Kúkarnir sem fljóta upp.

Fréttir bárust af því að lítill bátur frá Hornafirði hefði fengið afskrifaða 2,7 miljarð. Bankinn segist ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann sé bundinn þagnarskildu. Eigendur vilja ekki tjá sig um málið. Bátur frá Grundarfirði breytti nafninu í SC og breytti um kennitölu, skoluð 6-8 miljörðum fyrir borð og rær á glæ nýrri kennitölu en með gamla kvótann. Við fréttamann getur bankinn ekkert sagt þar sem hann er bundinn þagnarskildu. Ósk frá Keflavík endurnýjaði ekkert nema kennitöluna, skolaði 3-5 miljörðum fyrir borð og rær eins og ekkert hafi í skorist. Bankinn tjáir sig ekki um málið þar sem hann er bundinn þagnarskildi. Eigendur vilja ekkert um málið segja. Í fréttum í kvöld er greint frá 20 miljarða afskrif Brims, eigandinn heldur feitum bitum og heldur áfram í sjávarútvegi. Bankinn segir þetta rangt en má ekkert segja þar sem hann er bundinn þagnarskildu. Ekki náðist í Guðmund Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar. Hér eru lítil fréttabrot úr fréttum síðustu mánaða. Það má segja að þetta séu kúkarnir sem fljóta upp í lauginni. Hvað með hina sem fljóa ekki upp. Bankinn sem er ný búinn að gera tugþúsunda manna eignalaus og eða eignalítið biður um traust. Er þetta leiðin til að vinna traust. Mig minnir að ég hafi heyrt einhvern minnast á opið þjóðfélag, þar sem fólkið sem á landið, fólkið sem á auðlindirnar yrði upplýst.
mbl.is „Alvarlegar athugasemdir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góður pistill Egill þetta er einstakt að þetta skuli viðgangast og ekkert gert í að gera veðin upptæk. Hvað er gert við íbúðir fólksins sem ekki getur staðið í skilum? Eru þau ekki gerð upptæk áður en til afskrifta kemur. Ríkið á að sjálfsögðu að taka til sín kvótana sem eru að veði hjá þessum mönnum.

Því er haldið fram að búið sé að hagræða svo miklu að þetta sé "orðið" besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi. Skuldsetningin svo mikil að það er ekki fræðilegur möguleiki að borga allar þessar skuldir til baka. En samt halda menn sem dregið hafa sér fé út úr greininni kvótunum á meðan öðrum er ekki hleypt að miðunum.

Það verður að afnema þessa kvóta vitleysu og lögleiða hérna fiskveiðistjórn sem gengur út á að hámarka aflann en ekki að arðræna bankana. 

Ólafur Örn Jónsson, 2.7.2011 kl. 00:28

2 identicon

Ógeðsleg lesning !

Og allt í boði þeirra sem gagnrýndu hrunflokkana mest !... Bíddu Samfylkingin var nottla annar af hrunflokkunum ...

ÞAR ER MEINIÐ !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 00:58

3 identicon

eru ekki fimm hagfræðingar nýbúnir að komast að þeirri niðurstöðu að þessir aðilar sem nú fá afskrifað séu þeir hæfustu til að gera út til fiskveiða hér á landi ?

þagnarskyldan, er hún ekki bara til að fela glæpi bankanna,ég get ómöglega séð að þagnarskylda skemmi viðskiptahagsmuni þeirra sem svona afskriftir fá,gjörningurinn skekkir afturámóti viðskiptaumhverfi þessara fyrirtækja gagnvart öðrum,en það er bara allt annað mál.

arni (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband