31.12.2008 | 17:40
Í dag vil ég skjóta alla helvítis þrjóta.
Í hinni ágætu vísu " Í dag er ég ríkur í dag er ég glaður" kemur fyrir þessi hending "Í dag vil ég skjóta alla helvítis þrjóta". Mér var einhvernvegin þannig innanbrjósts eftir að búið var að taka af mér hina ágætu kryddsíld á stöð 2. Í stað þess að tuða í fjölskyldu mína um vonlausa mótmælendur ákvað ég að fara í hlaupaskóna og fara út að skokka. Við það eitt að fylla líkamann af súrefni taka pínulítið á er ótrúlegt hvað það verður mikil breyting á huganum. Ég fór að leiða að því hugann hversu það væri ofsalegt frelsi að geta farið út að hlaup og láta sér líða vel. Ég hugleiddi einnig hvað væri það mikilvægast sem ég á. Það er heilsan og fjölskyldan mín. Á þessum hlaupametrum varð áramóta heitið til. Það er að rækta og hlúa að þessu tvennu þ.e heilsunni og fjölskyldunni. Það var ekki laust við að ég væri farinn að raula síðustu metrana á hlaupunum. Í dag er ég ríkur í dag er ég glaður. Með þeim orðum og síðast bloggi á árinu 2008 óska ég móður minni sem nú er á sjúkrahúsinu á Akranesi, stórfjölskyldu minn, ættingjum og vinum og jafnvel mótmælendum sem voru að mótmæla í dag árs og friðar.
31.12.2008 | 15:07
Sorglegt.
![]() |
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 00:30
Hvaða íslendingar eiga West Ham?
![]() |
Rautt fyrir að slá samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2008 | 20:38
Er gjaldþrota fólk kjörgengt til alþingis?
26.12.2008 | 15:53
Páfinn, biskupinn og presturinn í Seljakirkju.
22.12.2008 | 13:49
Ógreinilegar greiningardeildir bankanna.
16.12.2008 | 21:24
Sýrivextir ca 9000% hærri á Ísl. en í USA.
![]() |
Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 16:42
Mótmæli á villigötum.
![]() |
Vekjaraklukka fyrir stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 15:04
Hvar eruð þið sjálfstæðisþingmenn?
9.12.2008 | 17:37
Kúkurinn í lauginni.
Mörgum finnst sundlaugarmenning okkar vera æði merkileg. Þannig flykkjast útlendingar í sund þegar þeir heimsækja okkur. Eitt af sér einkennum þessarar menningar er að við viljum hafa allt hreint. Þannig eiga allir að fara í bað áður en farið er oní. Mig undrar það að merkingar í sundlaugunum okkar skuli ekki vera betri. Þannig er t.d í Árbæjarlaug að þegar komið er út úr gufubaðsklefa er ekki skilti beint á móti þér sem segir að það eigi að fara í sturtu á eftir gufubaði. Heldur er skiltið þar sem enginn sér það, þegar út er komið. Í Breiðholtslaug er það bakvið hurð. Þessi skilti eru síðan eingöngu á íslensku. Það er allt of algengt að fólk fari beint oní sundlaugina eða pottana eftir gufubað og deili eigin svita með öðrum sundgestum. Ég hygg að ekki einn maður sé ósammála mér hvað þetta varðar. Samt er ekki hægt að laga þetta. Af hverju? Af því að stjórnkerfi Reykjavíkur er svo stórt og svo þungt að þetta þvælist á milli manna og herbergja. Á ég að sjá um þetta? Nei, það er hann þarna í hinu herberginu, ekki ég. Hvað er verið að vísa þessu á mig, þetta á að fara í ráðhúsið. Hvað er verið að senda þetta í ráðhúsið þetta á að vera í sundlaugunum. Svona þvælist málið á milli í stjórnkerfinu á meðan kúkurinn flýtur um í sundlauginni.
ps. þetta blog verður sent ITR á vef Reykjavíkurborgar.