Eru blaðamenn sofandi?

Ég  er einn af þeim sem gera miklar kröfur til frétta og frétta skýringa. Mér finnst að fréttamenn hafi verið ansi daufir í fréttum og fréttaskýringum af hinum illræmdu jöklabréfum. Í fréttum hljóðvarps í kvöld var sagt lítillega frá þessum bréfum og að við þyrftum að greiða 11 miljarða á ári í vexti af þessum bréfum. Það sem mig langar til að vita er, voru þessi bréf  tryggð með ríkisábyrgð? Í efnahagshruninu í heiminum hafa mörg bréf orðið verðlaus. Af hverju eru þessi bréf ekki verðlaus fyrir þá sem veðjuðu á þau? Í fréttum fyrir nokkrum dögum heyrði ég í hinum ágæta viðskiptaráðherra að kannski væri eigendur þessara jöklabréfa ekki eins útlenskir eins og menn vildu vera láta. Ef það er eitthvað íslenskt yfirbragð yfir þessum útlendingum, voru þeir þá að koma bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf og þar með leggja sitt af mörkum í niðurbroti íslensks efnahagslífs? Umfram allt vill ég fá að vita hvar í ferlinum á þessum bréfum kom íslensk ríkisábyrgð á þau? Ég vona að fréttamenn taki sig nú til svipti hulunni af þessum jöklabréfum og rannsaki hverjir eru helstu eigendur þeirra.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband