Fyrststa skrefið er að horfa framan í óþveran.

Ef það á að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þá er það  fyrsta skrefið hjá stjórnmálamönnum að viðurkenna að á núverandi kerfi séu stórkostlegir gallar.  Mín upplifun er súa að meirihluti íslenskra stjórnmálamanna séu með þá skoðun að við séum  með eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heiminum og jafnvel þó viða væri leitað. Af hverju að breyta því kerfi sem er það besta í heiminum. Í þeim flokki sem ég hef tilheyrt í áratugi þ.e sjálfstæðisflokknum er kerfið metið það gott að ekki sé hin minnst ástæð til að ræða úrbætur á kerfinu. Á síðasta landsfundi var þessi verðmæta auðlind, sjávarauðlindin, ekki á dagskrá.  Nú nýverið hélt Háskóli Íslands málstofu í Öskju þar sem fiskveiðistjórnunarkerfið var á dagskrá. Ég fylltist bjartsýni. Mér fannst ég heyra frá HÍ, eftir efnahagshrunið nokkurskonar afsökunar beiðni til þjóðarinnar þ.e í hinu meinta góðæri að hafa í staðin fyrir að spyrja krítískra spurninga “dottið í það” með víkingunum og farið á fyllerí með þeim. Þessi málstofa í HÍ fékk fall einkunn hjá mér. Í staðin fyrir að reyna að varpa ljósi á styrkleika og veikleika kerfisins og spyrja krítískra spurninga. Nei, málið var frekar meðhöndlað eins og dómsmál þar sem spurningin var er kvótakerið “sekur” eða “saklaus”. Viti menn í lok málslofunar féll dómurinn . “Saklaus”.  Í mínu huga virðist HÍ vera ennþá á dúndrandi fylleríi og sumir doktorar þar á bæ þyrftu að fara í meðferð. HÍ brást gjörsamlega væntingum mínu. Með svona vinnubrögðum fer HÍ ekki í top 100, það er freka spurning hvort hann fellur um deild. Það má teljast með ólíkindum að eftir efnahagshrunið sem í hugum sennilega allra íslendinga stafaði af langmestu leiti af lélegri stjórn og stjórnunarháttum, skuli menn vilja taka stjórnunina á sjávarauðlindinni út fyrir svig og segja “ þarna stjórnuðum við á heimsmælikvarða” Þetta gengur ekki upp. Allur almenningur sér að stjórnun sjávarauðlindarinnar hefur verið afspyrnu illa stjórnað undanfarin ár. Við þurfum að skipta út þeim stjórnmálamönnum  sem haga sér eins og óþægir krakkar sem eru búnir að gera í buxurnar og neita sakargiftum þó ólyktin liggi í loftinu. Fyrst er að ræða saman  og fara í gegn um augljósa galla á kerfinu næsta skrefið er að spyrja hvar við getum gert betur. Staðreyndin er að við eigum útgerðamenn í fremstu röð, en við dröttumst líka með bölvaða lasarusa sem þarf að henda út úr greininni og gefa nýjum tækifæri. En fyrsta skrefið er að viðurkenna að kvótakerfið er stórkostlega gallað og þarfnast mikilla endurnýjunar.
mbl.is Pattstaða um fiskveiðistjórnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlind sem er sameign Norðmanna.

Það mætti leiða hugann að því ef olíu og gasauðlind væri að öllu leiti séreign. Rök séreignarmanna væri að þeir sem vinna í olíu og gasiðnaðinum greiða allir skatta og óbeinar tekjur væru verulegar. Eignarhlutir í Statoil skiptist þannig að Norska ríkið (olíusjóðurinn) á 67% norskir fjárfesta 9,5% síðan eiga aðrir fjárfestar vítt og breitt um jörðina restina. Þarna er blandað saman norsku almenning norskum business mönnum og sjóðum og businessmönnum vítt og breitt um heiminn. Það sem er athyglisverðast í þessu er hversu norskur almenningur hefur sterka eignaraðild að þessari auðlind. Í anda íslenskra stjórnunarhátta hefði verið vel hugsandi að einkavæða þessi verðmæti á svipaðan hátt og íslenski bankar voru einkavæddir. Sjávarauðlindin gæti auðveldlega verið með sama og eða svipað eignarform. Ég hef undanfarin ár reynt að komast inn í þá umræðu að gerð verði sú breyting á sjávarauðlindinn sem gæti verið svipuð og olíu og gasauðlindir eru hjá norðmönnum. Íslenskri sjávarauðlind hefur verið afspyrnulega illa stjórnað á síðustu áratugum. Samt er verið að reyna að sannfæra almenning að þetta fyrirkomulag sem við höfum sé svo gott að það þurfi ekki að ræða máli. Er skrítið að mannflutningajöfnuður, milli Íslands og Noregs sé okkur afskaplega óhagstæður.


mbl.is Norski olíusjóðurinn óx um 9,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inn í þetta ráð vildu stjórnmálamenn fara.

Til baka litið er það mælikvarði á hversu Íslenskir stjórnmálamenn voru orðnir afvegaleiddir þegar þeir sóttust eftir að fá sæti í Öryggisráði Sameinsuðuþjóðanna. Ákvörðun eins og þessi hlýtur að vera erfið fyrir þau lönd sem hana taka. Burt séð frá því hvort ákvörðunin er rétt eða röng. Stundum getur það verið einfaldlega góður kostur að þurfa ekki að taka afstöðu.

Í viðtali Sigrúnar Davíðsdóttur við  Darling fyrrum fjármálaráðherra Breta kom það skýrt fram það álit hans, að íslenskir stjórnmálamenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað var að gerast í þeirra eigin landi. Það hefur sýnt sig að þetta var rétt hjá Darling. Íslenskir ráðamenn voru komnir svo gjörsamlega út úr korti að það hálfa hefði verið nóg. Ég held að þessar staðreyndir séu ástæðan fyrir því að traust á íslenskum stjórnmálamönnum er í algjöru lágmarki.


mbl.is Öryggisráðið heimilar loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ræningjarnir ganga lausir.

Það er athyglisvert að skoða ársreikninga þessa sparisjóðs. Myndin er svo skýr sem mest getur verið. Með kvótann í höndunum kemst Þorsteinn Erlingsson til valda í Sp.kef. Það tók ekki langan tíma að tæma sparisjóðinn. Í lið 36. í árskýrslu kemur þetta nokkuð skýrt fram. Þar er liður sem heitir "Lán til stjórnar og félögum þeim tengd" árið 2006 voru þetta 39 millj kr, 2007 fór þessi tali í tæpa 2.000 milj.kr og 2008 í rúmar 3.000 m.kr. Þetta eru árin sem Þorsteinn Erlingsson tekur við sem formaður stjórnar. Höldum áfram að kíkja í ársskýrslur sp.kef. Næsti liður þar fyrir neðan sem heitir "Lán til dóttur og hlutdeildarfélaga og aðila þeim tengd." Árið 2006 eru þetta  393 m.kr 2007 eru þetta rúmar 2700 m.kr og 2008 tæpar 3.000 mkr. Um leið og þessi fjarmála kvóta snillingur tekur við er byrjað á að dæla þúsundum miljóna til vina og vandamann. Það átti að ná verðmætunum í orkuveitu suðurnesja og ýmsu fleiru. En það besta er að vopnið sem þessi maður fór með inn í sparisjóðinn þ.e kvótinn er enn í hans höndum. Að vísu þurfti Grandi að hýsa kvótann í smá tíma meðan snillingurinn var að taka til. Ef einstaklingurinn fór ógætilega í fjármálum er ekki hikað við að hirða af honum verðmætin íbúðina, bílinn eða hvað sem það heitir. En þessi ræningi sem var stjórnarformaður í sp.kef heldur öllu sínu. Svo þarf almenningur "bara" að borga 11,2 miljarða króna. Þetta er svipuð tala og ég bendi á hér fyrir ofan sem er í bókum félagsins, sem yfirstjórnin afgreiddi til vina og vandamanna og fór á dúndrandi hausinn með allt bixið. Þessi formaður stjórnar Sp.kef er glæsilegur fulltrúi og sýnishorn hvernig kvótakerfið og gallar þess virkuðu og virka í íslensku samfélagi
mbl.is Kostar 11,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar áhyggjur, skattgreiðendur borga.

Það var ekki nóg að eiga fiskinn í sjónum, þeir vildu orkuna á reykjanesi og Spkef líka. Með kvótann að vopni fóru þeir inn í sparisjóðinn, fjárglæpamenn af suðurnesjum. Þessir fjárglæpamenn halda sig nú hléleginn segja ekki orð. Þeir halda öllum sínum kvóta. Fjármálaráðherra gefur út yfirlýsingu um að menn þurfi ekkert að óttast. Skattgreiðendur þessa lands sjái um það. Er það skrítið að almenningi blöskri? Fjárglæmennirnir eru í vari. Það er ekki spurning hvort að það eigi að rannsaka sögu þessa sparisjóðs það ætti að vera búið að því.
mbl.is Innistæður í SpKef eru tryggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður ekki á hann logið.....

Það verður ekki á sérstakan logið að hann er sérstakur. Af hverju skildi sérstakur vera að biðja um gögn sem tengjast ekki rannsókninni? Ætli að hann hafi svona lítið að gera?Ætli hann vanti bara eitthvað að lesa? Jú, sérstakur er hann.
mbl.is Segist ekki lagst gegn afhendingu gagnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur Soros í leyni og fylgist með?

Árið 1992 gerði  Georg Soros árá á breska pundið og felldi það. Er talið að hann hafi grætt meira en einn milljarða bandaríkjadala á einni nóttu. Ég hef verið hugsi yfir því hvað gerist ef Icesave fer fyrir dóm og niðurstaða dómsins verði sú að íslensur almenningur skuli og eigi að greiða skuldir gamla LÍ. Sjá menn eins og Soros og honum líkir ekki leik á borði? Þ.e að hægt sé að taka ofsalega áhættu í peningamálum og ef illa fer þá verði skuldinni velt á almenning. Ég held að það sé óhætt að hafa af því áhyggjur hvort að lýðræðið og lýðræðisfyrirkomulagið sé að verða ónýtt. Kjörnir fulltrúar eru að missa valdið út úr höndunum í hendur braskara. Hvor er í dag, valda meiri í lýðræðisríkinu kjörni fulltrúinn (alþingismaðurinn) eða bankastjórinn og bankarnir almennt? Kannski er einhverskonar bylting ekki svo fráleit til að færa vald til fólks, frá þeim sem eru búnir að ræna því .
mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki svolítið vel í lagt?

Í þessari frétt segir að 375.000 tonn hafi lekið í sjóinn. Samkvæmt fyrri fréttum voru 800 tonn af olíu í skipinu. Er það ekki svolítið vel í lagt hjá mbl að af þessum 800 tonnum hafi 375.000 tonn farið í hafið?
mbl.is Straumurinn liggur í norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herjir eru gungur og druslur?

Þau urðu fleyg orð núverandi fjármálaráðherra þegar hann kallað Davíð Oddsson gungu og druslu af því hann vildi ekki hafa við sig orðastað í þinginu. Nú neitar sami Steingrímur að eiga orðastað við þjóðina og hlust á vilja þjóðarinnar í skítamáli allra alda, Icesave. Eg hef í gegn um tíðina verið hrifinn af Steingrími sem stjórnmálamanni. En síðustu vikur og mánuði hefur þessi ágæti stjórnmálamaður þ.e Steingrímur J. Sigfússon fallið í ruslflokk. Er það ekki heitið á flokknum sem matsfyrirtækin meta þjóðir í þegar þær eru við það að verða ógjaldfærar? Það er kaldhæðni örlaganna að nú þegar Icesave fánanum er flaggað í hálfa stöng skuli Landsbanki Íslands vera í fundarherferð um landið til að bæta ímynd sína. Í mínum huga verður Landsbani Íslands aldrei annað en tákn fyrir gungur, druslur og fjárglæpamenn.


mbl.is Icesave-samningur samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið nýtt viðmið, málið er dautt.

Gæti dómsniðurstöður verið á þennan hátt.

Allir ákærðu er saklausir með öllu.

Dómsorð.

Össur og miklu fleiri hafa ógnað alþingi íslendinga. Því ætti þá að vera að amast við einhverjum 9 mótmælendum sem höfðu jú  ærna ástæðu til verknaðarins. Allur kostnaður allra lögmanna  og annar kostnaður sem til hefur fallið í þessu máli, samtals að upphæð 100 mkr skal greiddur af íslenskum almenningi.


mbl.is Heyrt meiri hávaða úr ræðustól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband