Óveður í aðsigi?

Síðustu daga og vikur hefur hvert óveðrið gengið Ísland. Þessi veður hefur engin ráðið við nema sá er öllu ræður. Nú segist mér svo hugur að álíka óveður gangi yfir á hinum pólitíska vettvangi. Svört ský hrannast upp á vinnumarkaðnum. Verkföll eru fyrirsjáanleg. Á sama tíma virðist ríkisstjórnin hlaða í pólitískt stórviðri. Mesta hættan af þessu pólitíska óveðri er að afleiðingarnar verði óbætanlegar. Það er með ólíkindum að Bjarni Ben. láti hafa sig út þennan leikþátt hjá framsókn vitandi af því að bakland hans í þessu máli er veikt. Ein afleiðingin af þessu óveðri sem nú er í aðsigi er að sjálfstæðisflokkurinn klofni endanlega í tvær fylkingar. Þannig fjölgi smáflokkum enn frekar, með tilheyrandi afleiðingu. Mer er uggur í brjósti yfir þessu (pólitíska)óviðri sem nú mun ganga yfir land og þjóð.   


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvaða óbætanlegar afleiðingar hefur þetta Egil?  Og er ekki bara allt í lagi að Sjálfstæðisflokkurinn klofni, þá kemur í ljós raunveruleg staða um það hverjir eru ESB sinnar og hverjir ekki.  Rétt eins og hlutföllin í Samfylkingunni mættu alveg líta dagsins ljós líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband