15.8.2010 | 13:00
Enn er konur langt fyrir framan karlana.
Sandra: Jöfn lið inni á vellinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2010 | 14:56
Hann er víst hallærislegur.
Ekki bjóst ég við öðru en að Jón Gnarr færi aðrar leiðir með farartæki en fyrirrennarar hans. Nei, hann dettur í nákvæmlega sama farið með bíl og bílstjóra. Ég bjóst við að þessi nýi borgarstjóri ferðaðist til og frá vinnu á reiðhjóli, stigið af honum sjálfum. Mér finnst Jón Gnarr bæði vera gamaldags og hallærislegur við hlið einkabílstjóranna burt séð frá því hvað eldsneyti bíllinn brennir.
Ekki hallærislegur á vistvænum bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2010 | 19:13
Nú þarf ÍBV að vera á tánum.
Menn tala um Landeyjarhöfn sem samgöngu byltingu. Ekki ætla ég að draga það í efa. Síðast samgöngu bylting hér á Íslandi voru Hvalfjarðargöngin. Göngin höfðu stórkostleg áhrif flest jákvæð en þó ekki öll. Í mínum huga er slæmt gengi Skagamanna síðustu ára í fótbolta ,Hvalfjarðargöngum að kenna. Á einum degi varð Akranes nánast úthverfi frá Reykjavíkursvæðinu. Knattspyrnuyfirvöld sváfu á verðinum og Skagamenn eru í basli í fyrstudeild annað árið í röð. Nú þarf ÍBV að leggjast undir feld og koma í veg fyrir að þessi samgöngubylting hafi ekki áhrif til hins verra á ÍBV. Það er ánægjulegt að sjá Vestamannaeyinga á toppnum í efstu deild.
Herjólfur kominn til hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2010 | 20:33
Miklir stríðsmenn eruð þið stórútgerðamenn.
Er það virkilega svo að stórútgerðamenn vilji og ætla að reka sjávarútveg í stríði við þjóð sína. Hvergi nokkur staðar virðist vera farvegur eða vettvangur til að ræða mélefni sjávarútvegsins. Eina umræðan virðist vera um fyrningaleiðina og búið. Ég er þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin sé galin og fráleitt að nota hana við núverandi aðstæður. Ég er líka þeirrar skoðunar að kvótakerfið núverandi sé stórkostlega gallað og þurfi miklar endurbætur. Ég lít sömu augum á eignahlut í fyrirtæki (hlutabréf) og eignahlut á kvóta. Bæði kvóti og hlutabréf eru seld manna á milli og er það vel. Með viðskipti með hlutabréf sem skráð eru í kauphöll gilda strangar reglur. Reynt er að gæta þess að reglurnar séu sem sanngjarnastar fyrir bæði kaupendur og seljendur. Síðan er kauphöllin eins og dómari á vellinum og fylgist með að leikreglur séu haldnar. Oftar en ekki þarf kauphöll að stöðva viðskipti með bréf í félögum og spyrja spurninga. Um viðskipti með kvóta gilda engar reglur. Það hefur aldrei þurft að stöðva viðskipti með kvóta og spyrja spurninga. Jafnvel þó að verðið á leigukvóta hafi farið í þær hæðir að sala á þessu kílói á markaði dugar ekki fyrir vöxtum. Umgjörðin um viðskipti með aflaheimildir lúta engum leikreglum. Stjórnmálamenn sátu uppi í stúku eins og aumir áhorfendur og fylgdust með leiknum án þess að lyfta litlafingri. Sömu stjórnmálamenn og við almenningur treystum fyrir rekstri á þessari þjóð. Marga fleiri galla mætti nefna á núverandi kvótakerfi sem hér verða ekki raktir. En mér finnst Sigurgeir forstjóri vera kjarkmikill að nefna það að hér eigi að fara að ríkisvæða. Það var andheitið við ríkisvæðingu sem fékk að leika lausum hala á síuðustu misserum. Hver var niðurstaðan? Hrun. Ég eins og margir aðrir, hef ég verið að velta fyrir mér hvaða aðferð væri farsælust í fiskveiðistefnu okkar íslendinga. Hef ég horft þar til þess hvernig Norðmenn hafa stýrt eignahluta á sínum auðlindum. Ég mun gera frekari grein fyrir henni síðar. Eina sem má ræða í sjávarútvegsmálum okkar íslendinga er fyrningarleiðin og búið. Sá er þetta ritar er nýkominn af landsfundi sjálfstæðisflokksins. Þar voru allar umræður um sjávarútvegsmál bannaðar, nema hversu fyrningaleiðin væri slæm. Annað þurfti ekki að ræða og í raun bannað. Á meðan okkur ber ekki sú gæfa að ræða sjávarútvegsmal og leita lausna munu stórútgerðamenn reka sín fyrirtæki í stórkostlegri ósátt við þjóð sína. Stundum hef ég það á tilfinningunni að það sé það umhverfi sem líu þekkir best og vill helst starfa í. Ef það verður ekki breyting á mun einhverskonar Gnarr setjast í stól sjávarútvegsráðherra og kasta upp pening hvort það eigi að fyrna aflaheimildir um tíu eða tuttugu prósent. Þetta mun þessi Gnarr gera í umboði þjóðar sinnar.
Vinnslustöðin rekin með hagnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 21:57
Afsakið ég er í rangri frétt.
Ásdís Rán á forsíðu Playboy í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2010 | 19:02
Pólitískur afleikur landsfundar.
Vilja draga umsókn til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2010 | 00:21
Skapar dómur Hæstaréttar algjöra ringulreið og stjórnleysi í landinu?
Minn stóri ótti er að að þessi dómur Hæstaréttar skapi hér algjöra ringulreið í þjóðfélaginu. Er það hugsanlegt að helmingur landsmanna hafi dottið í einhverskonar lukkupott með þessum dómi, en hinn helmingurinn glímir við himin háar skuldir bundnar íslenskum vísitölum. Skiptast skuldarar í heppna skuldara og óheppna? Það væri hræðileg örlög okkar ef við bættist stjórnleysi og ringulreið í dómskerfinu og þjóðfélaginu öllu. Það er nóg samt.
Upplýstir um stöðu mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.6.2010 | 20:34
Skilagjald á sígarettur?
Í dag hljóp ég í kringum flugvöllinn. Þegar þjóðarskútan er hriplek og með slagsíðu þá þarf kannski lítið til að pirra mann. Í gær bloggaði ég um sóðaskap hestamanna í Elliðaárdal. Á skokki mínu í dag fór ég að taka eftir sígarettustubbum á hlaupaleiðinni. Fjöldi sígarettustubba var ótrúlegur. Það er greinilegt að þegar reykingarmenn hafa sogið naglann upp að filteri þá flýgur stubburinn í götuna. Til að vinna bót á þessu er besta ráðið að setja skilagjald á stubbinn. Ef það væri 5 kr pr sígarettu þá þyrfti pakkinn að hækka un 100 kr. Ef reykingamaðurinn skilaði stubbunum (t.d í Sorpu) þá fengi hann þennan 100 kr endurgreiddan. Ef hann hendir honum í götuna getur hver sem er hirt stubbinn og fengið skilagjaldið. Þetta er pottþétt leið til að minnka sóðaskapinn.
19.6.2010 | 23:38
Hestamenn út úr Elliðaárdal.
Nú rétt áðan var ég að skokka í Elliðaárdalnum. Það er hræðilegt að sjá það svæði sem hestamenn hafa þar til umráða . Meðfram ánni er girðingar ræksni með tugum hrossa. Harla sést þar stingandi strá, en þó eru hestarnir að leita að því er virðist síðasta stráinu. Innan þessara girðingar sem er eitt moldar flag var tugur af svörtum tómum ruslapokum og "allskonar" rusli. Þessi dalur er perla í höfuðborginni og er ekki séreign, heldur sameign okkar allra sem hér búum. Ef hestamenn geta ekki gengið um dalinn með meiri virðingu en raun ber á að henda þeim út úr dalnum. Ég vona að ef 'ann verður tregur hjá Jóni Gnarr á morgun skoði hann þennan ósóma og komi lagi á þennan svarta blett í perlu okkar Reykvíkinga, Elliðaárdal.
Halda eða sleppa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2010 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2010 | 12:05
Er kominn með upp í hál af launamálum seðlabankastjóra.
Eilífar sakbendingar á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |