Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.4.2009 | 22:38
Prófkjör ,andlýðræðislegt fyrirbæri.
Þau gerast ekki skýrari dæmin um það hversu prófkjörin eins og þau eru framkvæmd í sjálfstæðisflokknum eru orði gjörsamlega úreld fyrirbæri. Árni er þekktur fyrir sérhagsmuni og sérhagsmuna baráttu. Þannig talaði Árni blygðunarlaust um að það þyrfti að fella niður skuldir útgerðarinnar í Vestmannaeyjum. Auðvitað flykkjast þessir aðilar og þeim tengdir í prófkjör til að koma þessum manni að. Manni sem er með þær hugsjónir að færa þeim gífurleg verðmæti. Síðan er það hin almenni sjálfstæðismaður sem hugnast ekki þessi vinnubrögð. Þessi almenni stuðningsmaður sjálfstæðisstefnunnar sem ekki kís í prófkjörum. Í mínum huga eru þessi prófkjör farinn að snúast upp í andhverfu sína og eiga ekkert skylt við lýðræði. Ég skilaði auðu í kosningunum, eitt af þeim skilyrðum sem ég set fyrir því að mæta aftur um borð í sjálfstæðisflokkinn er að lýðræðið í flokknum verði eflt. Eitt skref í þá átt er að leggja þessi prófkjör af og finna betri leið sem þjónar lýðræðinu betur.
![]() |
Árni Johnsen niður um þingsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2009 | 22:05
Eftir einn ei bloggi neinn.
![]() |
Evrópumálin erfiðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2009 | 00:02
Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu!!!
Oftar en ekki heyri maður þingmenn biðja um orðið á Alþingi og gera grein fyrir atkvæði sínu. Af sömu þörf vil ég gera grein fyrir atkvæði mínu í kosningunum í dag. Ég ætla að skila auðu og ástæðurnar eru margar sem ekki verð raktar hér í smáatriðum. Hefði ég ekki skilað auðu hefði ég að sjálfsögu kosið Sjálfstæðisflokkinn þar sem ég hef verið munstraður áhafnameðlimur í fjölmörg ár. Flokkurinn hefur gert svo hræðilega mörg mistök undanfarin ár og borið svo af leið að nú er nóg komið. Ég mun að sjálfsögðu mæta um borð aftur þegar flokkurinn hefur farið í gegn um gátlistann og lagað það sem aflaga hefur farið. Ég vil geta hér um nokkur atriði.
1.Efla lýðræðið í flokknum. Flokkurinn þarf að sýna að hann er ekki í einkaeigu sérhagsmuna afla.
2.Flokkurinn þarf að átta sig á að hann er úti á túni í sjávarútvegsmálum og ætti að biðjast afsökunar á stjórn málaflokksins síðustu ára. Til að fyrirbyggja misskilning er undirritaður ekki á móti "kvótakerfinu" en framkvæmdin hefur verðið þjóðinni allri og greininni skaðleg síðustu ár. Framar öllum þá hafa stjórnmálamenn brugðist hlutverki sínu.
3.Þeir sem stýrðu skútunni uppa á skerið verða átta sig á að þeir og þau verða að víkja fyrir nýju fólki.
4.Flokkurinn verður að gera greinarmun á að vera kallaður íhaldsflokkur og það að rífa ekki af dagatalinu og sjá ekki möguleika í núinu.
Ég ætla ekki að bíða eftir að það sem aflaga hefur farið verði lagað. Ég ætla að leggja mitt af mörkum. Það er meira en óþolandi hvernig komið er. Það sem gert hefur verið frá hruninu er hálfkák. Við sjálfstæðismenn þurfum að ná flokknum okkar til baka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2009 | 14:17
Gulaspjaldið á Steingrím J.
![]() |
Segir reksturinn ganga vel miðað við aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 18:07
Allt átti að kaupa.
![]() |
Styrkirnir vegna tveggja prófkjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2009 | 21:16
Af hverju í andskotanum???
19.4.2009 | 17:30
Þarna sá ég fólkið sem á eftir að reisa við þjóðfélagið.
Klukkan tvö í dag fór ég með yngri dóttir minni á tónleika í íþróttahúsi Seljaskóla. Alla helgina hafa krakkar á grunnskólaaldri verið á landsmóti barnakóra. Landsmótið endaði síðan með tónleikum. Er skemmst frá því að segja að þetta voru stórkostlegir tónleikar. Söngskrá kóranna var einstaklega fjölbreitt og skemmtilegt, gospel,abba og margt fleira. Í lokin sungu allir kórarnir saman , yfir tvöhundruð krakkar. Það var einstaklega skemmtileg stund. Í lokinn þegar ég horfði yfir þennan flotta hóp hugsaði ég "þetta er fólkið sem á eftir að reisa við Íslenskt þjóðfélag"
19.4.2009 | 13:41
Opið bréf til formanns Bjarna Benediktssonar
Því miður ágæti formaður þá verð ég að lýsa því yfir að nú í kosningunum 25.04 mun ég skila auðum kjörseðli í kjörkassann. Ég er búinn að kjósa og vera innanborðs í sjálfstæðisflokknum í áratugi. Nú er svo komið að samviska mín getur ekki kosið flokkinn. Það þýðir ekki að ég segi skilið við flokkinn. Langt í frá. Ég tel það hlutverk mitt að koma flokknum aftur inn á þær brautir sem hann á að standa fyrir. Svo illa var komið fyrr flokknum að hann var jafnvel farinn að vinna í beinni andstöðu við þau dýrmætustu gildi sem hann stendur fyrir. Þannig voru gildi fjármagns og auðhyggju settar ofar virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Aðgerðalaus horfði forystan á menn innan flokksins sem bera enga virðingu fyrir gildum flokksins, en notað hann til að troðast áfram og færa sér völd og verðmæti. Svo slæm mein eru að grassera innan flokksins að maður stendur agndofa og spyr hvað er að gerast. Flokkurinn okkar er gjarnan kenndur við íhaldsemi það þýðir í mínum huga að hann þ.e flokkurinn vill halda í gömul og góð gildi. Það þýðir ekki að hann eigi ekki að rífa af dagatalinu og fylgjast með tímanum. Innra starf flokksins verður að endurskipuleggja frá grunni. Forysta flokksins má ekki missa sjónar af hinum almenna félags- og stuðningsmanni. Forysta flokksins eru þjónar ekki herrar. Þjónar sjálfstæðisstefnunnar. Ég ætla ágæti formaður að leggja mitt af mörku til að endurreisa flokkinn. Ég geri það að mínu viti ekki með því að kjósa flokkinn nú í komandi kosningum og mun því skila auðu.
Með sjálfstæðis kveðju.
Egill Jón Kristjánsson
Afrit sent á.
bjarniben(hjá)althingi.isxd(hjá)xd.isStjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 14:30
Virkt lýðræði.
![]() |
Framboð P-lista úrskurðað gilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2009 | 00:25