinna heiðarlega í þessu óþvera máli. Það er greinilegt að Geir hefur ákveðið að fórna sér. Kjartan þarf að segja af sér úr miðstjórn flokksins strax. Aðrir mega ekki þvælast fyrir þeirri vinnu sem formaðurinn hefur sett í gang. Nú verða hlutirnir að ganga hratt fyrir sig. Það er stutt í kosningar. Það er ánægjulegt hvað Ragnheiður Ríkharðsdóttir gengur skörungslega fram í þessu máli. Í raun hefur hún farið vaxandi sem þingmaður jafnt og þétt síðan hún byrjaði á þingi. Það er krafa okkar sem höfum stutt flokkinn að það verði hreinsað út STRAX. 
mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorhreingerning.

Fyrir tveimur dögum bloggaði ég að það þurfi að aflúsa sjálfstæðisflokkinn. Að fylgjast með þessu Fl group og Landsbankahneyksli er sársaukafullt fyrir sjálfstæðismenn af gamlaskólanum sem hafa stutt flokkinn í gegnum tíðina. Nú þarf að gera hreint. Að fylgjast með hvernig Kjartan Gunnarsson sem kemur úr öllum áttum að málin, veit ekkert og er alsaklaus. Allir vita hvernig Kjartan hefur unnið í gegn um tíðina. Tosað í spotta hér og þar. Var á bak við tjöldin en réði því sem hann vildi ráða   en lét lítið fara fyrir sér. Nú strax ætti Guðlaugur Þór að standa upp og þakka okkur sjálfstæðismönnum fyrir samveruna. Kjartan Gunnarsson hefði átt að segja af sér í gær úr miðstjórn flokksins(hefði í raun aldrei átt að fara þangað) Höfuð verkefni flokksins er að sýna okkur sem höfum stutt hann að  nú eigi að breyta um stjórnunar aðferðir. Biðja okkur afsökunar. Þá fyrst er hægt að fara í þá vinnu að stækka flokkinn. Sjálfstæðisflokkinn bar af leið. Það eru of margir sem hengja sig á flokkinn sem  bera enga virðingu fyrir gildum hans og stefnu. Losum okkur við þá. Tökum ærlega til, ekki seinna, heldur nú strax þetta vorið. Fyrr mun flokkurinn ekki rísa úr þeirri lágkúru sem hann er í núna.
mbl.is Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn segir af sér á Íslandi.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að landinu er þannig stjórnað að nánast er um þjóðargjaldþrot er að ræða. Enginn þarfa að segja af sér. Sjálfstæðisflokkurinn þiggur styrki frá vafasömum auðmönnum. Enginn þarf að segja af sér. Sænskum ráðherra verður það á að nota fyrir mistök visakort ráðuneytisins til að kaupa súkkulaði og eitthvað smotterí. Málið kemst upp og hann segir samstundis af sér. Það er ekki nóg með að hér þarf enginn að segja af sér. Heldur bjóða sömu menn fram krafta sína við stjórnun landsins og segja "mér er best treystandi". Ætla mætti að fólk tæki þessu framboði sem aumum brandara en, það kýs sömu menn og konur til forystu. En leitin stendur yfir að sökudólgnum. Hver orsakið þessa ógæfu þjóðarinnar? Það er eins og í barnabókinni  " Hvar er Valli". Enn þann daginn í dag rýnir þjóðin í bókina og leitar af sökudólgnum."Hvar er sökudólgurinn?"
mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að aflúsa Sjálfstæðisflokkinn.

Í mínum huga er það brýnasta verkefni okkar sjálfstæðismanna hvernig hægt er að aflúsa flokkinn. Það er að koma æ betur í ljós hversu illa sjálfstæðisflokkurinn var orði afvegaleiddur og kominn langt frá þeirri hugsjón sem hann stendur fyrir. Á sama tíma og flokkurinn þiggur 30.mkr frá Flenron er flokkurinn að flytja mál í þinginu, þar sem fyrirtækjum er gert kleift að reka fólk án þess að geta til um ástæðu. ÞETTA HEITIR MANNFYRIRLITNING. Svo illa var komið fyrir flokknum að það verðmætasta sem flokkurinn stendur fyrir var farið að snúast upp í andhverfu sína. Mannfyrirlitningu. Í frægum þætti um ENRON kom það fram hjá "snillingunum" þar á bæ að 15% af starfsmönnunum væri rusl sem þyrfti að reka. Þessi (mannfyrirlitnings)stefna náði inn í sjálfstæðisflokkinn og hann reyndi að koma henni í gegn um þingið hér á Íslandi. Við venjulegir sjálfstæðimenn getum þakkað Ögmundi Jónassyni og félögum fyrir að það tókst að stoppa þessa mannfyrirlitningu. Davíð Oddson sá ágæti maður kalliði þetta fyrirtæki Flenron. Davíð Oddson gaf skýrslu einkavæðingarnefndar einkunn á landsfundi sjálfstæðismanna. Gott hjá honum. Ef honum hefur fundist þetta sem hann sagði vera staðreynd.Af hverju átti hann þá ekki að segja það sem honum fannst? Tími yfirborðsmennsku innan flokksins er liðinn. Það þarf að tala hreint út um hlutina. Á landsfundi var Kjartan Gunnarsson kosin í miðstjórn flokksins. Maður sem var í stjórn Landsbankans frá upphafi einkavæðingar. Maður sem tók þátt í að móta þá stefnu í bankamálum sem kom þjóðinni á hausinn, maður sem tók þátt í að lána til sín og eigenda bankans miljarða. Þessum manni treystir landsfundur manna best til að gegna einu af mikilvægust trúnaðarstörfum innan flokksins. Það er eitthvað stórkostlegt að. Það reynir á nýjan formann. Vinni hann heiðalega þá stöndum við óbreyttir að baki honum. En eitt það mikilvægasta inn í framtíðina er að AFLÚSA flokkinn af þeim öflum sem hafa verið að eyðileggja flokkinn og orðspor hans. 
mbl.is Hafði ekki hugmynd um þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn og framsókn saman efti kosningar!!!

Það kemur æ betur og betur í ljós að Samfylking og VG eru farin að fara í taugarnar á Sigmundi Davíð formanni Framsóknarflokksins og þolinmæði hans þrotin. Nú ætti Sigmundur að taka af skarið og segja að hann myndi fyrst og fremst vinna með sjálfstæðismönnum eftir kosningar. Aldrei í sögu lýðveldisins hefðum við kjósendur þá skýrari val í þingkosningum. Annað hvort værum við að kjósa ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn færi saman, eða Samfylkingin og VG. Ég reikna ekki með að önnur framboð komi manni inn á þing. Það væri veruleg aukning á lýðræði ef við gætum kosið og vissum hvaða ríkisstjórn við fengjum.


mbl.is Stöðugleiki nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin þarf að gera hlé á fundi sínum kl 16:00.

Ég vil benda Samfylkingarfólki á að það þarf að gera hlé á landsfundi sínum kl 16:00. Því þá ætlar  Davíð Oddsson að ávarpa landsfund sjálfstæðisflokksins. Benda má á að samfylkingarfólk og aðrir (restin af landsmönnum) getur fylgst með með ræðunni í beinni útsendingu á vefnum xd.is.
mbl.is Aðrir flokkar án peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær byrjar leikurinn?

Enn einu sinni er ég ekki sáttur við félaga mína í sjálfstæðisflokknum. Það er mjög skír krafa hér á landi að auka lýðræði. Það hefði orðið stórkostlegt framfaraspor ef kjósendur hefðu mátt raða sjálfir á lista. Mín skoðun á prófkjörum er sú að þau sé með öllu orðin úrelt og jafnvel farinn að snúast upp í andhverfu sína. Tökum dæmi. Ég ætla að fara í prófkjör fyrir flokkinn og er með það baráttumál að fella niður skuldir hjá öllum þeim sem eru rauðhærðir. Mjög líklegt er að þeir sem væru rauðhærðir settu mig í fyrsta sæti eða mjög ofarlega á listann. Það eru einnig stórar líkur á því að rauðhærðir skiluðu sér einstaklega vel í prófkjörið. Fær svo að þessi góði árangur minn fleytti mér inn á þing væri það fyrst og fremst rauðhærðum að þakka. Síðan þegar til þingkosninga kemur þá kjósa menn flokkinn , eins og honum var raðað upp í prófkjöri. Þannig hafa rauðhærðir fleytt mmér inn á þing þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta af þeim sem kusu flokkinn.

Ég hef þá trú á kjósendum að þeir hefðu verið full færir um að raða á listana jafnvel þó að stutt sé til kosninga. Leikurinn er hafinn segir Geir. Hvenær byrja leikurinn? Palin hefur gefið það út að hún muni að öllum líkindum bjóða sig fram í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Er leikurinn þá hafinn þar. Þannig er ómögulegt að segja til um hvenær leikurinn byrji en það er klárt að honum líkur með kosningum.


mbl.is Stjórnin hljóp á sig í tveimur málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég óska Ásbirni til hamingju.

Það gladdi mig að Ásbjörn skildi hafa það á endasprettinum og enda í fyrsta sæti. Ég þekki ekki Ásbjörn en óska honum til hamingju og velfarnaðar í þeim erfiðu störfum sem framundan eru. Ég bloggaði í dag og var harðorður í garð Einars Kr.  Störf fyrir sjálfstæðisflokkinn eiga að vera eftirsótt af duglegu fólki. Við sem styðjum og kjósum flokkinn eigum líka að gera miklar kröfur. Kunningjakerfi og pólitískum stöðuveitingum á ekki að líða. Ég var að horfa á fréttaaukann í ríkissjónvarpinu þar sem sjávarútvegsstefnan var okkur ekki til framdráttar. Þessi Norski þáttur um bleika gullið ætti að vera okkur til umhugsunar. Hvernig við mokum upp kolmunanum í bræðslu sem síðan fer í að fóðra laxinn. Af hverju veiðum við ekki kolmunann og nýtum hann til manneldis? Það er af því að við eigum ekki skip í það. Færeyingar fengu nýtt skip nú í janúar 2009. Þetta skip sem ber nafnið Nordborg er smíðað í Chile og er hátæknivætt. Sennilega eitt það fullkomnasta fiskveiðiskip sem siglir á heimshöfunum í dag. Fullbúið til veiða á síld, loðnu og makríl. Afli sem gengur úr við vinnslu fer í fullkomna bræðslu sem er um borð. Hvernig sjávarútveginum hefur verið stjórnað síðustu ár í tíð okkar sjálfstæðismanna er sorglegt. Greinin hefur skuldsett sig upp fyrir haus. Síðan hafa þeir fjármunir farið í að versla með aflaheimildir hver af öðrum. Ekki í að byggja upp nýjan flota eða ný fiskiðjuver. Samherji áformaði að byggja tæknivæddasta og eða fullkomnasta fiskiðjuver í heimi. En hætti við. HB Grandi ætlaði að byggja fullkomið fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi. En hætti við. Verkefnið í sjávarútvegsmálum í dag er að byggja upp sjávarútveg sem við getum verið sæmilega stolt af. Það er verkefni þeirra manna sem eiga að taka við. Það er verkefnið sem Ásbjörn Óttarsson á að vinna að í næstu framtíð.
mbl.is Ásbjörn vann baráttuna við Einar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband