Jökla óþverrinn.

Það er rannsóknarefni morgundagsins, næstu vikna og ára hvers vegna íslenska efnihagsvélin bræddi úr sér. Í mínum huga er þar eitt tannhjól öðru fremur sem orsakaði krassið. Það eru hin svokölluðu jöklabréf. Ég hef engan fjölmiðil fyrr eða nú skýra á einfaldan hátt feril þessara bréfa. Eins og ég skil þetta ferli komu útlendingar inn til landsins með óhemju magn af gjaldeyri sem þeir breyttu í íslenskar krónur af því að þeir ætluðu að ávaxta peningana vægast sagt ríkulega. En í hvað fóru þessar peningar? M.a fóru þeir í að lána fyrir aflaheimildum á allt upp í 4500 kr kg af þorski, sem er svo útúr korti að söluverðmætið af þessu kílói greiðir ekki vextina af þessum 4500 kr. Hvað þá að þeir geti greitt útlendingum einhverja ávöxtun af þessum lánum, eða kostnað við að sækja þetta kíló út á sjó og greiða þann kostnað sem því fylgir. Einnig fór stór hluti af þessum peningum í að lána fyrir nýjum bílum, sumarbústöðum og fl. Allir sjá nú hversu arfa vitlaust þetta er. Nú eiga þessir útlendingar peninga upphæð hér á íslandi sem er hærri en það kostaði að byggja Kárahnjúkavirkjun. Hvernig í ósköpunum gat sæmilega siðað fólk horft upp á þetta aðgerðalaust?

 


Glæsilegt framtak og Samherja til sóma.

Það er ekki hægt að segja annað en þetta framtak Samherja sé sé glæsilegt og þeim sem að standa til mikils sóma. Það er augljós staðreynd að Samherjamenn eru meðal fremstu útgerðamanna í heiminum. Þeir frændur vinna eftir þeim leikreglum sem settar eru á þeim völlum sem þeir spila á. Það má ekki rugla því saman, hvort menn eru sammála leikreglunum eða ekki. Það er annað mál. Ég held að ekki bara Eyfirðingar geti verið stoltir af þessu útgerðarfélagi heldu við Íslendingar allir.
mbl.is 50 milljónir til samfélagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er komið nóg, út með helvítis kreppuna.

Ég var að horfa á Silfur Egils, sem annars eru mikið ágætir þættir. Þar eru kreppan númer 1,2 og þrjú. Mér var litið upp og rakst á eftirfarandi staðreyndir. Konan mín og dóttir  voru að baka kökur í eldhúsinu  og hlustuðu á falleg jólalög af diski. Úti er hvít jörð, falleg og jólaleg. Jólin nálgast og ég enn einn daginn að hlust á krepp.. kreppu... kreppu... og meiri kreppu. Þessi andskoti er að ná undirtökunum í öllu. Nú það sem eftir af deginum má kreppan fara til helvítis, ekki meir ekki meir.

100 kall eða kona.

Í umræðum um laugardagsnammi kom dóttir mín með þessa spurningu. Af hverju heitir þetta 100 kall en ekki 100 konur? Þó að lífaldurinn sé kominn yfir hálfa öld þá verð ég að jata að ég hef ekki leitt hugann að þessu. Ég velti því upp við dóttir mína hvort það geti verið út af því að það er mynd af körlum á peningaseðlum. Í framhaldi af því leitaði hugurinn að því hvort ekki væri mynd af neinni konu á peningaseðlum.  Ekki rekur mig mynni til þess, en það er kannski ekki að marka þar sem ég sé yfirleitt aldrei seðla í dag, aðeins kort og þar er klárlega mynd af karli. Væri það kannski hugmynd ef það á að endurreisa krónu ræfilinn að skipta út öllum myndum á seðlunum og setja eingöngu myndir af konum. Í framhaldi af því hættum við að tala um þúsund kall en í staðin köllum við þetta þúsund kerlingar eða þúsund kellingar. Ég er ekki frá því að þetta flokkist undir þjóðráð, en er það ekki akkúrat það sem þjóðin þarfnast núna þ.e góð ráð. 

Norðurál í leikhús.

Að lokinni næturvakt hjá Norðuráli var undirrituðum ásamt öllum starfsmönnum NA afhent gjafabréf tvo miða í Borgarleikhúsið. Var þetta með hvatningu og þökkum um stórbættan árangur í öryggismálum NA. Tekið hefur verið á öryggismálum með miklum ágætum á síðustu misserum. Í okt. síðastliðnum, sjálfum kreppumánuðnum greiddi NA aukalega til allra starfsmanna sinna aukalega ein mánaðarlaun. Voru þetta þakkir NA  til starfsmanna sinna vegna góðs árangurs í stækkunarferli fyrirtækisins. Kreppufrétti og fréttir tengdar kreppunni dynja á okkur frá morgni til kvölds. Það er meira en nauðsynlegt að taka eftir því sem vel er gert og er jákvætt Það er þægileg upplifun á þessum tímum að að fyrirtæki eins og NA skuli koma fram við starfsmenn sína með þessum hætti og hafi þeir miklar þakkir fyrir.

Alþingismenn villtir í þokunni.

Í gærkveldi fór ég á ágætis fund hjá Pétri Blöndal í Álfabakka. Ég get ekki neitað því að ég hef alltaf gaman af því að hlust á Pétur. Hann er með öðruvísi yfirbragð en flestir aðrir þingmenn. Þingmenn eru nú að glíma við ástand sem þeir hafa aldrei lent í áður og allir eru þeir byrjendur í slíkum verkefnum. Eitt ætti að vera þeim öllum ljóst að við hinn almenni kjósand öfum verulegan áhuga á að ræða við þá. Bæði til að skamma, brýna , fræðast og síðast en ekki síst koma með okkar sýn á hlutina. Sjálfstæðisflokkurinn á og rekur fullt af sölum víða um borgina. Ég verð ekki var við að þingmenn sjálfstæðisflokksins sé þar að funda með stuðningsfólki sínu og öðrum. Á vef xd eru upplýsingar um þessa sali sjálfstæðismanna þ.e þeir eru auglýstir til leig. Þannig eru þessir salir reknir í samkeppni við einkaaðila sem eru í þessari grein svo sem eins og salir.is. Það er eins og þingmenn viti ekki hvernig þeir eigi  agta í þessu ástandi. Það er eins og þeir séu að bíða eins og allir aðrir efir því hvað ríkisstjórnin sé að gera. Þingmenn hafa stærsta hlutverkið í því að móta reglurnar inn í nýtt Ísland. Er það von mín að þingmenn fari að komast út úr þokunni og vinna vinnuna sína.

Umhverfissóðar.

Við iðkun á líkamsrækt í Árbæjarþreki blasir við út um gluggann rútur merktir Trex. Eru þetta bílar sem eru að flytja það verðmætasta sem við eigum þ.e börnin okkar í sund í Árbæjarlaug. Á meðan þessar rútur bíða eftir börnunum þá eru þeir hafðir í lausagangi, með tilheyrandi mengun. Í eitt skipti sá ég að börn af leikskóla sem löbbuðu framhjá rútunum með leikskólakennara sínum. Loft inntakið hjá börnunum var í sömu hæð og loftúttakið á rútunum. Á sama tíma og við fullorðna fólkið erum að setja miljónir króna á bakið á þessum ungum, er það með öllu ólíðandi að við getum ekki sýnt þessum börnum þá virðingu a menga ekki fyrir þeim loftið. Ég skora á rútufyrirtækið Trex og ITR að taka á þessum ósóma og stoppa þetta strax.

Kerfishrun

Sami kerfisgalli virðist vera í málefnum Giftar og íslenska hagkerfisins. Það sama varð samvinnuhreyfingunni að falli. Um leið og menn sjá verðmæti upphefst slagurinn að ná yfirráðunum yfir verðmætunum. Framsóknarmönnunum sem sátu á sjóðum Giftar fannst það fráleitt að koma verðmætunum í hendur þeirra sem mynduðu verðmætin. Það væri kostur sem ekki væri inni í myndinni. Valgerður og félagar fannst það rétt að þau sæju um þennan sjóð. Afraksturinn er öllum ljós, verðmætin eru horfin. Tíðarandinn síðustu ár hafa líkst lögmálum frumskógarins. Þeir sem áttu að sjá um regluverkið  sváfu á verðinum og voru frekar þátttakendur í því að ná verðmætum.  Þegar talað er um nýja sýn á Íslandi þá er það minn skilningur á þeirri sýn að verðmætum sem við eigum sameiginlega verði skipt réttlátar á milli þeirra sem þeim tilheyrir. Á það jafnt við orkuna, hvar sem hún er, fiskinn í sjónum, loftið og vatnið. Verkefni stjórnmálanna nú er að búa til eina þjóð á Íslandi. Það verður ekki gert með sömu áhöfn og strönduðu skútunni.
mbl.is Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsærðir útgerðarmenn.

Nú eru útgerðamenn særðir vegna ummæla frá Samtökum atvinnulífsins um að þeir hafi hindrað lýðræðislega umræðu þar innan dyra.

 

Í mínum huga hafa útgerðamenn hindrað lýðræðislega umræðu um ESB innan sjálfstæðisflokksins og náð þar undirtökum í áratugi. Nú er þrýstingurinn orðin það mikill innan sjálfstæðisflokksins að þöggunarstefna LÍÚ heldur ekki lengur. Mér er það minnistætt að á einum landsfundi sem ég sótti, þar sem sjávarútvegs mál voru á dagskrá, hvernig forusta LÍU stein þagði og fylgdust með úr fjarlægð.  En þeir sem töluðu og fóru í pontu voru menn eins og Kristinn Pétursson og fleiri honum líkir og fluttu mál sitt ágætlega. Nú er svo komið fyrir útgerðamönnum að þeir virðast vera að kafna í eigin þögn. Engum til meiri tjóns en íslenskum sjávarútvegi og þeim sjálfum. Þessi tvískinungur LÍÚ að þegar verið er að ræða um kvótann þá sé það einkamál eigendanna “LÍÚ” en þegar verið er að ræða um að ganga í ESB þá eru rökin að þá sé verið að afsala Íslenskri auðlind til útlendinga. Ef útgerðamenn ætla að ná andanum þá verða þeir að koma út úr skápnum og taka umræðuna um ESB og íslenskan sjávarútveg. Nú er svo komið fyrir þessari grein að sennilega þarf  lágmark 100 til 150 þús tonn af þorski til að greið vexti af þeim lánum sem fengin voru til kaupa á aflaheimildum. Þessi þúsundir tonna fara sem vaxtagreiðsla til erlendra banka. Á sama tíma og Íslenskir útgerðamenn veiða þúsundir tonna í landhelgi annarra þjóða, er það tvískinungur að það sé glæpur að leifa útlendingum að veiða einhver tonn innan íslenskrar landhelgi. Í mínum huga er þetta ekki bara spurning að þiggja . Við erum partur að stórri heild. Með nýrri uppbyggingu á Íslensku samfélagi verður það aldrei liðið að sjávarútvegsmál eða kvótinn verði tekin út fyrir sviga.


mbl.is „Sérlega meiðandi” fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenninginn um mesta “fíflið”

 

Kenningin um mesta fíflið er þekkt. Þannig var það ekki mesta fíflið sem keypti í De code fyrir 59 us dollar/hlut af því að það var annar sem var tilbúinn að greiða 60 us dollar/hlut. Þetta er þekkt fyrirbæri. Í ágætum laugardagsþætti á rás 1 í gær var því líst hvernig mesta fíflið í byggingarbransanum var til þ.e það byggingarfélag sem gat byggt og selt og fengið greitt slapp fyrir horn. Síðan kom að því að síðasta  (fíflið) byggingarfélagið byggði,  gat ekki selt og fékk ekki greitt fyrir  afurð sína. Þannig eru til heilu hverfin hálf byggð, engin kaupandi og allt stopp. Þessi kenning er kunn út um allan heim og gengur undir heitinu mesta fíflið.

En nú virðist sem það eigi að afsanna þessa kenningu í Íslenskum sjávarútvegi. Ég fæ ekki betur séð en að sá sem keypti varanlegar aflaheimildir (þorsk kg) á 4500 til 4800 kr/kg sé í einhverjum vandræðum. Ég hef ekki heyrt um að hvorki nýju eða gömlu bankarnir hafi leyst til sín eitt kg. af aflaheimildum þó allir viti að umrætt verð er bull, og eða bóla sem sprakk. Mér sýnist að þetta sé bara spurning um að auka kvótann og einhverjar hliðarráðstafanir. Þannig hefur íslenskum sjávarútvegi tekist að afsanna kenningunni um mesta fíflið. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband