Hvernig geta jafn margir verið jafn vitlausir.

Upp kemur í hugann hvernig jafn margir menn geta verið jafn vitlausir að ætla að gefa kolmunakvótann til fárra. Við þekkjum ferlið. Þeir sem fá þessi ofsa verðmæti fara í bankann og segja við bankamennina. "Sjáðu öll þessi verðmæti sem ég á, nú vil ég lán til að fjárfesta" Síðan lánar bankinn út á kolmunaverðmætin. Í hverju er gott að fjárfest? Verðtryggðum bréfum að sjálfsögðu. Verðbólgan er að fara á stað. Allir helstu sérfræðingar spá því. Hvað er þá betra en að eiga verðtryggð bréf. Við íslendingar þekkjum þetta. Hvað var mikið lánað fyrir hrun út á óveiddan fisk? Lán til að kaupa hlutabréf í bönkum, tryggingafélögum og name it. Og nú á að byrja aftur. Af hverju er í það minnsta ekki helmingur af kolmunakvótanum seldur á markaði?  Markaði sem væri opinn á hinu evrópska efnahagssvæðinu. Íslendingar verða að stoppa þessa geðveiki með öllum ráðum. Er ekki hægt að setja þá lágmarks kröfu að við lærum eitthvað pínulítið af hruninu. Nú þurfum við að bretta upp ermar, hér er annað "Icesave" rugl í uppsiglingu. Nú verðum við að standa vörð um íslenskar auðlindir við þurfum á þeim að halda til að leiðrétta launin í landinu.


mbl.is Þörf á ljótum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband