Helsærðir útgerðarmenn.

Nú eru útgerðamenn særðir vegna ummæla frá Samtökum atvinnulífsins um að þeir hafi hindrað lýðræðislega umræðu þar innan dyra.

 

Í mínum huga hafa útgerðamenn hindrað lýðræðislega umræðu um ESB innan sjálfstæðisflokksins og náð þar undirtökum í áratugi. Nú er þrýstingurinn orðin það mikill innan sjálfstæðisflokksins að þöggunarstefna LÍÚ heldur ekki lengur. Mér er það minnistætt að á einum landsfundi sem ég sótti, þar sem sjávarútvegs mál voru á dagskrá, hvernig forusta LÍU stein þagði og fylgdust með úr fjarlægð.  En þeir sem töluðu og fóru í pontu voru menn eins og Kristinn Pétursson og fleiri honum líkir og fluttu mál sitt ágætlega. Nú er svo komið fyrir útgerðamönnum að þeir virðast vera að kafna í eigin þögn. Engum til meiri tjóns en íslenskum sjávarútvegi og þeim sjálfum. Þessi tvískinungur LÍÚ að þegar verið er að ræða um kvótann þá sé það einkamál eigendanna “LÍÚ” en þegar verið er að ræða um að ganga í ESB þá eru rökin að þá sé verið að afsala Íslenskri auðlind til útlendinga. Ef útgerðamenn ætla að ná andanum þá verða þeir að koma út úr skápnum og taka umræðuna um ESB og íslenskan sjávarútveg. Nú er svo komið fyrir þessari grein að sennilega þarf  lágmark 100 til 150 þús tonn af þorski til að greið vexti af þeim lánum sem fengin voru til kaupa á aflaheimildum. Þessi þúsundir tonna fara sem vaxtagreiðsla til erlendra banka. Á sama tíma og Íslenskir útgerðamenn veiða þúsundir tonna í landhelgi annarra þjóða, er það tvískinungur að það sé glæpur að leifa útlendingum að veiða einhver tonn innan íslenskrar landhelgi. Í mínum huga er þetta ekki bara spurning að þiggja . Við erum partur að stórri heild. Með nýrri uppbyggingu á Íslensku samfélagi verður það aldrei liðið að sjávarútvegsmál eða kvótinn verði tekin út fyrir sviga.


mbl.is „Sérlega meiðandi” fullyrðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Við mundum finna hressilega fyrir því ef gjaldeyririnn sem þeir skaffa bærist ekki

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 27.11.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband