Gæti Deloitte reiknað barn í konu?

Endurskoðunarfyrirtækin stóru hafa sýnt okkur það að þau eru ótrúlega sleip í reikningi. F.h (fyrir hrun) reiknuðu þau út að fyrr hryndu fjöll og dalir frekar en íslensku bankarnir. Fjöllin standa en bankarnir féllu. Samkvæmt skýringum (til okkar almennings) á að taka hluta af hagnaði í gjald fyrir afnot af auðlindinni. Samkvæmt skýringum Steingríms þá fer þessi hlutur allt niður í núll þegar illa árar. En nú reiknar Deloitte út að allur hagnaður fari í gjöld og meira til. Meira að segja LÍÚ telur þessa upphæð geta farið í allt að 70% af hagnaði. En nú bjóða endurskoðendur betur 105%. Sennilega er hægt að fara til Deloitte og panta hvaða reiknislega niðurstöu sem er, ef maður bara getur borgað fyrir þjónustuna.
mbl.is Allur hagnaðurinn skattlagður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, greyin.

Þegar ræningjarnir í Kardimomubænum voru gripnir af Basítan bæjarfógeta hafði fógetinn fulla samúð með ræningjunum. Jafnvel bakarinn líka. Þegar ræningajarnir höfðu hælt brauðunum hjá bakaranum sagjði hann "Jæja greyin, sögðu þeir það". Nú hefur héraðsdómur aumkað sig yfir olífélögin og fundist að það hefði verið brotið á andmælarétti þeirra. Niðurstaða er að almenningur sem var rændur af olíufélögunum þarf að greiða til baka 1,5 miljarð. Ræningjarnir í Kardimonubænum voru dæmdir fyrir sín brot og tóku út sína refsingu. Að refsingunni lokinni urðu þeir ekki bara betri borgarar heldur fyrirmyndaborgarar. En hver skildi verða niðurstaðan með olíufélölögin þegar við, almenningur höfum borgað til þeirra 1,5 miljarð. Skildu þau læra eitthvað. Ég verð að játa að stundum á ég erfitt með að skilja réttlætið. En það er nú kannski bara mitt vandamál.
mbl.is Ríkið greiði olíufélögum til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjálfstæðisflokkurinn séreign, sameign eða séreign sumra?

Síðla árs 2008 ákvað sá er þetta rita að nú ætlaði ég að láta mína rödd heyrast innan sjálfstæðisflokksins. Ég hef skoðun á hlutunum og mig langaði að heyra skoðanir flokks bræðra og systra, hvernig við ættum nú að bregðast við þeim atburðum sem þá gerðust. Ég leit þannig á að nú þyrftum við svolítið nýja sýn á hlutina. Allir sjálfstæðismenn ættu að geta verið sammála um grunninn sem er sjálfstæðis stefnan og frelsi einstaklingsins í umhverfi sínu. Ég ákvað að mæta á fundi í því hverfi sem ég bý í . En fundirnir sem haldnir hafa verið í því hverfi frá  2008 er sára fáir (teljandi á fingrum). Ég sá fljótt að mitt hlutverk mitt var í mesta lagi að mæta á fundi og spyrja (þá er sátu undir árum þegar siglt var fram af brúninni) örstuttra spurninga. Mitt hlutverk var að hlust á skýringar. Margoft lýsti ég þeirri skoðun minni við Hafstein Valsson þáverandi formann hverfafélagsins að fundirnir væru illa boðaðir og illa upp settir. Á tíma var óánægja mín það mikil að ég sendi beiðni um neftöng allra félagsmann í hverfinu og hugðist bjóða mig fram til formanns. Að sjálfsögðu var mér ekki svarað. Ég flokkast sennilega ekki undir séreignahópinn. Formaður félagsins Hafsteinn Valson lofaði mér að senda mér póst þegar fundir væru í félaginu. Nú í lok febrúar sendi ég póst á þennan formann og spyr hvor ekki fari að styttast í aðalfund. Ég fékk svar um hæl um að aðalfundur væri búinn, hann hafi verið auglýstur í morgunblaðin samkvæmt lögum félagsin. Þrátt fyrir beiðni mína um að senda mér póst um fundi og þrátt fyrir að Hafsteinn sé starfsmaður í Valhöll, var láti nægja að auglýsa fund Morgunblaðinu og að öllum líkindum boðaðir réttu mennirnir með samtölum. Ég spyr mig eftir þessi fjögur ár þeirra spurninga sem er hér í fyrirsögn. Svar mitt er að Sjálfstæðisflokkurinn er séreign. Lýðræðið er stórkostlega laskað og þörfin fyrir að byggja það upp er stórkostlegt. Ég velti því upp í huga mínum hversu hár meðalaldur séreignamanna er. Mér segist svo hugur að hann sé hár. Ég rakst á það að meðalaldir á Kópavogsfundinum sé hár.Mín vera í flokknum mælist í áratugum. Á meðan ég upplifi flokkinn sem séreign, þá sit ég hjá í kosningum. Megin verkefnið er að gera flokkinn að sameign, sameign um þau grunngildi sem flokkurinn stendur fyrir.  
mbl.is Kristján Þór annar varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru góðir eigendur af fyrirtækju?

Í mínum huga er þessi frétt ákaflega merkileg. Nú er rætt um það  að starfsmenn  365 komi að einhverju leiti að rekstrinum og verði eigendur þess að hluta. Jón Ásgeri er þektur eigandi. Var hann góður eigandi af þeirri fyrirtækjum sem hann átti? Ég er í hópi þeirra sem gefa Jóni algjöra falleinkunn. Sú pólitíska spurning sem ætti að vera sem rauður þráður í pólitískri umræðunni  er þessi. Hverjir eru góðir eigendur af þeim fyrirtækju sem hér starfa? Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir ekki sett þessa spurningu á dagskrá. Ég gerði tilraun til að ræða þessa spurningu í Valhöll á fundi hjá sjálfstæðisflokknum. Ég hefði alveg ein getað sleppt því. Eina umræðan sem er  boði er. Hvernig getum við komið fyrirtækjunum í hendur þeirra sömu manna og settu þau á hausinn? Auðvitað dettur mönnum fyrst í hug hvert að ekki megi nota lífeyrissjóðina. Peningana í eigu almennings. Ég væri t.d meira en tilbúinn til þess að leggja mín 4% (sem ég greiði nú í lífeyrissjóð) beint til hlutabréfakaupa í því fyrirtæki sem ég vinn hjá. Ég hef þá sýn að við starfsmenn sem þar sörfum ættum c.a 10-15% í fyrirtækinu. Við fengum mjög gott sýnishorn af þeirri eigenda stefnu sem hefur verið rekinn hér á síðustu áratugum. Er ekki kominn tími til að við reynum nýja sýn í þessum efnum?
mbl.is Vilja kaupa 365 miðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um óhæfa stjórnmálamenn.

Hér varð hrun af því að við höfum haft  of marga lélega stjórnmálamenn og stjórnendur. Nú er verð á bensíni og olíu komin í þær hæðir að óhjákvæmilega verða menn að horfast í augun á vandanum. Þá fara menn með tuggu eins og Mörður gerir hér að ofan. Með aukinni hækkun á bensíni á erlendum mörkuðum og prósentutengingu skatta við erlendar hækkanir vaxa skattarnir óhóflega. Að tala eins og að ef að gefin er eftir prósentuhækkun og farið í fasta krónutöluálagni tímabundið sé verið að gefa eftir skatta sem annars væru  í hendi er fráleitt. Í mínu huga er tal eins og Mörður er með í þessari fréttt aðeins sýnishorn um lélega og óhæfa stjórnmálamenn. Sem er því miður of mikið af í öllum flokkum 
mbl.is Frumvarpið kostar 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Abramovich er rúsneskur rugludallur.

Ef einhver ætti að yfirgefa Chelsea þá væri það Abramovich. Þetta er dæmigerð saga um hvernig menn verði af aurum api. Uppspretta auðsöfnunar þessa rússa er sprottin út frá vafasömum stjórnunarháttum í rússlandi. Að fylgjast með því hvernig þessi maður ætlar að kaupa titla með peningana eina að vopni er harmsaga og dæmd til að mistakast. Chelsea er sálarlaust knattspyrnufélag sem ætti að leita að rótum sínu og upprunna.
mbl.is Ranieri varar Villas-Boas við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð frá þessum manni vega þungt.

Eflaust eru margir í sömu sporum og ég. Stöðugt með hugann við hvað sé farsælast fyrir okkur að gera í sambandi við inngöngu í EES. Mér finnst einfaldlega stjórnmálamenn skorti trúverðuleika þegar þeir ræða kosti og galla þess að ganga inn í EES. En þegar menn eins og Jón sigurðsson forstjóri Össurar tjá sig jafn aðdráttarlaust og í þessari frétt vega þau orð þungt.
mbl.is Krónan er fíllinn í stofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur Bjarni Ben. við Dorrit forsetafrú?

Heimildir herma að Bjarni Benidiktsson formaður sjálfstæðisflokksins sé farinn að halda við Dorrit forsetafrú. Þega DV bar þessar fréttir undir Bjarna neitaði hann. Kastljós hefur fengið veður af málinu og boðið þeim báðum að koma í Kastljós og tjá sig um málið. Dv spurði Bjarna hvort hann væri tilbúiin að opinber rannsókn fari fram á þessum ásökunum. Þessi atburðarás er í líkindum við síðasta þátt af hinum annars ágæta þætti Borgen sem sýnd er á RUV. Þar setja spunameistarar formannsins Laugesen það í gang að forsetisráðherran sé farinn að halda við spunameistara sinn, öllum brögðum er beitt. Það að fá Bjarna Ben. og Dorrit í Kastljós til að bera af sér þessar saki fengi ofsalegt áhorf. Auglýsingar fyrir þáttin seldust á uppsprengdu verði. Það er nefnilega mikið framboð á pólitík í þessum málaflokki. Nú er verið að krukka í fortíð Bjarna og hafa menn miklar áhyggjur af. Í dag höfum við forsætisráðherra sem sat undir árum þega skútunni var siglt fram af brúninni. Það þarf ekki einu sinni að rannsaka það, hún gengst við þvi. Ég sé ekki að fólk hafi neinar sérstakar áhyggjur af því, og þaðan af síður að Jóhönnu finnist það eitthvað mál. Er ekki kominn tími til að við að setja pólitíkina á örlítið hærri stall. Eða er þetta partur að hinu úrbrædda vestræna lýðræði.?

Æ, þegiðu.

Eldri dóttir mín 13 ár sat hjá mér og horfði á sjónvarpsfréttir með mér. Við horfðum bæði á þegar Steingrímur labbar úr ræðustól og segir "Æi, þegiðu". Við hlóum bæði hátt og innilega.Yngri dóttirinn vildi vita hvað var svona sniðugt. Sú eldri útskýriði að það hafi verið alþingismaður á alþingi sem sagði öðrum að þegja. Hér innan dyra hefur það verið regla, alveg sama hvað á gengur að við notum ekki ljótt orð hvort við annað. Sennilega hefur það verið eitt verðugasta verkefni allra þingmanna eftir hrun að auka virðingu alþingis. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi gengið jafn illa að auka virðingu alþingis eins og það hefur tekist að stjórna þessu landi. Tækifærin og möguleikarnir er fyrir hendi þannig að við getum öll haft það gott sem lifum í þessu landi. Því miður er ég ekkibjarsýnn á að við fáum stjórnendur og stjórnunarhætti sem við þurfum í næstu framtíð.


Hvernig byrja styrjaldir?

Þessi spurning kemur óneytanlega upp í hugann á þessum tímamótum Grikkja. Þjóðfélagsgerð Grikkja verður það sködduð að óvíst er að landið beri þess nokkurtímann bætur. Það var intresant viðtalið sem Egill átti við Ástralska hagfræðinginn í Silfrinu í dag. Það virðist svo vera að þeir sem bjuggu til peninga með því að lána án þess að hafa hugmynd um arðsemina sleppi nokkuð fyrir horn. Almenningur skal greiða fyrir þeirra mistök. Mín skoðun er sú að stutt sé í ófriðarbál í heiminum út af efnahagskrísunni. Þessi neisti sem er búið að kveikja í Grikklandi gæti hæglega orðið af stóru báli. 


mbl.is Grikkir samþykkja niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband