Sjálfstæðismenn og framsókn saman efti kosningar!!!

Það kemur æ betur og betur í ljós að Samfylking og VG eru farin að fara í taugarnar á Sigmundi Davíð formanni Framsóknarflokksins og þolinmæði hans þrotin. Nú ætti Sigmundur að taka af skarið og segja að hann myndi fyrst og fremst vinna með sjálfstæðismönnum eftir kosningar. Aldrei í sögu lýðveldisins hefðum við kjósendur þá skýrari val í þingkosningum. Annað hvort værum við að kjósa ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn færi saman, eða Samfylkingin og VG. Ég reikna ekki með að önnur framboð komi manni inn á þing. Það væri veruleg aukning á lýðræði ef við gætum kosið og vissum hvaða ríkisstjórn við fengjum.


mbl.is Stöðugleiki nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, nú er fólk farið að tala um Samfylkingu og Framsókn því þeir flokkar vilja sækja um aðild að ESB.

Ína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Stjörnupenni

Ég get ekki séð af hverju Samfylking og VG ættu að þurfa á Framsókn að halda til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar, því ef eitthvað er að marka skoðanakannanir munu þessir tveir flokkar ná ágætum meirihluta.

Annars væri ágætt ef Samfylking og Framsókn mynduðu ríkisstjórn. Hver segir að Framsókn geti ekki fúnkerað sem hækja fyrir Samfylkinguna eins og þeir gerðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

Stjörnupenni, 30.3.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband