Orð frá þessum manni vega þungt.

Eflaust eru margir í sömu sporum og ég. Stöðugt með hugann við hvað sé farsælast fyrir okkur að gera í sambandi við inngöngu í EES. Mér finnst einfaldlega stjórnmálamenn skorti trúverðuleika þegar þeir ræða kosti og galla þess að ganga inn í EES. En þegar menn eins og Jón sigurðsson forstjóri Össurar tjá sig jafn aðdráttarlaust og í þessari frétt vega þau orð þungt.
mbl.is Krónan er fíllinn í stofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Forstjóri Össurar talar út frá hagsmunum síns fyrirtækis. Þeir hagsmunur fara ekki endilega saman við heildar hagsmuni þjóðarinnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2012 kl. 15:11

2 identicon

Hann talar frá sinum bæjardyrum .ekki almennings  og þjóðar. ...eg kaupi þetta ekki eins og hann setur þetta upp .

rh (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 15:40

3 identicon

Það skildi þá aldrei ver að hagsmunir fyrirtækja færi saman við hagsmuni einstaklinga og fjölskyldna.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 15:43

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Egill, hvað heldur þú að forstjóri Össurar hefði sagt ef megin viðskipti fyrirtækisins væru til Bandaríkjanna?

Þá hefði hann sagt að við ættum að taka upp dollar. Spurning hvort hann hefði jafnvel stungið upp á að við gengjum/innlimuðumst í Banadaríki Norður Ameríku?

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2012 kl. 16:01

5 identicon

Össur græðir vel í dag á veikum gjaldmiðli en gekk vægast sagt illa þegar krónan var sem sterkust hér í góðærinu.

Jón er framsýnn maður og veit hvað hann syngur. Sveiflugjarn gjaldmiðill skiptist á að drepa inn og útflutning á nokurra ára fresti, sem þýðir ekkert annað en gríðarleg sóun í hagkerfinu.

Jónsi (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 16:02

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú meinar ESB, við erum nú þegar aðilar að EES samningnum. En Jón forstjóri er ekki að segja neinar nýjar fréttir eða að uppgötva hjólið. Allt sem hann segir er eðlileg niðurstaða hjá þjóð sem er með ónýtan gjaldeyrir og þarf að komast í „betra samband“.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.2.2012 kl. 16:30

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Á meðan krónan er í notkun þá er hún ekki "ónýt" eins og einhverjir segja. Það að gjaldmiðill sé "ónýtur" verður hann jafnframt "ónothæfur". Krónan nýtist ennþá og get ég enn verslað fyrir mínar krónur þar sem ég fer. Hin Íslenska Króna er allveg jafnnothæf og evran eða dollar, eða einhverjir aðrir gjaldmiðlar.

Í mínum huga er það að segja að krónan sé ónýt jafngildi þess og að segja það að við sem Íslendingar séum ónýt þjóð. Við vinnum fyrir Krónuna og hún getur unnið fyrir okkur ef fólkið sem stjórnar notar hana rétt. Fjármálkerfi og stjórnkerfi landsins er þannig rekið að krónan á erfitt uppdráttar.

Svo má benda á hið fornkveðna: "Árinni kennir illur ræðarinn" sem snúa mætti til: "Krónunni um kennir fjárglæfraliðið"...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2012 kl. 16:57

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmm við höfum verið með krónu í nokkra áratugi. Hver er staðan nú? Og hver verður hún eftir ca 40-60 ára með hinni rómuðu og víðfrægu íslensku efnahagsstjórn. Æi segi nú bara sona

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.2.2012 kl. 17:32

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Með áframhaldandi efnahagsstjórn miðað við hvernig hún er rekin þá sannanlega verður gengið af okkur dauðum, Íslendingum sem Krónunni...

Ólafur Björn Ólafsson, 15.2.2012 kl. 17:52

10 identicon

Frá því að ég tók bílpróf hefur bensínlítrinn hækkað um 160.000 %. Ég keypti mína fyrstu íbúð fyrir ca 40 áru. Í hverju einasta mánuði í 40 ár hef ég greitt af fasteignalánu. Hver er afraksturinn. Eiginfjárhlutfall er ca 0%. Það þarf kjark til að  segja við skulum halda þessu öllu óbreyttu, Höldum í krónuna. Ég færist nær og nær þeirri skoðun að börnin mín og barnabörn lúti sömu reglum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Traust mitt til þess að hér verði stjórnarfar verulega ólíkt því sem ég hef áratuga reynslu af fer þverrandi. Því spyr ég sjálfan mig því ekki að tengjast Evrópu enn sterkari böndum en við gerum í dag.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 17:52

11 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Óafvitandi eða vitandi þá hefur krónan verið notuð til þyngja byrðar fólksins í landinu og Stjórnmálamenn verið að setja puttana í hvernig kökunni er skipt. Þetta er vanþroski sem ekki virðist hægt að uppræta. Það er hagur fólksins í landinu að taka upp annan gjaldmiðil af því að stjórnmálamönnum og bankamönnum á Íslandi er ekki treystandi. Jón er einn þeirra sem enn þorir að segja sannleikann um ástandið og ástæur hans. Þegar svona þungaviktar menn tala á þjóðin að hlusta.

Ólafur Örn Jónsson, 15.2.2012 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband