Náum flokknum til baka.

Þegar maður sér framlög frá Þorbirni hf upp á 2,4 mkr dettur manni í hug hvort það sé einn hlekkurinn í að þagga niður heilbrigða umræðu um sjávarútvegsmál. Banna m.a umræðu um hvort það eigi að setja regluverk um sölu á aflaheimildum milli aðila, banna umræðu um hvort fleiri en útgerðamenn megi eiga aflaheimildir, banna umræðu um hvort skattleggja á sérstaklega ef menn eru að selja sig út úr greininni. Það tókst með ágætum að koma umræðunni á landsfundi í farveg fáránleikans. Sleppa því að ræða það sem máli skiptir. Stærst hlutverk okkar sjálfstæðismanna er að ná flokknum úr höndunum á mönnum sem hafa komið honum í þann forarpytt sem hann er kominn í. Ná flokknum til baka í hendur á mönnum sem bera virðingu fyrir þeim gildum sem flokkurinn stendur fyrir. Ná flokknum til baka í þær hendur  sem bera virðingu fyrir fólki ekki fégræðgi. Fyrst skrefið af mörgum í þá átt er að henda Kjartani Gunnarssyni út úr miðstjórn.  Umfram allt þarf að ná flokknum til baka.
mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Godan dag: Það verður ekki auðvelt að ná flokknum aftur til heiðarlegra manna, sem eru sannarlega til í sjálfstæðisflokknum,og þurfa núna að taka á móti öllu skítkastinu,sem beinist eðlilega að öllum flokknum. Á meðan LÍÚ hefur þessi hreðjartök á flokknum er ekki von um bata, þarna byrjaði þetta allt,græðgi,og ofbeldi í því að söðla undir sig kvóta í sjávarþorpum,og veðsetja síðan sem eign í skjóli sjálfstæðisflokksins. Það er kannske ekkert skrítið að flestir stórútgerðarmenn eru í sjálfstæðisflokknum.

Bjarni Kjartansson, 10.4.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

jÁ DRENGIR - NÁUM HONUM ÚR HÖNDUMNIÐURRIFSAFLANNA SEM HAFA RÆGT OG SKRUMSKÆLT ALLT SEM GERT HEFUR VERIÐ.

HÉR ER EIN LEIÐ - FYRSTA SKREF -

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA8.4.2009 | 23:48 - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin". Og Framsókn gerir það örugglega.ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG            KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.4.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband