20.7.2011 | 12:33
Eru viðskiptavinir olíufélaganna fífl?
Ég velti fyrir mér tilgang olíufélaganna með þessum hringlandahætti með bensínverðið. Það virðist vera sem svo að þeir séu að reyna að plata neytendur. Formúlan virðist vera þessi. Hækkum verðið tvisvar og lækkum það svo einu sinni. Á vef http://oil-price.net ná sjá að heimsmarkaðsverð á á eldsneyti hefur verið nokkuð stöðugt undanfarið og ef eitthvað er heldur farið lækkandi. Það er ljóst að olíufélögin stunduðu hér grimmt samráð og höfðu miljarða af neytendum. Ég hélt að megin verkefni olíufélaganna væri að byggja upp traust neytenda. Mín tilfinning er sú að stærst tilgangurinn með þessum hækkunum sé að taka inn ofsagróða á mesta ferðamannatíma ársins. Það er í raun órtúlegt að olíufélögin skuli ekki leggja meira á sig til að vinna traust hjá neytendum. Allir vit að það eru bankarnir sem eru í raun rekstraraðilar allra olíufélagann. Traust til bankanna er sennilega við frostmark hjá almenningi. Mér finnst eins og það sé eitthvað í spilunum sem er ekki að gera sig hér á þessu annars ágæta landi.
Hækkaði eldsneyti á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2011 | 21:13
Er verðið að hækkað hér þegar markaðsverð lækkar?
Hvað skildi maður oft hafa heyrt skýringar olíufélaganna að þeir verði að hækka eldsneytisverð af því að heimsmarkaðsverð sé að hækka? Fyrir örfáum klukkutímum las ég að verð á eldsneyti hafi lækkað á heimsmarkaði af því að Bandaríkin hafa ekki hækkað skuldaþakið og óvissa ríkti með hækkun á því. Úr þeim vanda hafa Bandaríkin ekki leyst. Það er með ólíkindum hvað hægt er að bjóða Íslenskum almenningi. Jafnvel þó markaðsverð sé að lækka, hækka þeir verðið hér. Rétta skýringin er þessi. Nú fer í hönd mesti ferðamannatíminn á Íslandi og við ætlum að taka inn góðan gróða á þeim tíma. Traust til fyrirtækja og stofnanna hrundi eftir efnahagshrunið í okt 2008. Er þetta leið olífélaganna til að auka traustið? Traust mitt til olíufélagann hjá mér er í frostmarki. Hafi þeir skömm fyrir sínar starfsaðferðir.
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.7.2011 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2011 | 23:57
Kúkarnir sem fljóta upp.
Fréttir bárust af því að lítill bátur frá Hornafirði hefði fengið afskrifaða 2,7 miljarð. Bankinn segist ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann sé bundinn þagnarskildu. Eigendur vilja ekki tjá sig um málið. Bátur frá Grundarfirði breytti nafninu í SC og breytti um kennitölu, skoluð 6-8 miljörðum fyrir borð og rær á glæ nýrri kennitölu en með gamla kvótann. Við fréttamann getur bankinn ekkert sagt þar sem hann er bundinn þagnarskildu. Ósk frá Keflavík endurnýjaði ekkert nema kennitöluna, skolaði 3-5 miljörðum fyrir borð og rær eins og ekkert hafi í skorist. Bankinn tjáir sig ekki um málið þar sem hann er bundinn þagnarskildi. Eigendur vilja ekkert um málið segja. Í fréttum í kvöld er greint frá 20 miljarða afskrif Brims, eigandinn heldur feitum bitum og heldur áfram í sjávarútvegi. Bankinn segir þetta rangt en má ekkert segja þar sem hann er bundinn þagnarskildu. Ekki náðist í Guðmund Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar. Hér eru lítil fréttabrot úr fréttum síðustu mánaða. Það má segja að þetta séu kúkarnir sem fljóta upp í lauginni. Hvað með hina sem fljóa ekki upp. Bankinn sem er ný búinn að gera tugþúsunda manna eignalaus og eða eignalítið biður um traust. Er þetta leiðin til að vinna traust. Mig minnir að ég hafi heyrt einhvern minnast á opið þjóðfélag, þar sem fólkið sem á landið, fólkið sem á auðlindirnar yrði upplýst.
Alvarlegar athugasemdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2011 | 12:54
Hversu vítt kok hafa Englendingar.
Upprunni auðs Abromivich er vægast sagt vafasamur. Byrjun viðskipta þessa Rússa með stolið gas og auður hans fram til dagsins í dag þolir illa dagsljósi. Þjóðarverðmæti sem að sjálfsögðu áttu að fylgja sárafátæku fólki í austu Rússlandi lentu með hjálp spilltra stjórnmálamanna í höndum á Abromovich. Að horfa uppá hvernig þessi Rússi hefur hagað sé í Englandi eins og ofdekraður krakki sem fær aldrei nóg. Nú er enn einn nýr keyptur þjálfar. Verðið og siðferðið skiptir engu máli. Ég skil ekki hversu vítt kok Englendingar hafa. Þessi maður er að eyðileggja knattspyrnuna ekki bara í Englandi heldur í heiminum. Það sjá allir að regluverkið er gallað. Það þarf að koma áhrifum manna eins og Abromovic út úr fótboltanum. Ég vona gangur Chelsea verði sem minnstur á komandi vertíð og að Englendingar fari að vakan og taka á umgjörð fótboltans í landi sínu.
Boas færist nær Chelsea - Hafa augastað á Falcao | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2011 | 13:19
Norðurál ca 3,5 sinnum stærri en HB Grandi.
Nú nýverið hélt HB Grandi aðalfund sinn. HB Grandi er langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Segja má að Samherji sé það fyrirtæki hér á landi sem kemst nálægt HB Granda að stærð, önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki komast ekki með tærnar þar sem þessi tvö fyrirtæki hafa hælana. Í ársskýrslu HB Granda kemur fram að tekjur samstæðunnar hafi verið 144, 8 mkr evra, á gengi dagsins eru þetta tæpir 24 miljarðar íkr. Norðurál á Grundartanga framleiðir u.m.þ.b 270.000 tonn af áli á ári. Á vef LME.COM (London metal exchange) er verð á áli 2740 us $ á tonn eð á gengi dagsins 82,5 miljarðar ikr ársframleiðsla. Þannig eru framleiðsluverðmæti NA u.m.þ.b 3,5 sinnum meira en framleiðsluverðmæti HB Granda. Samkvæmt ársskýrslu HB Granda er meðal starfsmannafjöldinn 670 manns. Hjá NA er starfsmannafjöldinn ca 100 færri eða á bilinu 550-600 manns. Þó að þetta séu með öllu ólíki fyrirtæki segir þetta engu að síður hversu gríðalega þýingu álfyrirtækin hafa í íslensku samfélagi. Ein staðreynd í viðbót er sú að HB Grandi er 100 % í eigu íslenskra aðila en Norðurál 100% í eigu erlendra aðila (Century Aluminium). Norðmenn eiga í sínum álfyrirtækjum u.m.þ.b 50%. Ég velti þeirri spurningu upp ef ég fengi val, hvort ég væri tilbúinn að skipta á íslenskri eignaraðild í HB Granda en fá í staðinn islenska eignaraðild að Norðuráli hvert valið yrði. Ég er ekki frá þvi að ég tæki skiptunum.
Hagnaður Century Aluminium eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2011 | 14:27
Margur verður af aurum api.
Sennilega hafa Bandaríkjamenn kosið Obama vegna mankosta sinna. Þessi gosi Donald Trump sem virðist eiga jafn lítið af skinsemi eins og hann á mikið af peningum, ítrekað dregur mannkosti Obama í efa. Er þá stuðs við athafnir og gjörðir? Nei, fæðingarvottorð og einkunnir í skóla eru dregnar í efa. Mér finnst hægt að lesa á enni þessa manns hið fornkveðna " margur verður af aurum api".
Trump vill sjá einkunnir Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2011 | 01:01
Blása nýjir vindar í uppbyggingarstarfinu?
Eftir að efnahagshrunið varð haustið 2008 báru Íslendingar þá von í brjósti að nú yrði byggt upp með öðrum og betri aðferðum en tíðkuðust fyrir hrun. Þau öfl sem segja að við skulum hér eingu breyta haf svo gjörsamlega undirtökin. Skilaboð SA um að ef hróflað verði við kvótakerfinu verð ekki samið við Íslenska alþýðu. Mér finns ég þekkja andlitin sem ráða hér ferðinni. Þetta eru sömu andlitin og voru í framlínu íslensks viðskiptalífs fyrir hrun. Sömu mennirnir sömu vinnubrögðin, sama systemið og var þegar við silgdum fram að brúninni. Hér hætti ég því mér er óglatt.
Viðræðuslit í Karphúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2011 | 22:05
Auðæfum heimskins misskipt.
Hvernig gerist þetta. Eru það með einhver stjórnmálaöfl eða stjórnmálamenn sem hafa það að markmiði sínu að færa til verðmæti heimsins þ.e frá hinum fátækari til hinna ríku? Enginn stjórnmálamaður hefur þetta að markmiði sínu og biðlar til kjóakjósenda til að ná þessu markmiði sínu. En hvernig gerist þetta þá. Í mínum huga eru dæmin hvergi skýrari en við stjórnun á Íslenskri sjávarauðlind. Þetta gerist þannig að tiltölulega lítill hópur manna kemur sér í þá stöðu og nær þeim pólitísku undirtökum að segja. "Það er langbest að við strákarnir sjái um þessa auðlind, ef það á að breyta þessu þá skaðast iðnaðurinn". Við fengu sýnishorn af því hvernig fór hjá strákunum. Með hendurnar á sjávarauðlindinni rændu sumir banka eins og allir sjá að gerðist með Spk.kef. Sumur seldu sínar sínar veiðiheimildir og fengu miljarða fyrir. Fóru með peningana til Tortola, fjárfestu í verslun og fl. og fl. Allir þekkja afleingarnar. Sviðin jörð, hundruðir eða þúsundir manna hér á landi eru eitt flakandi sár fjárhagslega. Allir þekkja söguna. Þegar rætt er um að við þurfum að deila þessari auðlind þ.e sjávarauðlindinni betur á milli þeirra sem hana eiga þá segja "strákarnir" Ætlið þið að stór skaða sjávarútveginn? Sömu menn og rændu hér banka fjárfestu eins og aular segja nú það megi engu breyta. Eitt dýrmætasta orð sjálfstæðisstefnunnar er "frelsi". Hvaða frelsi skildi barnið á myndinni biðja um. Sennilega dygði því að fá frelsi til að borða. Það kemur aldrei til greina að fiskveiðistjórnunarkerfið verði óbreytt "strákar". Við sem eigum hana lofum ykkur því .
Milljónir dæmdar til örbirgðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2011 | 17:44
Ég er í 15 metra rusli.
Nú var ég að móttaka bréf frá Reykjavíkurborg sem bar yfirskriftina "15 metrar frá sorphirðubíl". Ég efa ekki að verkefnið hafi verið undirbúið af her manna hjá Reykjavíkurborg. Það dylst engum að verkefnið er atvinnuskapandi. En nú geri ég kröfur. Ég krefst þess að vatnleiðslur frá Gvendarbrunnum verða mældar nákvæmlega. Ég bý í Seljahverfi og af hverju í andskotanum á ég að vera að borga vatnspípur sem ná vestur í bæ. Eg viðurkenni þó að það er nokkuð langt niður að sjó þannig að frárennslið gæti verið ívið meira hjá mér en mörgum öðrum. En aðalatriðið er að fá þetta mælt þannig að fyllsta réttlætis sé gætt. Ekki má gleyma rafmagnsköplunum, ég held að ég komi nokkuð vel út þegar mæling fer fram frá Helliheiðarvirkjun og hingað í Seljahverfið. Svona mælingar þurfa og verða að fara fram. Gæti verið að niðurstaðan þegar allt hefur verið mælt að það þurfi að hækka skatta á alla um 5%.
29.3.2011 | 22:31
Dæmið gengur ekki upp.
Þegar það er ljóst að engin lánastofnun vill koma nálægt Or, finna menn lausnina. Við látum bara fólkið í Reykjavík og notendur fjármagna reksturinn. Með miljarða láni frá borgarbúum og nærsveitum til OR. Nú í byrjun apríl greiðum við atkvæði um það hvort við eigum ekki að borga Icesave pakkann. Í tilfelli OR þurfum við ekki að greiða atkvæði um eitt eða neitt, reikningurinn verður bara sendur okkur. Mig langar til að fá útlistun á þvi hvað gerist ef OR verði lyst gjaldþrota. Hættum við að fá heitt vatn inn í húsin. Nei, þetta fyrirtæki heldur áfram rekstri hvaða leið sem verður farinn. Er það ekki nærtækast að eigendur horfi framan í þann óþvera að óhæfir menn hafa stýrt fyrirtækinu og fyrirtækið er gjaldþrota og þetta fyrirtæki verði meðhöndlað eins og gjaldþrota fyrirtæki. Í mínum huga er ekki leið að ætla að ná í miljarða í vasa Reykjavíkinga og nærsveitunga nú á þessum tímum. Sú leið er einfaldlega ekki fær.
Starfsmönnum fækkað um 90 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |