Er kominn með upp í hál af launamálum seðlabankastjóra.

Þau mál sem eru til úrlausnar í Íslensku þjóðfélagi eru óþrjótandi. Það er ljóst að það þarf yfirburða stjórnendur og mikla fagmennsku alþingis til að tákast á við þessi verkefni. Nú hafa launamál seðlabankastjóra flotið ofaná umræðunni eins og korktappi í ólgu sjó. Ég verð að játa að ég er kominn með upp í háls af þessu máli. Það er ótrúlegt hversu yfirstjórnendur þessa lands  og alþingi geta sýnt þessari þjóð eitthvað það sem kalla mætti  andheiti við fagmennsku.
mbl.is „Eilífar sakbendingar“ á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

"Ég verð að játa að ég er kominn með upp í háls af þessu máli. Það er ótrúlegt hversu yfirstjórnendur þessa lands  og alþingi geta sýnt þessari þjóð eitthvað það sem kalla mætti  andheiti við fagmennsku".

Ég verð að segja það að þessar tilraunir Davíðs og hans fylgisveina til að kasta rýrð á ráðningu seðlabankastjóra er örvæntingarfull tilraun þeirra til að gera Jóhönnu Sigurðardóttur tortryggilega.  Þess skal hefnt að hún þurfti eð beita hörku til að endurnýja yfirstjórn Seðlabankans.

Spurning um fagmennsku yfirstjórnanda þessa lands, er spurning sem ævinlega þarf að spyrja. Ekki bara núna, heldur einnig þegar Davíð Oddsson var ráðinn seðlabankastjóri og einnig hvernig dómarar voru handvaldir fyrir ekki mörgum árum síðan.

Lágt leggst Mogginn að reyna að þyrla upp ryki yfir slóð Davíðs Oddssonar, eins og hann hagaði sér sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki er það blað trúverðugt lengur, nema sem miðill sem birtir minningargreinar og umfjöllun og brúðuleikhús og þess háttar.

Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2010 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband