Opið bréf til formanns Bjarna Benediktssonar

 

Því miður ágæti formaður þá verð ég að lýsa því yfir að nú í kosningunum 25.04 mun ég skila auðum kjörseðli í kjörkassann. Ég er búinn að kjósa og vera innanborðs í sjálfstæðisflokknum í áratugi. Nú er svo komið að samviska mín getur ekki kosið flokkinn. Það þýðir ekki að ég segi skilið við flokkinn. Langt í frá. Ég tel það hlutverk mitt að koma flokknum aftur inn á þær brautir sem hann á að standa fyrir. Svo illa var komið fyrr flokknum að hann var jafnvel farinn að vinna í beinni andstöðu við þau dýrmætustu gildi sem hann stendur fyrir. Þannig voru gildi fjármagns og auðhyggju settar ofar virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Aðgerðalaus horfði forystan á menn innan flokksins sem bera enga virðingu fyrir gildum flokksins, en notað hann til að troðast áfram og færa sér völd og verðmæti. Svo slæm mein eru að grassera innan flokksins að maður stendur agndofa og spyr hvað er að gerast.  Flokkurinn okkar er gjarnan kenndur við íhaldsemi það þýðir í mínum huga að hann þ.e flokkurinn vill halda í gömul og góð gildi. Það þýðir ekki að hann eigi ekki að rífa af dagatalinu og fylgjast með tímanum. Innra starf flokksins verður að endurskipuleggja frá grunni. Forysta flokksins má ekki missa sjónar af hinum almenna félags- og stuðningsmanni. Forysta flokksins eru þjónar ekki herrar. Þjónar sjálfstæðisstefnunnar. Ég ætla ágæti formaður að leggja mitt af mörku til að endurreisa flokkinn. Ég geri það að mínu viti ekki með því að kjósa flokkinn nú í komandi kosningum og mun því skila auðu.

Með sjálfstæðis kveðju.

Egill Jón Kristjánsson

Afrit sent á.

bjarniben(hjá)althingi.isxd(hjá)xd.is

Virkt lýðræði.

Hver sagði að lýðræðið væri ekki virkt? Jafnvel þó að það sé ekki rafrænt. Hvern kærir Ástþór næst? Skildi p.listinn fá 0,3% eða 0,35% atkvæða? Spenna helst óbreytt. Við spyrjum að leikslokum.
mbl.is Framboð P-lista úrskurðað gilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru blaðamenn sofandi?

Ég  er einn af þeim sem gera miklar kröfur til frétta og frétta skýringa. Mér finnst að fréttamenn hafi verið ansi daufir í fréttum og fréttaskýringum af hinum illræmdu jöklabréfum. Í fréttum hljóðvarps í kvöld var sagt lítillega frá þessum bréfum og að við þyrftum að greiða 11 miljarða á ári í vexti af þessum bréfum. Það sem mig langar til að vita er, voru þessi bréf  tryggð með ríkisábyrgð? Í efnahagshruninu í heiminum hafa mörg bréf orðið verðlaus. Af hverju eru þessi bréf ekki verðlaus fyrir þá sem veðjuðu á þau? Í fréttum fyrir nokkrum dögum heyrði ég í hinum ágæta viðskiptaráðherra að kannski væri eigendur þessara jöklabréfa ekki eins útlenskir eins og menn vildu vera láta. Ef það er eitthvað íslenskt yfirbragð yfir þessum útlendingum, voru þeir þá að koma bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf og þar með leggja sitt af mörkum í niðurbroti íslensks efnahagslífs? Umfram allt vill ég fá að vita hvar í ferlinum á þessum bréfum kom íslensk ríkisábyrgð á þau? Ég vona að fréttamenn taki sig nú til svipti hulunni af þessum jöklabréfum og rannsaki hverjir eru helstu eigendur þeirra.  

Ríkisstjórn með takmarkaða ábyrgð.

Stundum er ég svo undrandi á þessari þjóð að það hálfa væri nóg. Hér á landi hrundi efnahagslífið svo illilega að eftir var tekið í heiminum. Einn í áhöfn þeirrar ríkisstjórnar var Jóhanna Sigurðardóttir. Nú vill þjóðin engan frekar en þessa sömu Jóhönnu til að halda hér um stjórnartauma. Alli sem sitja í ríkisstjórn bera sameiginlega ábyrgð á rekstrinum. Þeir eiga að njóta þess ef vel gengur en ef illa gengur eiga þeir að axla ábyrgð. Í ríkisstjórn verður að veljast það hæfasta fólk hverju sinni. Við eigum að gera miklar kröfur. Von mín og væntingar eru þær að enginn sem sat í þeirri ríkisstjórn sem sat þegar allt hrundi hér settist aftur í ríkisstjórn. Ég vil ríkisstjórn með fulla ábyrgð ekki takmarkaða.
mbl.is Meirihluti vill Jóhönnu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið eruð bölvaðir drullusokkar!!!!!!!!

Á Alþingi í dag voru umræður snarpar nú eins og síðustu daga. Í dag voru sjálfstæðismenn sakaðir um mútuþægni úr ræðustóli. Mútur er glæpur og það ekki af bestu gerð. Sá siður hefur ríkt í þinginu að forseti alþingis hefur gripið inn í og ámynnt þingmenn um málfar. Minn gamli og góði sveitungi Gutti í Hvammi sá enga ástæðu til að minna þingmanninn á að vanda orðfar sitt. Stjórnmálamenn eiga við þann vanda í dag að þeir hafa misst traust. Eitt stærst mál stjórnmálamanna er að reyna að endurvekja traustið.Þetta á ekki bara við um sjálfstæðismenn, þetta á við um alla stjórnmálaflokka. Ef stjórnmálamenn fara að nota orðbragð eins og "háttvirtur þingmaður er glæpamaður", eða "ég verða að segja hæstvirtur forseti að í flokki háttvirts þingmanns er ekkert nema drullusokkar". Þá er hætta á að það verði bið á að við, almenningur, borgum til baka traustið sem stjórnmálamennirnir töpuðu.


1100 tónleikagestir á dag.

Til að bæta atvinnuástandið á m.a að klára tónlistarhúsið við höfnina. Búið er að taka 3.miljarða kr lán með 20% vöxtum í nýju bönkunum fyrir verkefninu. Ef haldnir væru tónleikar á hverjum einasta degi allt árið  og á hverja tónleika keyftu  1.100 manns  miða á 1500 kr stykkið, þá dygði það akkúrat fyrir vöxtunum af þessu láni. Tónlistarhúsið við höfnina verður að klárast. En hvaða tíma á að velja í það er spurning. Ég held að staðreyndin sem við stöndum frami fyrir er að ekkert atvinnulíf, ekkert menningarlíf, ekkert heimili, ekkert viðskiptalíf stendur undir þessari vaxtavitleysu sem við búum við í dag.
mbl.is Atvinnuleysi mælist 8,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallinn í kók.

Árið 1998 gerðist sá stórkostlegi atburður að ég varð faðir. Ég eignaðist litla stúlku. Þessi atburður sem er alltaf jafn stórkostlegur hafði ekki gerst síðan  1972, er ég eignaðist son. Þegar maður eldist breytast gildin í umhverfinu og lífinu svolítið. Eitt af því sem fór fyrir brjóstið á mér vorið 1998 var ofuráhugi coka cola company fyrir því að gera þessa litlu dóttir mína af coke neytanda. Ég greip strax í taumana og af pólitískum áhuga var rekinn einarður áróður fyrir því coke færi á bannlista. Enginn skildi drekka coke í fjölskyldunni. Hér er það ég sem ræð en ekki coka cola company. Árið 2000 fæddist önnur stelpa. Stundum er eins og veröldin eigi ofgnótt af hamingju til að deila til mannanna. Til að gera langa sögu stutta þá drekkur enginn í fjölskyldunni coka cola. Það dró ekki úr ákveðni fjölskyldunnar þegar ein frænka dætranna kom til Íslands eftir starfa á Indlandi og sagði frá hvernig Coce vinnur þar á bæ. Hvernig Coke kemur með stóru dælurnar sínar sem þeir koma ofan í jörðina og dæla upp vatninu til að framleiða þennan óþvera. Við þetta þorna heilu landspildurnar upp hjá bændunum í nágrenninu sem eru að reyna að lifa á landinu til matar og framfærslu. Ég er ekki sá eini sem dreg siðferði og græðgistefnu coce cola company í efa.Ég hef heyrt um heilu félögin sem eru sama sinnis og ég. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum mínum þegar þær segja "við drekkum ekki coke".

