Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.4.2009 | 07:54
Ríkisstjórn með takmarkaða ábyrgð.
![]() |
Meirihluti vill Jóhönnu áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.4.2009 | 16:44
Þið eruð bölvaðir drullusokkar!!!!!!!!
Á Alþingi í dag voru umræður snarpar nú eins og síðustu daga. Í dag voru sjálfstæðismenn sakaðir um mútuþægni úr ræðustóli. Mútur er glæpur og það ekki af bestu gerð. Sá siður hefur ríkt í þinginu að forseti alþingis hefur gripið inn í og ámynnt þingmenn um málfar. Minn gamli og góði sveitungi Gutti í Hvammi sá enga ástæðu til að minna þingmanninn á að vanda orðfar sitt. Stjórnmálamenn eiga við þann vanda í dag að þeir hafa misst traust. Eitt stærst mál stjórnmálamanna er að reyna að endurvekja traustið.Þetta á ekki bara við um sjálfstæðismenn, þetta á við um alla stjórnmálaflokka. Ef stjórnmálamenn fara að nota orðbragð eins og "háttvirtur þingmaður er glæpamaður", eða "ég verða að segja hæstvirtur forseti að í flokki háttvirts þingmanns er ekkert nema drullusokkar". Þá er hætta á að það verði bið á að við, almenningur, borgum til baka traustið sem stjórnmálamennirnir töpuðu.
15.4.2009 | 13:50
1100 tónleikagestir á dag.
![]() |
Atvinnuleysi mælist 8,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2009 | 14:31
Kallinn í kók.
Árið 1998 gerðist sá stórkostlegi atburður að ég varð faðir. Ég eignaðist litla stúlku. Þessi atburður sem er alltaf jafn stórkostlegur hafði ekki gerst síðan 1972, er ég eignaðist son. Þegar maður eldist breytast gildin í umhverfinu og lífinu svolítið. Eitt af því sem fór fyrir brjóstið á mér vorið 1998 var ofuráhugi coka cola company fyrir því að gera þessa litlu dóttir mína af coke neytanda. Ég greip strax í taumana og af pólitískum áhuga var rekinn einarður áróður fyrir því coke færi á bannlista. Enginn skildi drekka coke í fjölskyldunni. Hér er það ég sem ræð en ekki coka cola company. Árið 2000 fæddist önnur stelpa. Stundum er eins og veröldin eigi ofgnótt af hamingju til að deila til mannanna. Til að gera langa sögu stutta þá drekkur enginn í fjölskyldunni coka cola. Það dró ekki úr ákveðni fjölskyldunnar þegar ein frænka dætranna kom til Íslands eftir starfa á Indlandi og sagði frá hvernig Coce vinnur þar á bæ. Hvernig Coke kemur með stóru dælurnar sínar sem þeir koma ofan í jörðina og dæla upp vatninu til að framleiða þennan óþvera. Við þetta þorna heilu landspildurnar upp hjá bændunum í nágrenninu sem eru að reyna að lifa á landinu til matar og framfærslu. Ég er ekki sá eini sem dreg siðferði og græðgistefnu coce cola company í efa.Ég hef heyrt um heilu félögin sem eru sama sinnis og ég. Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum mínum þegar þær segja "við drekkum ekki coke".
Í sjálfstæðisflokknum þar sem ég er einn af áhafnarmeðlimum hefur geisað stormur. Ég eins og margir aðrir bíð eftir að þessi stormur gangi yfir. Þegar ég heyrði útskýringar formanns okkar að þetta hafi bara verið hann Steini í coka að sinna fjáröflun fyrir flokkinn leið mér undarlega. Það er útiloka að lýsa þessari líðan, ekki reiður,ekki sár, ekki glaður. Það var eins og að eitthvað "ekki neitt " heltist yfir mig. Nú er eins og ég sé fullur af "ekki neinu" og læt þessum skrifum því lokið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 20:50
Nú ertu að fara út af teinunum Bjarni.
![]() |
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 20:59
Að segja pass er vond sögn.
![]() |
Framhaldið í höndum formannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 19:45
Tugþúsundir manna og kvenna bíða niðurstöðu.
Þeir skipta sennilega mörgum þúsundum sem bíða eftir niðurstöðu af þessum þingflokksfundi. Nú þíðir ekki að segja, ég vissi ekki, ég man ekki, eða ég man ekki hver veit, eða ég veit ekki hver man. Eftir þennan fund verður að vera uppaf á nýrri byrjun. Sennilega er þetta einn mikilvægasti þingfundur sem flokkurinn hefur haldið. Kjartan Gunnarsson er búinn að segja landslýð að það sé lík í lestinni. En að sjálfsögðu flýtur sami Kjartan ofaná eins og korktappi, alsaklaus.
![]() |
Þingflokkurinn á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 12:28
Hvernig eru reikningarnir afgreiddir?
![]() |
Upphæðirnar koma á óvart" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2009 | 10:16
Náum flokknum til baka.
![]() |
Landsbankinn veitti 2 styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 19:52
Ótrúleg ósannsögli.
![]() |
Ekki kjörnir fulltrúar flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)