Hvenær byrjar leikurinn?

Enn einu sinni er ég ekki sáttur við félaga mína í sjálfstæðisflokknum. Það er mjög skír krafa hér á landi að auka lýðræði. Það hefði orðið stórkostlegt framfaraspor ef kjósendur hefðu mátt raða sjálfir á lista. Mín skoðun á prófkjörum er sú að þau sé með öllu orðin úrelt og jafnvel farinn að snúast upp í andhverfu sína. Tökum dæmi. Ég ætla að fara í prófkjör fyrir flokkinn og er með það baráttumál að fella niður skuldir hjá öllum þeim sem eru rauðhærðir. Mjög líklegt er að þeir sem væru rauðhærðir settu mig í fyrsta sæti eða mjög ofarlega á listann. Það eru einnig stórar líkur á því að rauðhærðir skiluðu sér einstaklega vel í prófkjörið. Fær svo að þessi góði árangur minn fleytti mér inn á þing væri það fyrst og fremst rauðhærðum að þakka. Síðan þegar til þingkosninga kemur þá kjósa menn flokkinn , eins og honum var raðað upp í prófkjöri. Þannig hafa rauðhærðir fleytt mmér inn á þing þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta af þeim sem kusu flokkinn.

Ég hef þá trú á kjósendum að þeir hefðu verið full færir um að raða á listana jafnvel þó að stutt sé til kosninga. Leikurinn er hafinn segir Geir. Hvenær byrja leikurinn? Palin hefur gefið það út að hún muni að öllum líkindum bjóða sig fram í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum. Er leikurinn þá hafinn þar. Þannig er ómögulegt að segja til um hvenær leikurinn byrji en það er klárt að honum líkur með kosningum.


mbl.is Stjórnin hljóp á sig í tveimur málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband