8.12.2008 | 14:43
Jökla óþverrinn.
Það er rannsóknarefni morgundagsins, næstu vikna og ára hvers vegna íslenska efnihagsvélin bræddi úr sér. Í mínum huga er þar eitt tannhjól öðru fremur sem orsakaði krassið. Það eru hin svokölluðu jöklabréf. Ég hef engan fjölmiðil fyrr eða nú skýra á einfaldan hátt feril þessara bréfa. Eins og ég skil þetta ferli komu útlendingar inn til landsins með óhemju magn af gjaldeyri sem þeir breyttu í íslenskar krónur af því að þeir ætluðu að ávaxta peningana vægast sagt ríkulega. En í hvað fóru þessar peningar? M.a fóru þeir í að lána fyrir aflaheimildum á allt upp í 4500 kr kg af þorski, sem er svo útúr korti að söluverðmætið af þessu kílói greiðir ekki vextina af þessum 4500 kr. Hvað þá að þeir geti greitt útlendingum einhverja ávöxtun af þessum lánum, eða kostnað við að sækja þetta kíló út á sjó og greiða þann kostnað sem því fylgir. Einnig fór stór hluti af þessum peningum í að lána fyrir nýjum bílum, sumarbústöðum og fl. Allir sjá nú hversu arfa vitlaust þetta er. Nú eiga þessir útlendingar peninga upphæð hér á íslandi sem er hærri en það kostaði að byggja Kárahnjúkavirkjun. Hvernig í ósköpunum gat sæmilega siðað fólk horft upp á þetta aðgerðalaust?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2008 kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.12.2008 | 20:04
Glæsilegt framtak og Samherja til sóma.
![]() |
50 milljónir til samfélagsmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2008 | 14:09
Nú er komið nóg, út með helvítis kreppuna.
6.12.2008 | 14:39
100 kall eða kona.
5.12.2008 | 17:27
Norðurál í leikhús.
3.12.2008 | 14:48
Alþingismenn villtir í þokunni.
30.11.2008 | 12:29
Umhverfissóðar.
29.11.2008 | 10:44
Kerfishrun
![]() |
Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2008 | 11:47
Helsærðir útgerðarmenn.
Nú eru útgerðamenn særðir vegna ummæla frá Samtökum atvinnulífsins um að þeir hafi hindrað lýðræðislega umræðu þar innan dyra.
Í mínum huga hafa útgerðamenn hindrað lýðræðislega umræðu um ESB innan sjálfstæðisflokksins og náð þar undirtökum í áratugi. Nú er þrýstingurinn orðin það mikill innan sjálfstæðisflokksins að þöggunarstefna LÍÚ heldur ekki lengur. Mér er það minnistætt að á einum landsfundi sem ég sótti, þar sem sjávarútvegs mál voru á dagskrá, hvernig forusta LÍU stein þagði og fylgdust með úr fjarlægð. En þeir sem töluðu og fóru í pontu voru menn eins og Kristinn Pétursson og fleiri honum líkir og fluttu mál sitt ágætlega. Nú er svo komið fyrir útgerðamönnum að þeir virðast vera að kafna í eigin þögn. Engum til meiri tjóns en íslenskum sjávarútvegi og þeim sjálfum. Þessi tvískinungur LÍÚ að þegar verið er að ræða um kvótann þá sé það einkamál eigendanna LÍÚ en þegar verið er að ræða um að ganga í ESB þá eru rökin að þá sé verið að afsala Íslenskri auðlind til útlendinga. Ef útgerðamenn ætla að ná andanum þá verða þeir að koma út úr skápnum og taka umræðuna um ESB og íslenskan sjávarútveg. Nú er svo komið fyrir þessari grein að sennilega þarf lágmark 100 til 150 þús tonn af þorski til að greið vexti af þeim lánum sem fengin voru til kaupa á aflaheimildum. Þessi þúsundir tonna fara sem vaxtagreiðsla til erlendra banka. Á sama tíma og Íslenskir útgerðamenn veiða þúsundir tonna í landhelgi annarra þjóða, er það tvískinungur að það sé glæpur að leifa útlendingum að veiða einhver tonn innan íslenskrar landhelgi. Í mínum huga er þetta ekki bara spurning að þiggja . Við erum partur að stórri heild. Með nýrri uppbyggingu á Íslensku samfélagi verður það aldrei liðið að sjávarútvegsmál eða kvótinn verði tekin út fyrir sviga.
![]() |
Sérlega meiðandi fullyrðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 12:17
Kenninginn um mesta “fíflið”
Kenningin um mesta fíflið er þekkt. Þannig var það ekki mesta fíflið sem keypti í De code fyrir 59 us dollar/hlut af því að það var annar sem var tilbúinn að greiða 60 us dollar/hlut. Þetta er þekkt fyrirbæri. Í ágætum laugardagsþætti á rás 1 í gær var því líst hvernig mesta fíflið í byggingarbransanum var til þ.e það byggingarfélag sem gat byggt og selt og fengið greitt slapp fyrir horn. Síðan kom að því að síðasta (fíflið) byggingarfélagið byggði, gat ekki selt og fékk ekki greitt fyrir afurð sína. Þannig eru til heilu hverfin hálf byggð, engin kaupandi og allt stopp. Þessi kenning er kunn út um allan heim og gengur undir heitinu mesta fíflið.
En nú virðist sem það eigi að afsanna þessa kenningu í Íslenskum sjávarútvegi. Ég fæ ekki betur séð en að sá sem keypti varanlegar aflaheimildir (þorsk kg) á 4500 til 4800 kr/kg sé í einhverjum vandræðum. Ég hef ekki heyrt um að hvorki nýju eða gömlu bankarnir hafi leyst til sín eitt kg. af aflaheimildum þó allir viti að umrætt verð er bull, og eða bóla sem sprakk. Mér sýnist að þetta sé bara spurning um að auka kvótann og einhverjar hliðarráðstafanir. Þannig hefur íslenskum sjávarútvegi tekist að afsanna kenningunni um mesta fíflið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2008 kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)