1.5.2015 | 05:56
Hver er skýringin?
Gæti þetta verið svar almennings við þeirri geðveiki að ætla að færa tugmiljarða til þeirra sem best standa í þjóðfélaginu? Sú aðferð ríkistjórnarinnar að ætla að gefa makrílkvótann dugir mér til að kjósa pírata,
Píratar á hraðri siglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2015 | 14:22
Þrælar sérhagsmunanna.
Sú aðferð í hinum vestræna heimi að selja verðmæti í gegnum markað er alkunn. Þannig eru verðmæti eins og hlutabréf, ál,nickel, tin, zink, stál og fleiri og fleiri verðmæti seld um markað. Reglurnar sem eru settar um þessi verðmæti eru mjög strangar, til að gæta réttlætis milli kaupanda og seljanda. Ef seljandi eða kaupandi reynir að hafa óeðlileg áhrif á verðmyndun er tekið mjög strangt á því. Ágætt dæmi þar um eru Kaupþingsmenn sem nú sitja í fangelsi vegna tilraunar sinna til að hafa áhrif á verðmæti bankans sem þeir voru í forsvari fyrir. En nú vill svo til að í Íslenskum sjávarútvegi er besta aðferðin að gefa verðmætin og síðan þegar búið er að gefa verðmætin þá byrja viðskiptin. Þá byrja viðskiptin á markaði þar sem engar reglur eru. Þessa aðferð eru síðan íslenskir stjórnmálamenn að reyna að telja okkur trú um að sé sú besta í heiminum. Það er með ólíkindum að íslenskir stjórnmálamenn skuli vera orðnir slíkir þrælar sérhagsmunanna að þeir þora ekki að eiga samtal við þjóð sína um þessi mál. Veit einhver til þess að Framsóknarflokkurinn og eða Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðað til almennra umræðu um úthlutun makrílkvótans? Nei, þessu skal troðið ofaní kok á þjóðinni. Sárast er að sjá þessa nýju þingmenn alveg sama hvar þeir eru í flokki beygja sig ofaní duftið fyrir sérhagsmunaöflunum. Hér verður þjóðin að grípa inní og stoppa þessa klikkun.
Gefi í óréttlæti kvótakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2015 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2015 | 17:59
LSH og sjávarútvegur .
Í síðustu ferð minni á bókasafn sá ég bókina Frjáls verslun 300 stærstu. Það er áhugavert að bera saman rekstur og eignastöðu LHS og nokkurra stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Tölur frá sjávarútveginum eru frá 2013 en frá Landspítala 2014.( í milj. kr)
Hagnaður Eigið fé.
Samherji 25.510 64.757
HB Grandi 7.110 32.252
Síldarv. 6.929 23.115
Ísfélagið 3.701 13.354
Vinnslustöðin 2.721 9.648
Skinney-Þingan. 4.493 9.841
Eskja 1.955 3.722
Samt 52.419 156.689
Tekjur LHS á árinu 2014 voru 53.188 og tapið 749. Þannig var hagnaður þessara sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2013 svipaður og heildartekjur LHS á árinu 2014.
En berum saman stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og LHS.
Tekjur Gjöld Hagnaður Eigið fé.
Samherji (2013) 89.342 63.832 25.510 64.757
LHS (2014) 53.188 53.937 -749 -2.778
LHS þjóðarsjúkrahúsið er rétt rúmur hálfur Samherji.
Ég held að okkur sé það holt að velta fyrir okkur rekstrarumhverfið annarsvegar LSH og hinsvegar sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þá tekur fyrst steinin úr þegar stjórnvöld ætla að færa miljarða inn á þessi sjávarútvegsfyrirtæki í formi úthlutunar á kolmunakvóta. Það er skilda þjóðarinnar að stoppa slíka geðveiki. Ef einhverjir í þjóðfélaginu er í stakk búnir til að rétta þjóðarsjúkrahúsið við eru það þessi sjávarútvegsfyrirtæki. Það er skylda okkar sem búum þetta land að forða því stórslysi sem fyrirhuguð er með úthlutun kolmunakvótans.
Tekjuhalli lækkar um helming milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2015 | 14:23
Hvernig geta jafn margir verið jafn vitlausir.
Upp kemur í hugann hvernig jafn margir menn geta verið jafn vitlausir að ætla að gefa kolmunakvótann til fárra. Við þekkjum ferlið. Þeir sem fá þessi ofsa verðmæti fara í bankann og segja við bankamennina. "Sjáðu öll þessi verðmæti sem ég á, nú vil ég lán til að fjárfesta" Síðan lánar bankinn út á kolmunaverðmætin. Í hverju er gott að fjárfest? Verðtryggðum bréfum að sjálfsögðu. Verðbólgan er að fara á stað. Allir helstu sérfræðingar spá því. Hvað er þá betra en að eiga verðtryggð bréf. Við íslendingar þekkjum þetta. Hvað var mikið lánað fyrir hrun út á óveiddan fisk? Lán til að kaupa hlutabréf í bönkum, tryggingafélögum og name it. Og nú á að byrja aftur. Af hverju er í það minnsta ekki helmingur af kolmunakvótanum seldur á markaði? Markaði sem væri opinn á hinu evrópska efnahagssvæðinu. Íslendingar verða að stoppa þessa geðveiki með öllum ráðum. Er ekki hægt að setja þá lágmarks kröfu að við lærum eitthvað pínulítið af hruninu. Nú þurfum við að bretta upp ermar, hér er annað "Icesave" rugl í uppsiglingu. Nú verðum við að standa vörð um íslenskar auðlindir við þurfum á þeim að halda til að leiðrétta launin í landinu.
Þörf á ljótum aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2015 | 16:22
Bréf til EU.
Á sínum tíma skrifaði Þórbergur Þórðarson þá ágætu bók Bréf til Láru. Sú bók var sem blogg síns tíma um íslenska pólitík. Nú hefur tæknin breyst nú getum við bloggað um umræður á á alþingi á meðan hún stendur yfir. Síðasta klukkutíma hefur sá er þetta ritar verið að fylgjast með umræðum á alþingi. Ég verð að játa að ég bjóst við sterkum leik stjórnarinnar eftir atburði helgarinnar. Allir sjá hver sá leikur er. Hann er sá að nú með það sama skulum við undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumálin og fá þjóðina til að skera úr um hver vilji hennar er í þessu mikla ágreinisefni. En var það raunin. Nei, sama helvítis kjaftæði og við þekkjum svo ágætlega frá alþingi íslendinga síðustu misserin.
Töldu tillöguna heldur ekki bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2015 | 20:34
Óveður í aðsigi?
Síðustu daga og vikur hefur hvert óveðrið gengið Ísland. Þessi veður hefur engin ráðið við nema sá er öllu ræður. Nú segist mér svo hugur að álíka óveður gangi yfir á hinum pólitíska vettvangi. Svört ský hrannast upp á vinnumarkaðnum. Verkföll eru fyrirsjáanleg. Á sama tíma virðist ríkisstjórnin hlaða í pólitískt stórviðri. Mesta hættan af þessu pólitíska óveðri er að afleiðingarnar verði óbætanlegar. Það er með ólíkindum að Bjarni Ben. láti hafa sig út þennan leikþátt hjá framsókn vitandi af því að bakland hans í þessu máli er veikt. Ein afleiðingin af þessu óveðri sem nú er í aðsigi er að sjálfstæðisflokkurinn klofni endanlega í tvær fylkingar. Þannig fjölgi smáflokkum enn frekar, með tilheyrandi afleiðingu. Mer er uggur í brjósti yfir þessu (pólitíska)óviðri sem nú mun ganga yfir land og þjóð.
Ísland ekki lengur umsóknarríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2015 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2015 | 06:53
Ekki sambærilegt.
Við erum með helmingi hærri laun en norðmenn og er því ekki saman að jafna. Gáfu samtök atvinnulífsins ekki út tilskipun hér fyrir nokkrum misserum þar sem sagði að við ættum ekki að bera okkur saman við norðurlöndin? Við stæðum þeim svo mikið framar og þyrftum að fá önnur viðmið.
Nær helmingi ódýrari í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2015 | 13:41
Verður byggð moska?
Ef íslenskir múslímar geta ekki sýnt fram á að þeir geti byggt sér bænahús með íslensku sjálfsaflafé á ekki að byggja neina mosku. Það er ágætur íslenskur málsháttur sem nær vel yfir þetta, sem er "að sníða sér stakk eftir vextir". Ef stjórnmálamenn ætla að leifa fjárstreymi til landsins til að nokkrir múslímar á ísland geti beðið bænir sínar, skal það vera ævarandi minnisvarði um vanmátt og getuleysi þeirra. Því miður er ekki úr háum söðli að detta þar.
Svona verður moskan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2015 | 17:43
Af hverju vilja Sádar leggja fé í mosku?
Stundum erum við íslendingar svo skilningsríkir að við skiljum allan andskotann. Alveg sama hvort einhver hottintotti reyni að koma ólöglega inn í landið eða einhver samtök taki við ómældum peningum til að byggja mosku. Þjóðlífið snýst um vort nokkuð misamt hafi verið sagt um hottintottann. Helst þurfa allir sem að máli hans komu að segja starfi sínu lausu með virðingu fyrir innflytjandanum. Það tekur steininn úr þegar skilningurinn er algjör á því að hingað geti streymt peningar inn í landið til að byggja hús yfir lítinn hóp manna sem ætlar að biðja bænir sínar. Reglan ætti að vera einföld. Ef einhver hópur manna vill byggja yfir sig hús til að biðja bænir sínar þá sjái þeir sjálfir um að byggja húsið. Lítill hópur byggir lítið hús en stór trúarhópur byggir stórt hús. Það þýðir ekki að reyna að segja mér það að þeir útlendingar sem ætla að dæla peningum í íslenskt bænahús vilji ekki fá eitthvað í staðin. Það er óhugnanlegt magn í umferð af skítugum peningum í heiminum. Þessir peningar reyna að komast í vinnu. Það gengur ekki að við bara skiljum þetta. Við verðum að stoppa þetta.
Sádi Arabar styrkja byggingu mosku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2015 | 14:28
Hverjir skapa bönkunum rekstrarumhverfi sitt?
Alþing, löggjafarsamkoman hefur í sínum höndum rekstrarumhverfi minnar fjölskyldu. Ég félli örugglega á því prófi að nefna hvað þeir allir heita skattarnir sem fjölskylda mín þarf að borga, þó gæti ég nefnt æði marga skatta með nafni.Hér er kannski ágætt að nefna einn. Fasteignaskatt. Jafnvel þó að eignin sé veðsett upp í topp, eignahlutfallið sé öfugt eins og dæmi erum um og ekki það fá, þá þarf að borga eignaskatt. Sem sagt skuldirnar eru skattlagðar. Nær væri að kalla þennan skatt skuldaskatt. Allir þessir skattar eru ákvarðaðir samkvæmt lögum frá alþingi. Þegar kemur að bönkunum þá er eins og það gildi einhver önnur lögmál. Ég hef það á tilfinningunni að bankarnir segi alþingi hvernig þetta eigi að vera. Alþingi virðis vera varnarlaust gagnvart bönkunum. Þeir vað á skítum skónum yfir allt og alla með sínar nýju kennitölur, og tilkynna miljarða gróða hægri vinstri. Þingmenn í stjórn sem fara í ræðupúlt alþingis og kvarta þar eru einungis að skrifa með áherslupenna yfir eigin aumingjaskap. Það er ekki annað hægt en að taka undir með Helga Hjörvar.
Pínleg gagnrýni á banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)