Í sjálfstæðisflokknum þar sem ég er einn af áhafnarmeðlimum hefur geisað stormur. Ég eins og margir aðrir bíð  eftir að þessi stormur gangi yfir. Þegar ég heyrði útskýringar formanns okkar að þetta hafi bara verið hann Steini í coka að sinna fjáröflun fyrir flokkinn leið mér undarlega. Það er útiloka að lýsa þessari líðan, ekki reiður,ekki sár, ekki glaður. Það var eins og að eitthvað "ekki neitt " heltist yfir mig. Nú er eins og ég sé fullur af "ekki neinu" og læt þessum skrifum því lokið.


Nú ertu að fara út af teinunum Bjarni.

Þessum sirkus verður að linna. Okkur er boðið upp á að hlusta á í fréttatímum fjölmiðlanna, upptökur sem eru í algjöri mótsögn við það sem sagt er í dag. Þannig var spila viðtal við Geir Haard frá þeim tíma þar sem framkvæmdastjóraskiptin fóru fram. Þar segir Geir  að Kjartan komi til með að starfa með og við hliðina á nýjum framkvæmdastjóra. Kjartan segir hinsvegar að hann hafi hlaupið úr 4 okt 2006. Að bjóða okkur upp á að Kjartan viti ekkert og komi af fjöllum í þessu máli er svo fjarstæðukennt að það er ekki nokkur lifandi maður sem trúir þvílíku og öðru eins. Kjartan Gunnarsson var varaformaður stjórnar Landsbankans. Hann tók þátt í að móta þá stefnu í bankamálum sem kom þjóðinni á hausinn. Kjartan tók þátt í að lána sjálfum sér og öðrum eigendum bankans miljarða. Í mínum huga er það rannsóknar efni innan sjálfstæðisflokksin hverjir það eru sem treyst þessum manni best í eitt að æðstu embættum flokksins. Af hver er formaður flokksins að draga taum þessa manns. Ég vill út með hann. Ef hann hefur ekki vit á að segja sig úr miðstjórn þá á að vísa honum þaðan. Það eru allt of mörg skemmd epli í körfunni. Ef formaður ætlar að tala máli þessa manns lít ég svo á að hann sé að hafna mér og mínum líkum í flokknum.   
mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að segja pass er vond sögn.

Á þessar sögn átti ég ekki von á. Að segja pass í stöðunni er afleit sögn. Það sjá allir vandræðaganginn. Það er ekki bara í þingliðinu sem eldar brenna. Sjálfstæðismenn út um allt land eru hel sárir. Ef þetta heldur svona áfram er ég hræddur um að margir segi pass í kosningunum. Mín sögn er í alvarlegri endurskoðun.
mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tugþúsundir manna og kvenna bíða niðurstöðu.

Þeir skipta sennilega mörgum þúsundum sem bíða eftir niðurstöðu af þessum þingflokksfundi. Nú þíðir ekki að segja, ég vissi ekki, ég man ekki, eða ég man ekki hver veit, eða ég veit  ekki hver man. Eftir þennan fund verður að vera uppaf á nýrri byrjun. Sennilega er þetta einn mikilvægasti þingfundur sem flokkurinn hefur haldið. Kjartan Gunnarsson er búinn að segja landslýð að það sé lík í lestinni. En að sjálfsögðu flýtur sami Kjartan ofaná eins og korktappi, alsaklaus.


mbl.is Þingflokkurinn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband