Eftir einn ei bloggi neinn.

Vandræði Frjálslindaflokksins virðist ná yfir gröf og dauða. Jafnvel nú þegar flokkurinn hefur þurrkast út af alþingi virðist vera tími og pláss til að deila, argast og þvarga. Ég verð að játa að ég fann til með Guðjóni Arnari formanni flokksins nú í uppgjöri foringjanna í sjónvarpinu hjá þeim Sigmari og Jóhönnu Vigdísi. Það fer vel á því að í lok ferils síns sem leiðtogi og alþingismaður gefi hann það heilræði til bloggara að "eftir einn ei bloggi neinn". Ég verð að játa að ég þurfti að rifja upp í huganum hvort ég hafði einhvertímann heyrt um dæmisöguna um einu appelsínuna innan um öll eplin. Það kann að vera að mig hafi einhvertímann vantað í tíma í biblíusögunum á Akranesi forðum daga þegar farið var í þessa dæmisögu. En þetta var mikið sjónarspil hjá Ástþóri. Ég er þess fullviss að ekki einu sinni Jóhönnu dreymdi um það fyrir um það bil tíu árum að hún ætti eftir að vera í þeim sporum sem hún er í í dag. Forsætisráðherra, formaður stærsta flokksins, með mestu vinsældir íslenskra stjórnmálamanna,vinna stórsigur í kosningum. Hver veit nema að sá tími muni koma að Ástþór standi í svipuðum sporum og Jóhanna stendur núna. Hylltur af lýðnum. Efstur meðal jafningja. Geislandi eins og appelsína innan um fullt af eplum.  
mbl.is Evrópumálin erfiðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband