Þrælar sérhagsmunanna.

Sú aðferð í hinum vestræna heimi að selja verðmæti í gegnum markað er alkunn. Þannig eru verðmæti eins og hlutabréf, ál,nickel, tin, zink, stál og fleiri og fleiri verðmæti seld um markað. Reglurnar sem eru settar um þessi verðmæti eru mjög strangar, til að gæta réttlætis milli kaupanda og seljanda. Ef seljandi eða kaupandi reynir að hafa óeðlileg áhrif á verðmyndun er tekið mjög strangt á því. Ágætt dæmi þar um eru Kaupþingsmenn sem nú sitja í fangelsi vegna tilraunar sinna til að hafa áhrif á verðmæti bankans sem þeir voru í forsvari fyrir. En nú vill svo til að í Íslenskum sjávarútvegi er besta aðferðin að gefa verðmætin og síðan þegar búið er að gefa verðmætin þá byrja viðskiptin. Þá byrja viðskiptin á markaði þar sem engar reglur eru. Þessa aðferð eru síðan íslenskir stjórnmálamenn að reyna að telja okkur trú um að sé sú besta í heiminum. Það er með ólíkindum að íslenskir stjórnmálamenn skuli vera orðnir slíkir þrælar sérhagsmunanna að þeir þora ekki að eiga samtal við þjóð sína um þessi mál. Veit einhver til þess að Framsóknarflokkurinn og eða Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðað til almennra umræðu um úthlutun makrílkvótans? Nei, þessu skal troðið ofaní kok á þjóðinni. Sárast er að sjá þessa nýju þingmenn alveg sama hvar þeir eru í flokki beygja sig ofaní duftið fyrir sérhagsmunaöflunum. Hér verður þjóðin að grípa inní og stoppa þessa klikkun.


mbl.is Gefi í óréttlæti kvótakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband