Gæti Deloitte reiknað barn í konu?

Endurskoðunarfyrirtækin stóru hafa sýnt okkur það að þau eru ótrúlega sleip í reikningi. F.h (fyrir hrun) reiknuðu þau út að fyrr hryndu fjöll og dalir frekar en íslensku bankarnir. Fjöllin standa en bankarnir féllu. Samkvæmt skýringum (til okkar almennings) á að taka hluta af hagnaði í gjald fyrir afnot af auðlindinni. Samkvæmt skýringum Steingríms þá fer þessi hlutur allt niður í núll þegar illa árar. En nú reiknar Deloitte út að allur hagnaður fari í gjöld og meira til. Meira að segja LÍÚ telur þessa upphæð geta farið í allt að 70% af hagnaði. En nú bjóða endurskoðendur betur 105%. Sennilega er hægt að fara til Deloitte og panta hvaða reiknislega niðurstöu sem er, ef maður bara getur borgað fyrir þjónustuna.
mbl.is Allur hagnaðurinn skattlagður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur þetta gengið upp eftir því sem segir í uppgjöri sem HB Grandi skilaði fyrir skömmu þá námu rekstrartekjur fyrir árið 2011, 183,7 milljónum evra (30,8 milljörðum kr) og jukust um 38,9 milljónir evra (6,5 milljarða kr) frá árinu 2010,en veiðigjaldið fyrir árið 2011 var aðeins 2,2 milljónir evra (innan við 400 milljónir kr) svo ég efast um að þetta Deloitte fölsunarfyrirtæki hafi einusinni lesið árskýrslu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins áður en þeir afgreiddu þessa pöntun frá sér !

Árni (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:51

2 identicon

Þetta er ágætis púntur hjá þér Árni. En það sem væri virkilega fróðlegt sjá væri hvernig skiptingin væri úr sjávarauðlindinni. Það kökurit sem mig langar að sjá eru þessar sneiðar. Hlutur bankans, hlutur ríkisins (gjald fyrir afnot að auðlindinni), hlutur fyrirtækjanna. Það sem ég ekki bara held heldur veit að allt of stór hluti fer í gjald til bankanna. Um það mætti skrifa langa grein. Kannski er vandamálið í hnotskurn það að fyrirtækin eru ekki að taka of mikið til sín hel..... bankarnir hirða þetta meira og minna til sín.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 14:12

3 identicon

Einmitt það fyrsta sem mér datt í hug. Jú, þetta eru "endurskoðenda"-fyrirtækin sem skrifuðu undir reikninga bankanna fyrir hrun. Ég segi nú bara við þau: "Ætlist þið virkilega að almenningur trúi einu orði sem frá ykkur kemur, bæði nú og í náinni framtíð". Þið eruð ábyrgðarlaus skítseiði sem gerið allt fyrir peninga, falsið ársreikninga, falsið skýrslur, falsið álit, falsið fals.

Kaggi (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband