Bréf til EU.

Á sínum tíma skrifaði Þórbergur Þórðarson þá ágætu bók Bréf til Láru. Sú  bók var sem blogg síns tíma um íslenska pólitík. Nú hefur tæknin breyst nú getum við bloggað um umræður á á alþingi á meðan hún  stendur yfir. Síðasta klukkutíma hefur sá er þetta ritar verið að fylgjast með umræðum á alþingi. Ég verð að játa að ég bjóst við sterkum leik stjórnarinnar eftir atburði helgarinnar. Allir sjá hver sá leikur er. Hann er sá að nú með það sama skulum við undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumálin og fá þjóðina til að skera úr um hver vilji hennar er í þessu mikla ágreinisefni. En var það raunin. Nei, sama helvítis kjaftæði og við þekkjum svo ágætlega frá alþingi íslendinga síðustu misserin.


mbl.is Töldu tillöguna heldur ekki bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumálin " og hvað þýðir það?

Viltu ganga í ESB  já eða Nei

án þess að þurfa að hlusta á einhverja lygafroðu um samninga/kíkja í pakkan/varanlega undanþágur

 sem jafnvel Össur þorir ekki að taka umræðu um þegar kemur að sjávarútvegskaflanum

Grímur (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 16:44

2 identicon

 Um hvað greiddu Norðmenn atkvæði. Þeir hafa tvisvar fellt aðild. Er þetta eitthvað flókið. Þetta er eins einfalt og mest getur verið. Hefur þetta mál verið að kljúfa Norsku þjóðina í herðar niður.  Nei, þeirra orka hefur farið í annað og uppbyggilegri hluti en þetta kjaftæði sem við erum að upplifa. Á meðan þetta kjaftæði er í gagi er ekki fengist við brýn mál sem þarf að sinna. Þetta er sennilega skýringin á því af hverju við erum með tærnar þar sem norðmenn hafa hælana.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 16:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aðildarsamningurinn hefur legið fyrir á íslensku í meira en tvö ár:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/Lissabon-sattmali-2.-utgafa-juni-2012.pdf

Ekkert hefur verið því til fyrirstöðu allan þann tíma að kjósa um hann.

Þetta fólk sem er núna að mótmæla ætti því að mótmæla Samfylkingunni og Vinstri-Grænum fyrir að hafa ekki haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um leið og hann lá fyrir á íslensku, í þeirra stjórnartíð.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2015 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband