Nú á pólitískri óhamingju Hafnfirðinga eftir að hraka enn meir.

Að öllum líkindum stafar hin mikla pólitíska óhamingja Hafnfirðinga að veruglu leit af framgöngu ráðamanna Hafnafjarðarbæjar með stækkun álversins í Straumsvík. Krata stimpluðu sig út úr umræðunni um stækkunina og V.G börðust hart á móti  og unnu. Nú lesa þessi flokkar   það út úr stöðunni að þeir séu best til þess fallinn að stjórna bænum. Ef eitthvað er skýrt úr síðustu sveitarstjórnarkosningum þá er það höfnun þeirra sveitarfélag sem voru að reyna að skipta bæjar- eða borgarstjórastólnum bróðurlega á milli sín. Reykjavík og Akureyri eru dæmi þar um. Nú ætla Hafnfirðingar að leika þennan leik þ.e skipta bæjarstjóraembættinu "bróðurlega" á milli sín. Ég spá því að pólitískri hamingju Hafnfirðinga eigi eftir að hraka verulaga á þessu kjörtímabili. 

 


mbl.is Lúðvík áfram bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Örn Árnason næsti forsætisráðherra?

Í ljósi árangurs Besta-flokksins í Reykjavík , hljóta spaugstofumennirnir Þeir Örn , Pálmi , Sigurður, og Karl Ágúst að eiga góða möguleika í næstu alþingiskosningum. Ég veit ekki hver þeirra yrði bestu til forystu fallinn  en ég er nokkuð viss, sama hver þeirra tæki að sér að vera í forsæti að þeir gætu allir verið góðir og frambærilegir. Ég er ekki viss að þeir þyrftu að skora svo hátt til að vera vel fyrir ofan meðalta forsætisráðherra síðustu ára eða jafnvel áratuga. Sennilega yrðu stórkostlegar breytingar á alþingi ef kosið yrði núna. Margir núverandi háttvirtra þingmanna þyrftu eflaust að leita sér að nýrri vinnu. En það er sennilega eitt sem sameinar allan þingheim núna er að boða als ekki til kosninga.


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju í andsk........?

Af hverju er ekki hægt að dæma þá útlending sem stunda skipulagða glæpi, frá landinu og með þeim orðum að þeir megi aldrei aftur á lífsleið þeirra stíga fæti á Íslenska grundu? Þetta er að verði illa óþolandi iðnaður þessar glæpaflokka.
mbl.is Gengi gert út til glæpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti skýringin legið í Straumsvík?

Nú er sá tími sem menn leita skýringa. Gæti það verið að stað krata og bæjarstjórans í Hafnarfirði væri önnur ef þeir hefðu tekið aðdráttarlausa afstöðu með  stækkun álversins í Straumsvík? Það verður að teljast frekar til reglu en undantekningar að pólitíkusar taki afstöðu til þess sem er að gerast í nánasta umhverfi þeirra. Lúðvík gerði hið gagnstæða þegar kom að því að taka afstöðu til stækkunarinnar í Straumsvík. Það er greinilegt að það er einhver óhamingja í Hafnarfirði. Kosninga niðurstöður eru nokkuð skýrar í þá áttina. Hver væri staða Hafnarfjarðar í dag ef stækkunin í Straumsvík hefði verið samþykkt? það er sennilega himinn og haf á þeim mismun. Sennilegt má telja að Hafnfirskir kratar súpi nú seiðið af slælegum vinnubrögðum hvað varðar stækkunina á Straumsvík


mbl.is Nær sjötti hver Hafnfirðingur skilaði auðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kasper, Jesper og Jón Ásgeir.

Þegar ég var búinn að horfa á Kardimommubæinn með börnum þá hafði maður meðaumkun með þeim félögum Kasper, Jesper og Jónatann. Allavega var það ánægjulegt að þeir rötuðu inn á réttu brautina og gerðust heiðvirðir borgarar. Það er ekki laust við að ég vorkenni Jóni Ásgeiri. Þetta er mannlegur harmleikur.  Ég vona alla vega að endirinn á þessum djúpa pytti sem hann er kominn í, endi á þann veg að hann geti orði heiðvirðulegur borgar að loknum þessum hremmingum. Kannski bakari eða jafnvel slökkviliðsstjóri.
mbl.is Ætlar ekki að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla-Hraun Group.

Ekki veitir af að spara í ríkisrekstrinum. Allar líkur eru á að stórlega þurfi að auka vistunarrími til handa þeim sem fara út af sporinu. Nú þegar eru höfuðstöðvar vistunar á Litla-Hrauni fullbókaðar og líkur á að sá ágæti staður anni hvergi eftirspurn. Fangelsin eru víða á Bitru, Akureyri, Kvíabryggju og eflaust fleiri stöðum sem ég ekki þekki. Það verður kannski lokin á "Group" væðingunni sem gekk hér yfir síðast áratug að rekstrinum á Litla-Hrauni verði breytt í Litla-Hraun Group, með mismunandi starfstöðvar fyrir mismunandi brotamenn.
mbl.is 350 milljóna sparnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska ríkið á 67% í Statoil, Íslenska ríkið á 0% í sjávarauðlindinni.

Það er nokkuð fróðlegt að bera saman eignahluta almenning í þessum tveimur þjóðarauðlindum. Norska ríkið á 67% í Statoil en Íslenska ríkið á 0% í sjávarauðlindinni. Fiskurinn í sjónum er 100% séreign sem gengur kaupum og sölum manna á milli. Sennilega er Noregur það land sem kemur hvað best út úr heimskreppunni. Með þessari eignasamsetningu í Noregi blanda þeir saman ríkiseign og hinu frjálsa kapítali. Ekki veit ég betur en að í Noregi ríki mikil sátt með þetta fyrirkomulag .Á Íslandi varð hrun. Landið logar stafna á milli með þetta fyrirkomulag um sjávarauðlindina. Sjávarútvegurinn skuldar 600 miljarða króna. Til að greiða vexti af þeirri tölu þarf að nota allan þorsk sem veiðist við ísland næstu árin eða ca 120.000 tonn á ári. Þrátt fyrir augljósar staðreyndir reyna menn að koma því að og vinna því fylgi að þetta sé fínt kerfi sem við höfum í sjávarútveginum. Það sem verra er að það eru ekki umræður í gangi um að breyta þessu fyrirkomulag. Áfram skal fiskurinn í sjónum vera 100% séreign.


mbl.is Hagnaður Statoil þrefaldaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þigg ég styrk.

Mér varð óglatt við að hlust á Guðlaug Þ Þórðarson í kastljósinu í kvöld. Vera mín í sjálfstæðisflokknum nær yfir áratugi. Að fylgjast með niðurlægingunni sem nokkrir þingmenn sýna þeirri hugsjón sem flokkurinn stendur fyrir er með ólíkindum. Á sama tíma og flokkurinn þarf að byggja upp traust virðist vera sem svo að sumir þingmenn lifi í annarri veröld en ég. Í Mogganum í dag er Árni Johnsen að reyna að samfæra menn um að kvótakerfið eigi að taka útfyrir svig þegar bankahrunið er annars vegar og komi því ekkert við. Hvernig væri fyrir Árna eyjamann að kíkja út um gluggann hjá sér og gá hvort einhver hafi veðsett fisk í sjónum til að kaupa þyrlu. Nú þigg ég styrk frá stórum fyrirtækju og smáum, körlum og konum, því að ég ætla að kaupa könnun. Könnun þar sem fram kemur stuðningur grasrótar sjálfstæðismanna við þessa þingmenn. Flokkurinn virðist með öllu búinn að tína grasrót sinni. Þess vegna fær Jón Gnarr sennilega meirihluta í Reykjavík í næstu bæjarstjórnarkosningum. Það eru mörk fyrir öllu og þar með hvað hægt er að bjóða okkur sjálfstæðismönnum uppá.


Stefnan í sjávarútvegsmálum var mótuð af vonlausum bankamönnum.

Það er ekki deilt um það nú efir útkomu skýrslu Alþingis að stjórnendur bankanna voru vægast sagt ekki starfi sínu vaxnir og að öllum líkindum voru störf þeirra og starfshættir saknæmir. En hverjir voru það sem mótuðu stefnuna í sjávarútvegsmálum. Voru það stjórnvöld? Nei, það voru þessir sömu bankamenn. Öll þau nýjustu skip sem hafa verið byggð fyrir íslendinga nú síðustu ár eru lítil öflug togskip sem geta veitt nánast upp í kálgörðum. Verkefni þessara skipa er að róta upp miklu magni, setja það í gáma og selja á erlendum mörkuðum. Á bakvið þessa stefnu voru bankarnir bakhjarlinn. Ekki stjórnvöld sem voru í hlutverki áhorfandans. Hvaða hlutverk léku bankarnir í veðsetningu kvótans? Það er nákvæmlega sama fyrirkomulag og í Sterling hringekjunni. Enn voru stjórnvöl í hlutverki áhorfandans. Sorglegast af öllu eru þó að sömu stjórnvöld sem voru í hlutverki áhorfandans segja enn þann dag í dag að þetta sé fín stefna og bjóða fram krafta sína fyrir hönd þjóðarinnar.


Vogunarsjóðir voma yfir kvótanum.

Nú hafa vogunarsjóðir komið auga á verðmæti kvótans innan hina föllnu banka. Áformin eru skýr. Þeir ætla og eru eflaust á góðri leið með að hirða þessa verðmætustu auðlind þjóðarinnar. Helstu rök útgerðarinnar fyrir inngöngu í EB er að þá lendi fiskveiðiauðlindin í höndum útlendinga. Á meðan menn deila um inngöngu eða ekki, sjúga erlendir vogunarsjóðir fiskveiðiauðlindina til sín. Án þess að við fáum nokkuð í staðin. Getur málefni sjávarútvegsins verið í ömurlegri og nöturlegri stöðu? Í mínu huga þarf sjálfstæðisflokkurinn að biðja landsmenn afsökunar á afspyrnu lélegri stjórnun á sjávarauðlind okkar síðustu árin.Það er þörf á tiltekt innan flokksins hjá okkur sjálfstæðismönnum. Þessi fyrsta frétt í sjónvarpinu í kvöld fær mann til að fá ónotahroll.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband