Kenninginn um mesta “fíflið”

 

Kenningin um mesta fíflið er þekkt. Þannig var það ekki mesta fíflið sem keypti í De code fyrir 59 us dollar/hlut af því að það var annar sem var tilbúinn að greiða 60 us dollar/hlut. Þetta er þekkt fyrirbæri. Í ágætum laugardagsþætti á rás 1 í gær var því líst hvernig mesta fíflið í byggingarbransanum var til þ.e það byggingarfélag sem gat byggt og selt og fengið greitt slapp fyrir horn. Síðan kom að því að síðasta  (fíflið) byggingarfélagið byggði,  gat ekki selt og fékk ekki greitt fyrir  afurð sína. Þannig eru til heilu hverfin hálf byggð, engin kaupandi og allt stopp. Þessi kenning er kunn út um allan heim og gengur undir heitinu mesta fíflið.

En nú virðist sem það eigi að afsanna þessa kenningu í Íslenskum sjávarútvegi. Ég fæ ekki betur séð en að sá sem keypti varanlegar aflaheimildir (þorsk kg) á 4500 til 4800 kr/kg sé í einhverjum vandræðum. Ég hef ekki heyrt um að hvorki nýju eða gömlu bankarnir hafi leyst til sín eitt kg. af aflaheimildum þó allir viti að umrætt verð er bull, og eða bóla sem sprakk. Mér sýnist að þetta sé bara spurning um að auka kvótann og einhverjar hliðarráðstafanir. Þannig hefur íslenskum sjávarútvegi tekist að afsanna kenningunni um mesta fíflið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband