20.11.2008 | 00:51
Nú reynir á stjórnendur landsins að spila úr spilunum.
![]() |
IMF samþykkir lán til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 07:14
Sterling og verð á aflaheimildum.
Alli þekkja hvernig veðið á Sterling flugfélaginu margfaldaðist við sölu milli sömu aðila. Þannig var upphaflegt verð 3 milljarðar kr. Í síðasta söluhringnum var verðið tæplega sjöfalt meira. Hver var skýringin. Allir sjá nú að leikurinn var gerður til að búa til einhverskonar froðu sem var hægt veðsetja í bönkum og slegið meir lán til frekari afreka. Það nákvæmlega sama gerðist með verð á aflaheimildum. Verðið á varanlegu þorsk kílói margfaldaðist á nokkrum árum og var komið í ca 4500 kr kg. Söluverð á hverju kg var illa fyrir vöxtum af þessu verði. Hver var þá ástæðan fyrir þessu háa verði? Ástæðan var sú að búa til nákvæmlegu sömu froðuna og í Sterling dæminu. Þannig var hægt að sækja meir af lánum inn í bankakerfið. Hvað var síðan gert við þess lán? Stór hluti þeirra lána sem þannig fengust fór ekki inn í sjávarútveginn nei þau fór að stórum hluta í hlutabréfakaup m.a í bönkunum. Svo hrundi allt kerfið og allir þekkja framhaldið. Gjaldþrota þjóð. Meira að segja Steling fór á hausinn. En það merkilega er að umræða um sjávarútveginn er enginn. Þetta er sú sýnilegasta auðlind sem við eigum (eða áttum).
14.11.2008 | 13:10
Er verið að hafa okkur að fíflum?
Í u.m.þ.b einn mánuð hafa staðið harðar milliríkjadeilur milli Íslands og Bretlands svo heimurinn hefur tekið eftir. Deilt hefur verið um Icesave reikninga í UK. Er það að koma fram núna að það sé til nóg verðmæti fyrir þessum reikningum. Björgúlfur sagði það í kastljósi í gærkveldi. Í þessari frétt endurtekur viðskiptaráðherra það. Um hvað varð þá verið að deila? Var verið búa til vandamál. Var ekki nóg af þeim fyrir? Er verið að hafa okkur að fíflum?
![]() |
Icesave skuldin 640 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2008 | 08:44
Er þingmennska þægileg innivinna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 22:21
Nú geta Framsóknamenn stimplað sig út og hætt.
10.11.2008 | 15:21
Ef evran kemur fer þá kreppan?
10.11.2008 | 14:04
Dettifoss drekkhlaðinn, fullur af gjaldeyri.
9.11.2008 | 14:18
Vilja þingmenn líka orðið breytingar?
Ég get ekki betur séð og heyrt en að þingmenn okkar sumir vilji breytingar á þjóðfélagslegri uppbyggingu. Það er ekki laust við að bjartsýnin aukist þegar þingmenn í stjórnarliðinu eru farnir að sjá að breytinga er þörf. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingkona sjálfstæðisflokksins hefur stigið þar fram. Vonandi fer forista sjálfstæðisflokksins að skynja að við sem höfum stutt flokkinn ætlum ekki að sitja hjá og biða eftir hvað hún gerir. Við ætlum að breyta. Við ætlum að tala um kvótakerfið. Við ætlum ekki að líða óþolandi kunningjakerfi við úthlutun embætta, við ætlum að byggja upp réttlátara þjóðfélag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 22:40
Seðlabanki háskólabanki.
Við höfum sjúkrahús hér á Íslandi sem heitir Landspítali háskólasjúkrahús. Hvað þýðir það? Í mínum huga er verið að samræma og samþætta þá mestu þekkingu sem til er, bæði til kennslu og lækninga. Ef við hefðum svipað fyrirkomulag í efnahagskerfinu þá værum við með eitthvað sem héti Seðlabanki háskólabanki. Þannig væri sú mesta þekking sem til er í hagfræði bæði notuð til að stýra landinu og til kennslu í hagfræði við Háskólann. Rifjum upp hvernig sambandið hefur verið milli Seðlabanka Íslands og prófessoranna í háskólanum. Prófessorarnir hafa sagt í mörg ár að það ætti að reka alla seðlabankastjórana þeir gerðu tóma vitleysu og hefðu ekkert vit á því sem þeir væru að gera. Seðlabankastjóri no eitt hefur aftur sent skeyti til baka inn í háskólann þar sem hann segir að þessir guttar geta ekkert nema spáð eftirá. Hvernig þætti okkur að leggjast undir hnífinn hjá læknum á Landspítalanum ef við værum búin að heyra það frá prófessorunum í HÍ að læknarnir á Landspítalanum kynnu ekkert með hníf að fara og það ætti að reka þá alla á einu bretti og álíka skeyti kæmu til baka frá læknum til prófessoranna í HÍ. Nú er miklu meira en nóg komið, við verðum að breyta um. Mín tillaga er að Seðlabankanum verði breytt i Seðlabanka háskólabanka.
8.11.2008 | 12:10
Davíð hótar að knésetja stærsta fyrirtæki á Íslandi.
![]() |
Stærstu mistökin að flytja ekki Kaupþing úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |