Er verðið að hækkað hér þegar markaðsverð lækkar?

Hvað skildi maður oft hafa heyrt skýringar olíufélaganna að þeir verði að hækka eldsneytisverð af því að heimsmarkaðsverð sé að hækka? Fyrir örfáum klukkutímum las ég að verð á eldsneyti hafi lækkað á heimsmarkaði af því að Bandaríkin hafa ekki hækkað skuldaþakið og óvissa ríkti með hækkun á því. Úr þeim vanda hafa Bandaríkin ekki leyst. Það er með ólíkindum hvað hægt er að bjóða Íslenskum almenningi. Jafnvel þó markaðsverð sé að lækka, hækka þeir verðið hér. Rétta skýringin er þessi. Nú fer í hönd mesti ferðamannatíminn á Íslandi og við ætlum að taka inn góðan gróða á þeim tíma. Traust til fyrirtækja og stofnanna hrundi eftir efnahagshrunið í okt 2008. Er þetta leið olífélaganna til að auka traustið? Traust mitt til olíufélagann hjá mér er í frostmarki. Hafi þeir skömm fyrir sínar starfsaðferðir.
mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Býst við að olíufélögin beri fyrir sig gengisþróun.

Bóbó (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 21:42

2 identicon

Löngu hættur að taka mark á þessu glæpagengi: Þegar heimsmarkaðsverð lækkar bera þeir við óhagstæðu gengi dollara en ef gengi dollara lækkar bera þeir við hækkandi heimsmarkaðsverði!

Högni VG (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband