Ríkisstjórn með takmarkaða ábyrgð.

Stundum er ég svo undrandi á þessari þjóð að það hálfa væri nóg. Hér á landi hrundi efnahagslífið svo illilega að eftir var tekið í heiminum. Einn í áhöfn þeirrar ríkisstjórnar var Jóhanna Sigurðardóttir. Nú vill þjóðin engan frekar en þessa sömu Jóhönnu til að halda hér um stjórnartauma. Alli sem sitja í ríkisstjórn bera sameiginlega ábyrgð á rekstrinum. Þeir eiga að njóta þess ef vel gengur en ef illa gengur eiga þeir að axla ábyrgð. Í ríkisstjórn verður að veljast það hæfasta fólk hverju sinni. Við eigum að gera miklar kröfur. Von mín og væntingar eru þær að enginn sem sat í þeirri ríkisstjórn sem sat þegar allt hrundi hér settist aftur í ríkisstjórn. Ég vil ríkisstjórn með fulla ábyrgð ekki takmarkaða.
mbl.is Meirihluti vill Jóhönnu áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athygli vekur ad BB faer laegsta fylgi theirra sem ekki gefa upp hvada flokk their aetla ad kjósa eda einungis 6% og fleiri vilja Sigmund Davíd eda 7,2%:

Thetta sýnir bara ad Sigmundur Davíd skorar hjá thjódinni vegna thess ad hann thorir ad taka ábyrgd med thví ad stydja stjórnina.  Á medan fylgid hrynur hjá spillingarflokknum heldur Sigmundur Davíd fylgi framsóknar frá sídustu kosningum naestum thví og er thad rosalega gód frammistada midad vid thann thátt framsókn átti í efnahagshruninu.  Sigmundur Davíd hreinlega reddar framsókn!

Thessi takmarkadi studningur vid BB sýnir ad innbyggt fylgishrun spillingarflokksins er mjög mikid hjá theim sem ekki hafa gefid upp hvada flokk their aetla ad kjósa og er thad mjög ánaegjulegt!

"Af þeim sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk segjast 63,9% vilja að Jóhanna haldi áfram, 9,6% vilja Steingrím, 7,2% vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verði forsætisráðherra og 6% vilja að Bjarni Benediktsson verði næsti forsætisráðherra."

GOTT GOTT GOTT!!

Gorri (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:49

2 identicon

Hvaða völd hafði Jóhanna til koma í veg fyrir skaðann?

Spurt er; (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:44

3 identicon

Jóhanna var ráðherra í ríkisstjórninni. Hún sat ríkisstjórnarfundi. Þar gat Jóhanna sagt það sem hún vildi og samþykkt það sem hún vildi. Hún ber fulla ábyrgð á hruninu.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband