Enginn segir af sér á Íslandi.

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að landinu er þannig stjórnað að nánast er um þjóðargjaldþrot er að ræða. Enginn þarfa að segja af sér. Sjálfstæðisflokkurinn þiggur styrki frá vafasömum auðmönnum. Enginn þarf að segja af sér. Sænskum ráðherra verður það á að nota fyrir mistök visakort ráðuneytisins til að kaupa súkkulaði og eitthvað smotterí. Málið kemst upp og hann segir samstundis af sér. Það er ekki nóg með að hér þarf enginn að segja af sér. Heldur bjóða sömu menn fram krafta sína við stjórnun landsins og segja "mér er best treystandi". Ætla mætti að fólk tæki þessu framboði sem aumum brandara en, það kýs sömu menn og konur til forystu. En leitin stendur yfir að sökudólgnum. Hver orsakið þessa ógæfu þjóðarinnar? Það er eins og í barnabókinni  " Hvar er Valli". Enn þann daginn í dag rýnir þjóðin í bókina og leitar af sökudólgnum."Hvar er sökudólgurinn?"
mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei en Geir var látinn taka einn á sig sökina

Sigurður Þórðarson, 9.4.2009 kl. 10:31

2 identicon

Þetta ekki glæsilegt, á ekki að skora á Guðlaug á að sýna pólitíska-ábyrgð ?

hannes (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:41

3 identicon

Nú er byrjað að lyfta teppinu. Ég er nær öruggur um að það finnst meira rusl þar. Ég tel líkurnar á að Samfylkingin fá svipað mál nú fyrir kosningar ca 100%.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband