Í dag vil ég skjóta alla helvítis þrjóta.

Í hinni ágætu vísu " Í dag er ég ríkur í dag er ég  glaður" kemur fyrir þessi hending "Í dag vil ég skjóta alla helvítis þrjóta". Mér var einhvernvegin þannig innanbrjósts eftir að búið var að taka af mér hina ágætu kryddsíld á stöð 2. Í stað þess að tuða í fjölskyldu mína um vonlausa mótmælendur ákvað ég að fara í hlaupaskóna og fara út að skokka. Við það eitt að fylla líkamann af súrefni taka pínulítið á er ótrúlegt hvað það verður mikil breyting á huganum. Ég fór að leiða að því hugann hversu það væri ofsalegt frelsi að geta farið út að hlaup og láta sér líða vel. Ég hugleiddi einnig hvað væri það mikilvægast sem ég á. Það er heilsan og fjölskyldan mín. Á þessum hlaupametrum varð áramóta heitið til. Það er að rækta og hlúa að þessu tvennu þ.e heilsunni og fjölskyldunni. Það var ekki laust við að ég væri farinn að raula síðustu metrana á hlaupunum. Í dag er ég ríkur í dag er ég glaður. Með þeim orðum og síðast bloggi á árinu 2008 óska ég móður minni sem nú er á sjúkrahúsinu á Akranesi, stórfjölskyldu minn, ættingjum og vinum og jafnvel mótmælendum sem voru að mótmæla í dag árs og friðar.


Sorglegt.

Sjónvarp og útvarp hafa stórt hlutverk og kannski aldrei meiri en nú. Að einhverjum hópi finnist það þjóna tilgangi sínum að eyðileggja tækjabúnað fjölmiðlanna er sorglegt. Kryddsíldin er góður þáttur og er í mínum huga partur af áramótahefðinni. Svei þeim sem eyðilögðu þáttinn.
mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða íslendingar eiga West Ham?

Ég átta mig ekki á hvaða íslendingar eiga West Ham. Er það Björgólfur? Á Björgólfur West Ham en gamli Landsbankinn skuldirnar sem hvíla á West Ham? Eða er það kannski nýi Landsbankinn sem á skuldirnar en ekki West Ham félagið? Eða er West Ham kannski íslenskt ríkisfótboltafélag? Ég segi bara eins og einn ágætur bloggari "Ég bara spyr".
mbl.is Rautt fyrir að slá samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gjaldþrota fólk kjörgengt til alþingis?

Þegar ég var að skokka í gærkveldi fór ég að velta þessu fyrir mér þ.e hvort fólk sem er gjaldþrota hafi kjörgengi til alþingis. Það væri kaldhæðni í meira lagi ef fólk sem orðið hefur gjaldþrota vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda væri ofan á annað svipt þeim rétti  að bjóða sig fram til alþingis. Heyrst hafa spár að allt að 40% heimila hér á landi gæti orðið gjaldþrota vegna kreppunnar. Í mínum huga væri það ekki bara gott heldur æskilegt að eitthvað af þessu fólki færi inn á alþingi með sina reynslu og þekkingu. Ef þessi grunur minn er réttur þá verður að gera þær ráðstafanir strax til að leiðrétta þetta óréttlæti.

Páfinn, biskupinn og presturinn í Seljakirkju.

Allir þessir heiðurs menn minntust á gildi sem hafa á síðustu misserum orðið undir fyrir gildunm græðgi og ofríkis fámenns hóps á kostnað fjöldans. Í messu á aðfangadagsköld leiddi ég að því hugann hvort það væri kannski kristileg gildi sem gætu bjargað okkur út úr því fari sem við erum í núna. Í þýskalandi er öflugur flokkur sem er kristilegir demókratar. Þýskaland er sú þjóð sem hefur sokkið hvað dýfst í kreppu síðust áratuga. Þeir hafa síðan reist við sína þjóð og komið henni í fremstu raðir siðmenntaðra þjóða. Að fara fram með sömu flokka, sama flokkakerfið og jafnvel sömu forystumenn þessara flokka, væri blinda á þær aðstæður sem við erum í. Við getu spurt okkur að því hvort það eru kristileg gildi ef fámennur hópur segir "þessi auðlin er okkar og aðrir verða halda sig frá henni". Þá er sama hvað auðlin það er, lífríki sjávar, orka vatnsins, vatnið, hitinn í jörðu o.sf.v. Það sorglegasta við það fyrirkomulag græðgi og ofríkis sem við höfum horft uppá síðustu misseri er að þeir fátækari og þeir sem hafa verið á mörkum hungurs, hefur fjölgað. Á sama tíma og ofsaríkum fjölgar í heiminum. Lítil þjóð eins og Ísland getur með góðu móti snúið þessu við og gert gömul og góð kristileg gildi að sínum og komist í fremstu raðir meðal siðmenntaðra þjóða.

Ógreinilegar greiningardeildir bankanna.

Þegar íslensku bankarnir voru í hæstu hæðum fór mikið fyrir greiningardeildum þeirra. Þannig voru reglulega viðtöl við forsvarsmenn þessara deilda og þjóðin hlustaði. Nú þegar gruggið er að setjast kemur margt í ljós. Verðið fyrir D'Anglaterr hótelinu í Danmörku (sem á sínum tíma var ekki gefið upp) var 1,4 miljarður dkr, sem er helmingi hærra en matið á því var og helmingi hærra en næsta verðtilboð fyrir neðan. Síðan var það hlutver Landsbankans að lána. Hvar var greiningardeild bankans? Eðlilega hefði bankinn á að segja "við lánum ekki fyrir svona bulli". Ef þið ætlið að kaupa hótelið verðið þið að greiða eðlilegt verð fyrir hótelið. Á sama hátt lánaði bankinn útgerðinni 4500 kr til að kaupa eitt kg af þorskaflaheimild þó allir sjái að við sölu á þessu kílói á markaði dugir verðið ekki fyrir vöxtunum hvað þá meira. En bankinn lánaði og fékk veð í þessu kílói og veð í D'Anglaterr. Nú eru þetta skuldir okkar allra sem byggja þetta land. Eftir því sem lengra líður frá falli bankanna er það að verða æ skýrar hvernig fjárglæpamenn fengu að leika lausum hala án afskipta stjórnvalda og þeirra sem áttu að stoppa þessa menn.

Sýrivextir ca 9000% hærri á Ísl. en í USA.

Í Zinbabe eru allar prósentutölur stjarnfræðilegar. Þannig er verðbólga mæld í þúsundum prósenta. Í þessari frétta er verið að segja frá stýrivöxtum í Bandaríkjunum. Berum saman stýrivexti þar og hér á Íslandi. Þá erum við farin að sjá prósentutölur eins og í Zinbabe sem skipta þúsundum. Ástæða fyrir svo lágum stýrivöxtum í USA eru að örva atvinnulífið og liður i því að að takast á við kreppuna. Er það skrítið að stundum spyrji maður sjálfan sig. Vita þessir menn sem nú sitja við stjórnvölin hér á landi hvað þeir eru að gera og á hvaða vegferð við erum? Í mínum huga er það eitt stærst vandamálið, að vita á hvern maður á að hlusta. Hver er það þarna út sem á að skýra kosti þess og galla að ganga í ESB? Er það sama fólkið og hefur stýrivexti 9000% hærri hér en í USA til að takast á við kreppuna?
mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli á villigötum.

Nú eru mótmælin farin að far inn á nýjar brautir. Mér fannst styrkur Harðar liggja í að gera þessi mótmæli ekki fokks pólitísk. Í dag á að þegja vegna sjálfstæðisflokks. Á að klappa vegna einhvers annars flokks á næsta laugardag? Eigum við að þegja eitthvað saman vegna Framsóknar? Þegar ég mætti þá var ég að mótmæla því að íslenska stjórnkerfið brást. Ég vildi sýna með nærveruminni minni að við viljum breytingar í stjórnarháttum. Hvað eigum við að þegja lengi vegna hvers mánaðar sem Samfylkingin er búinn að vera við völd? Eigum við að klappa upp VG? Nei, nú eru mótmælin farin út af teinunum.
mbl.is Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eruð þið sjálfstæðisþingmenn?

Nú á frívaktinni kveikti ég á sjónvarpinu og horfði á umræður um breytinga á lögum um nytjastofna sjávar. Þeir einu sem taka þátt í umræðunni utan Frjálslinda er Karl V og Atli G.. Mig langaði til að heyra í mínum þingmönnum, þeim mönnum sem ég studd þ.e sjálfstæðismönnum. Enginn sjálfstæðismaður tekur þátt í umræðunni. Af hverju heyrist ekki eitt orð frá ykkur sjálfstæðismenn þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar? Við erum á krossgötum. Við þurfum að spyrja spurninga . Af hverju þegið þið þegar sjávarútvegur er annars vegar. Þetta er ótrúleg upplifun.

Kúkurinn í lauginni.

Mörgum finnst sundlaugarmenning okkar vera æði merkileg. Þannig flykkjast útlendingar í sund þegar þeir heimsækja okkur. Eitt af sér einkennum þessarar menningar er að við viljum hafa allt hreint. Þannig eiga allir að fara í bað áður en farið er oní. Mig undrar það að merkingar í sundlaugunum okkar skuli ekki vera betri. Þannig er t.d í Árbæjarlaug að þegar komið er út úr gufubaðsklefa er ekki skilti beint á móti þér sem segir að það eigi að fara í sturtu á eftir gufubaði. Heldur er skiltið þar sem enginn sér það, þegar út er komið. Í Breiðholtslaug er það bakvið hurð. Þessi skilti eru síðan eingöngu á íslensku. Það er allt of algengt að fólk fari beint oní sundlaugina eða pottana eftir gufubað og deili eigin svita með öðrum sundgestum. Ég hygg að ekki einn maður sé ósammála mér hvað þetta varðar. Samt er ekki hægt að laga þetta. Af hverju? Af því að stjórnkerfi Reykjavíkur er svo stórt og svo þungt að þetta þvælist á milli manna og herbergja. Á ég að sjá um þetta? Nei, það er hann þarna í hinu herberginu, ekki ég. Hvað er verið að vísa þessu á mig, þetta á að fara í ráðhúsið. Hvað er verið að senda þetta í ráðhúsið þetta á að vera í sundlaugunum. Svona þvælist málið á milli í stjórnkerfinu á meðan kúkurinn flýtur um í sundlauginni.

ps. þetta blog verður sent ITR á vef Reykjavíkurborgar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband