Hann er víst hallærislegur.

Ekki bjóst ég við öðru en að Jón Gnarr færi aðrar leiðir með farartæki en fyrirrennarar hans. Nei, hann dettur í nákvæmlega sama farið með bíl og bílstjóra. Ég bjóst við að þessi nýi borgarstjóri ferðaðist til og frá vinnu á reiðhjóli, stigið af honum sjálfum. Mér finnst Jón Gnarr bæði vera gamaldags og hallærislegur við hlið einkabílstjóranna burt séð frá því hvað eldsneyti bíllinn brennir.


mbl.is Ekki hallærislegur á vistvænum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert hallærislegur.

Jónas (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:00

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eigill ég er sammála þér.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.8.2010 kl. 15:05

3 identicon

Kjánaleg athugasemd, svo ekki sé meira sagt.
Af hverju ætti borgarstjóri endilega að ferðast um á hjóli frekar en einhver annars?
Hvernig ætti hann að fara til útlanda?Á árabát, kannski? Líklegast svararðu að hann hafi ekkert út að gera, eða hvað? 
Alla vega væri voða fyndið, er það ekki? hehheheheh

Kári (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:15

4 identicon

Hvenær verða stórir bílar og jeppar hallærislegir á Íslandi? Í öðrum evrópulöndum hafa stórir bílar þótt ákaflega hallærislegir og andsamfélagslegir í áratugi. Það er hjákátlegt að sjá Íslendinga á bílum sínum í sumarleyfum á meginlandinu. Þar skerum við okkur úr á virkilega neikvæðan hátt, reyndar sem í mörgu öðru.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:24

5 identicon

Vá...

Egill einn sár...

Sennilega íhaldskjósandi.

AFB (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:24

6 identicon

Spurning um að horfa aðeins á jákvæðu hliðarnar á þessu líka og gefa biturðinni smá frí.

Þið hefðuð ekki farið að kommenta ef hann hefði bara gert eins og hinir borgarstjórarnir og keyrt um á 8 sílendra bensínjeppa... það hefði nefnilega ekki verið nein umræða um það.

Siggi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:32

7 identicon

Eina sem ég hef út á þetta að setja er að bílstjórinn hans gaf ekki stefnuljós þegar hann keyrði af stað.

er (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:35

8 identicon

almennt er ég nú ekki hrifinn af því að yfirvöld eyði í að hafa einkabílstjóra... en bílstjórinn hans Jóns virkar viðkunnalegur og ég myndi nú ekki vilja óska honum þess að missa vinnuna.

er (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:36

9 identicon

Á hann ekki heima í Grafarvogi? Á hann að hjóla þaðan niður í ráðhús alla daga á öllum árstímum?

Páll (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 15:56

10 identicon

......Vá......Ertu svona sár yfir því að þinn manz komst ekki innz. Jesús! Aðeins að þroskast og take it like a man.

En þetta segir okkur það að það er ekki yfir miklu að kvarta yfir Jóni Gnarr ef þetta er það sem verið er að blogga um.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 16:04

11 identicon

Hann labbar nú í vinnuna heyrði ég.

Daníel (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 16:35

12 identicon

Satt er það að Jón Narrari er hallærislegur og greiinu honum er fjarstýrt af landráðaflokknum Samfylkingunni,hann er bara kjáni og hananú.

Númi (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband