Hvernig eru reikningarnir afgreiddir?

Það verður að upplýsa okkur hinn almenna sjálfstæðismann hvernig reikningar flokksins eru afgreiddir. Voru fjármál sjálfstæðisflokksins einkamál nokkurra manna eins og Kjartans Gunnarssonar? Var fjárhagsleg staða flokksins ekki kynnt fyrir alþingismönnum? Á venjulegum aðalfundum er hluthöfum gefinn kostur á að spyrja spurninga. Hvernig var þetta hjá sjálfstæðisflokknum? Þegar ég kaus flokkinn og þegar ég kaus í prófkjöri, þá var ég jafnframt að kjósa fulltrúa minn til að fylgjast með því að þessi kjörni fulltrúi minn fylgdist með fjármálum flokksins. Af hverju veit enginn neitt? Var það ekki hlutverk þingmanna að fylgjast með fjárreiðum flokksins? Það verður að upplýsa okkur um þessa hluti. Það er ekki nóg að segja ég vissi ekkert. Það þarf að hreinsa til, það þarf að sópa undan teppinu.
mbl.is „Upphæðirnar koma á óvart"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband