Villimennskan tekur völdin.

Það var viðbúið að villimennskan tæki völdin við Austurvöll, ég óttaðist þetta og mætti því ekki. Enn á ný sýnir lögreglan sterkan karakter á örlagaríkum stundum. Krabbameinið í þjóðfélugunum er að verða óhugnanlet. En ef menn halda að völdin liggi hjá þessu fólki sem nú situr í alþingishúsinu þá er það misskilningur völdin liggja hjá bönkunum þremur. 
mbl.is Eggjum kastað í þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannast ég ekki við þessi nöfn?

Mér finnst eins og ég hafi heyrt þessi nöfn áður, Pálmi Haraldsson og Skarphéðinn Berg. Sennilega eru þessir menn tákn trausts og áraæðanleika í íslensku samfélagi og viðskiptalífi. Engir eru fremri  en þessir menn þegar byggja þarf upp traust og áreiðanleika innan Express.  
mbl.is Skarphéðinn ráðinn tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælikarði á getu- og stjórnleysi stjórnmálamanna.

Afleiðingin af efnahagshruninu 2008 varð stórkostlegur eignabruni almennings. Æfiafrakstur þúsunda manna og kvenna varð af engu. Þeir sem báru ábyrgð á þessu númer eitt tvö og þrjú  voru bankarnir. Bankarnir voru reistir úr rústum með sjóðum almenning. Nú er það að gerast í okkar þjóðfélagi að á sama tíma og almenningur , fjölskyldurnar í landinu er að berjast fyrir fjárhagslegu sjálfstæði eru bankarnir að sýna stórkostlega eignamyndun. Fjölskyldurnar í landinu eru  ekki að byggja upp fjárhagslega eignastöðu. Nei, frekar að berjast við að framfleyta fjölskyldunni dag frá degi. Það eru stjórnmálamenn sem eiga að setja umgjörð um líf okkar og starf. Það sama gildir um bankana. Stjórnmálamenn eiga að setja starfsreglur um starfsumhverfi bankanna á sama hátt. Þessi frétt er í mínum hug útskrif og einkunargjöf til handa stjórnmálamönnum og mælihvarði á það hversu gjörsamlega vanhæfir og getulausir þeir eru við að ráða við verkefni sitt. Ég er búinn að fá mikið meira en nóg. 


mbl.is Eignir jukust um 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðiseitur.

Til baka litið þá voru það þingmenn og þingflokkarnir sem voru búnir að koma sér upp ákveðnu kerfi þ.e formannaveldi. Þannig voru völd formanna allgjör. Ef þingmaður hafði þær væntingar að setjast í ráðherrastól var leiðin sú að anda ekki á formanninn. Þetta virkaði eins og lýðræðiseitur. Aðhald á formann var ekkert. Þetta er skýrast þegar horft er til baka og "karlinn í brúnni" var að sigla fram af hengifluginu. Enginn hafði kjark til að segja "við þurfum að leiðrétta kúrsinn".  Þetta gamla kerfi virkaði eins og lýðræðiseitur sem drap lýðræðið. Þær umræður sem nú fara fram á alþingi minna mig á senuna þegar hljómsveitin lék á dekki meðan Títanik var að sökkva. Þingmenn eru í hlutverki hljómsveitarinnar meðan fólkinu í landinu er að blæða út. Bankarnir taka og hafa völdin og vilja halda þeim. Nú er það spurningin hvernig við getum afeitrað lýðræðið og sett völdin í hendurnar á þeim sem landið og auðæfi þess eiga.
mbl.is Gagnrýndi frumvarp Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggja völdin, hjá alþingi?

Ég hef lítilga fylgst með umræðunum í þinginu nú síðustu daga. Ég verð að viðurkenna að það sem maður hefur séð þar og heyrt er ekki til að auka manni bjartsýni á framtíðina. Mér finnst sú staðreynd blasa æ betur og betur við mér, að hin raunveruleg völd liggja ekki hjá alþingi. Eftir hrunið eru það bankarnir sem eru örlagavaldar tugþúsunda manna. Í mínu lífi er ekki spurningin hvað alþingi ætlar að gera. Spurningin hvað ætla bankinn að gera. Þegar spurt er hvernig gengur að byggja upp nýtt Ísland, er það rétt að það virðist í óra fjarlægð. Í mínum huga er myndin svona. Bankarnir hrundu með þektum afleiðingu, almenningur reisti bankana við, en nú þrælast bankarnir á þeim sama almenningi reist þá við á meðan alþingi talar við háttvirtan og hæstvirtan.
mbl.is Nýja-Ísland ekki á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða maður er þetta?

Hvaða maður var það sem skildi við sjávarútveginn með þeim hætti að almenningur var kominn á suðumark og kallaði á réttlæti? Hvaða maður  horfði á miljarða renna út úr sjávarútvegi án þess að lyfta litlaputta? Hvaða maður skattlagði sölu á kvóta um 10% burtséð frá því hvort peningarnir fóru til Tortola eða aftur inn í sjávarútveginn. Er þetta ekki maðurinn sem segir að við skulu reka sjávarútveginn nákvæmlega eins og við gerðum og telur ekki minnstu þörf á umræðum í eigin flokki um sjávarútvegsmál. Mér ofbíður. Það má vel taka undir það að núverandi sjávarútvegsráðherra ráð illa við starf sitt. En það breytir engu með það sá er fyrir var gerði sig sekan um afglöp í starfi. 
mbl.is Ráðherrar hugi að pólitískri stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona virkar bankaveldið Ísland.

Ef ferill fiskveiða er greindur er ferlið eftirfarandi. Fiskurinn í sjónum eru úthlutað af stjórnmálamönnum til einstaklinga án endurgjalds. Ríkið fulltrúi eiganda gefur út þær heimildir til handa kvótaeigendum að þeir megi veðsetja fiskinn eins og þeir vilja. Kvótaeigandinn veðsetur fiskinn í sjónum upp í rjáfur. Þeir  kaupa verslanir á íslandi og í útlöndum og fleira og fleira. Allir þekkja þessa sögu. Síðan kemur árið 2008 og allt fer til fjandans. Kvótaeigendur sem hafa veðsett bankanum kvótanum eru meira og minna gjaldþrota. Skuldir eru langtum hærri en eignir m.ö.o gjaldþrota. Fer þá kvótinn til þeirra sem hann eiga þ.e til ríkisins? Nei, hann fer í bankann. Bankinn ræður í einu og öllu hvað verður um kvótann. Eigendur kvótans þ.e fólkið í landinu eru aðeins aumir áhorfendur. Nú segir bankinn að ef kvótinn fari úr þeirra umsjá sé það hið versta mál. Sami banki (að vísu ný kennitala) og gerði fólk í þúsundavís eignalaus. Ég held að það skipti engu máli hversu rétt eða rangt fólk  kís, það eina sem skiptir  máli er hvað bankinn ætlar að gera. Svona virkar bankaveldið ísland. Rísið nú upp vesælir stjórnmálamenn og takið völdin í ykkar hendur. Breytið þjóðskipulaginu úr bankaveldi í LÝÐVELDI. 
mbl.is Breytingarnar rýra lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea undir í hálfleik. Nýjan þjálfara ekki spurning.

Eflaust er farinn í gang vinna hjá Abromovich að finna nýjan þjálfar. Þetta gengur ekki. Það er ekki spurning að hann hringir í Gardiola hjá Börsungum nú í hálfleik og bíður honum þjálfarastöðuna. Peningar skipta engu máli hans fólk í austur rússlandi borgar þann launakostnað eins og annan hjá Chelsea
mbl.is Malouda tryggði Chelsea sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af öllum í veröldinni ?

Nú vilja Spænskir sparkarar fara í verkfall. Þeir vilja tryggja að þeir fái umsömd laun. Hverjir borga þessum mönnum laun? Gæti það verið að það væri hinn almenni Spánverji? Á Spáni eru meðallaun u.m.þ.b 300.000 kr pr mánuð. Rögnvaldur regin sparkari hefur 175.000.000 kr á mánuði. Spænskir sparkarar eru með ofurlaun. En nú segja þeir hingað og ekki lengra, við viljum standa vörð um okkar laun. Verðmætaskekkjan í hinum vestræna heimi er að verða algjör. Spánn á við stórkostlega efnahagsörðuleika að etja. Í Bretlandi er suðan komin upp og skálmöld ríkir. Misskipting auðs er að verða svo stórkostleg að þetta endar bara á einn veg þ.e með styrjöd. Það segir sig sjálft að ef fram heldur sem horfi mun hinn vestræni heimur loga í ófriði nú á næstu misserum. Blinda og vanmáttur  stjórnmálamanna við að horfast í augun við vandan er allgjör. Þeir mæna á seðlabanka Evrópu og eða fjármálastofnanir til að leysa vandann. Fjármálastofnanir sem eru jú helstu brennuvargar síðustu ára og einn helsti orsakavaldur misskiptingu auðs. Mér ofbíður, ég vona að það séu margir Spánverja sammála mér. Ég ann fótbolta og hef mikla ánægju af honum. En nú þarf að sýna Sænskum spörkurum spjaldið.
mbl.is Spænskir knattspyrnumenn hóta verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Evrópa eftir að loga í ófriði næstu árin?

Hvað er að gerast í hinum vestræna heimi? Kannski er Ísland eins og sýnishorn um það  hvað gerst hefur síðustu ár í hinum vestræna heimi. Tiltölulega lítil hópur svo kallaðra fjármálasérfræðinga hefur rakað til sín svo miklum auð með fjármálasnilli sinni að fjármálakerfið er að brenna yfir. En nú er komið að skuldadögunum. Þá á að senda reikninginn inn um bréfalúguna hjá ungu fólki sem er að kom út á atvinnumarkaðinn. Einnig eiga að borga þennan reikning venjulegt fólk sem lifað hefur á því að vinna inn tekjur samkvæmt umsömdum launatöxtum og reynt að ná endum saman af launatekjum sínu. Valdið hefur flust frá fólkinu yfir í bankana. Leiðréttin á þessu óréttlæti í hinum vestræna heimi verður ekki leiðréttur með samningum. Allar líkur eru á að stríð brjótist út í hinum vestræna fyrr en okkur grunar. Myndirnar með þessari frétt eru ákvenin vísbending um það sem koma skal. Það er ekki hægt að berja þetta niður með kylfum lögreglunar. Lögreglan sér það að þeir eru í sömu sporum og mótmælendur og eru að verja útbrunnið vestrænt lýðræðiskerfi.  


mbl.is Átök í miðborg Madrídar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband