Eru viðskiptavinir olíufélaganna fífl?

Ég velti fyrir mér tilgang olíufélaganna með þessum hringlandahætti með bensínverðið. Það virðist vera sem svo að þeir séu að reyna að plata neytendur. Formúlan virðist vera þessi. Hækkum verðið tvisvar og lækkum það svo einu sinni. Á vef http://oil-price.net  ná sjá að heimsmarkaðsverð á á eldsneyti hefur verið nokkuð stöðugt undanfarið og ef eitthvað er heldur farið  lækkandi. Það er ljóst að olíufélögin stunduðu hér grimmt samráð og höfðu miljarða af neytendum. Ég hélt að megin verkefni olíufélaganna væri að byggja upp traust neytenda. Mín tilfinning er sú að stærst tilgangurinn með þessum hækkunum sé að taka inn ofsagróða á mesta ferðamannatíma ársins. Það er í raun órtúlegt að olíufélögin skuli ekki leggja meira á sig til að vinna traust hjá neytendum. Allir vit að það eru bankarnir sem eru í raun rekstraraðilar allra olíufélagann. Traust til bankanna er sennilega við frostmark hjá almenningi. Mér finnst eins og það sé eitthvað í spilunum sem er ekki að gera sig hér á þessu annars ágæta landi.
mbl.is Hækkaði eldsneyti á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáránlegt að verðið hér skuli sveiflast eftir geðþótta á meðan heimsmarkaðsverð breytist frá mánuði til mánaðar (þ.e. einu sinni í mánuði) og þar að auki mánuð fram í tímann. Löngu kominn tími til að fólk sniðgangi öll olíufélög nema það sem býður lægsta verðið. Þetta breytist ekkert nema við fólkið gerum eitthvað.

Þórarinn (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband