Borgum við skattgreiðendur mistökinn?

Þarrna eru gerð mistök við greiðslu fjár hjá Reykjavíkurborg. Mistökin eru þess eðlis að að allir með sæmilega réttlætiskennd sjá þessi mistök og áttu að ver öllum ljós þegar greiðslan var innt af hendi. Svipað tilfelli kom upp Hjá Borgarahreyfingunni. Þar sögðu þingmenn sig úr þeirri hreyfingu og stofnuðu Hreyfinguna. Framlög voru að sjálfsögðu greidd áfrm til Borgarahreyfingarinnar. En hver skildi verða málalok á þessum mistökum Reykjavíkurborgar. Að sjálfsögðu verður skattgreiðendum sendur reikningurinn.
mbl.is Borgin fer yfir dóminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

156.150% hækkun á bensíni.

Þegar sá er þetta ritar fékk bílpróf 17 ára gamall og keypti fyrst bílinn hefur bensínið hækkað um hundraðfimmtíuogsexþúsundeitthundraogfimmtíu prósent. Það er mér nokkuð minnistætt að þessi bíll sem var að gerðinni Cortina hafði þann vonda kvilla að ef sett var of mikið bensín á tankinn fór tankurinn að leka. Ef ég keypti fyrir 100 kr þá hélt tankurinn og ekkert lekavandamál. Fyrir hundraðkallinn fengust sex lítrar af bensíni. Verð á lítra hefur því verið um 16 kr. Síðar fór krónan í aðgerð og klippt var af henni tvö núll. Því hefur lítirinn verið á 0,16 kr (nýkrónur) eins og krónan var kölluð eftir að hún kom úr klippingu. En nú er verðið komið í 250 kr/ltr. En hvað skilu átján ára drengir sem nú borga 250 kr/ltr  borga þegar þeir eru komnir á minn aldur og bensínið hækkar jafnmikið næstu fjörutíu árin eins og það hefur gert síðustu fjörutí. Þá verður lítrinn á  390.625 kr og áfyllingin því  23.437.500 kr.
mbl.is Bensínverð yfir 250 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki spurning um hvort heldur hvenær.

Það er ánægjulegt að konan hafi sloppið vel út úr þessu slysi. Í mínun huga var ekki spurning hvort þarna irði slys eða ekki heldur hvenær. Þegar Harpa var tekin í notkun var umferðahraði settur niður í 30 km/klst fyrir framan húsið  og var þorfin ærin. Þarna er mikil umferð af gangandi vegfarendum Mér finnst það með ólíkindum hversu illa ökumenn virða þann hámarksakstur sem þarna er. Þarna er slysagildra sem þarf að laga. Blikkandi ljós þar sem sýndur væri hraðinn á bifreið þinn gætu hjálpað til. Ef lögreglan mældi hraðan fyrir framan Hörpu er ég klár á því að margir ökumenn eru á tvöföldum hámarkshraða og jafnvel meira.
mbl.is Unga konan slapp ómeidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfríður og Ögmundur gefa alþingi von.

Það er með eindæmum hvað alþingi hefur verið mislagðar hendur síðustu ár og jafnvel áratugi. Kjarklausir stjórnmálamenn hafa verið sem ráfandi reköld og allt hefur snúist um það að stíga í takt við foringjann í þeirri von að eiga von á ráðherrastóli. Afraksturinn er öllum ljós. Ég horfi á það sem ljós í myrkrinu að það skuli vera á þingi fólk eins og Guðfríður Lilja og Ögmundur Jónasson. Við getum deilt um þá pólitík sem þau standa fyrir, en réttlætiskennd og heiðaleika þeirra þarf ekki að deila. Eftir hrunið var það meginverkefni alþingis að byggja upp traust á þeirri stofnun. Í mínum huga eru það þau tvö þ.e Guðfríður og Ögmundur sem skora hæðst í þeirri uppbyggingu. 


mbl.is „Stórkostlega misráðið“ af Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki tími til að hætta þessari vitleysu.

Víða erlendis tíðkast þessi siður að hengja  orðu á einhverja útvalda þjóðfélagsþegna. Öll þekkjum við myndir af einhverju offiserum (aðalega körlum) í hernum sem er með þakin brjóskassann af orðum fyrir unna hetjudáð. Með fullra virðingu fyrir þessu ágæta fólki sem nú er úthlutað orðu frá forsetanum þá held ég að það ætti að leggja þennan sið af. Margir útrásarvíkingar bera þessa orðu fyrir fádæma dáðir á sviði viðskipta. Það er andstætt íslenskri þjóðarsál að stunda eitthvað tittatog og draga einhverja í dilka fálkaorðunnar. Það er einlæg von mín að næsti forseti leggi þennan sið af.


mbl.is Embættið pólitískt eftirsóknarverðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðupottur.

Allir sjá að stjórnarskútan er orðin það hrip lek að það er útilokað að nokkur framtíð geti verið í henni. Það er þyngra en tárum taki að nú þegar við þurfum yfirburðastjórn og stjórnendur skulum við vera í þessum sporum. Það brýnasta er að þjappa þjóðinni  saman. Standa saman um hvað ? Betri afkomu bankanna og meiri völd til þeirra? Nei, það þarf að gefa fjölskyldunum í landinu von. Von um að byggja aftur upp eftir það eignahrun sem varð á siðasta áratug. En brýnast af öllu er að færa völdin frá bönkunum og yfir til fólsksins sem byggir þetta land og á.
mbl.is Fundahöld um allt hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er leið fyrir Íslensk stjórnvöld.

Ein afleiðing af bankahruninu er að fjöldi Íslendinga eru annaðhvort tæknilega eða hreinlega gjaldþrota. Það er morgun ljóst að bankarnir (þeir sömu og komu efnahag alls almennings í svaðið) eru búnir og eiga eftir að keyra marga, bæði fjölskyldur og einstaklinga í gjaldþrot. Bankarnir voru reistir við af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms af almanna fé með þeim hætti að þeir skila tugum miljarða í hagnað og styrkja eiginfjárstöðu sín dag frá degi. Þarna er leið fyrir ríkisstjornina sama hver hún er að náða fólk undan þrældómi bankanna. Það er vel til fundið að velja 17. júní ár hvert til að náða fólk þannig að það ætti möguleika á að byggja sína fjárhagslega stöðu að nýju. 


mbl.is Castro náðar fjölda fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknilegt gjaldþrot.

Það var upp fótur og fit þegar Gylfi Magnússon kom í hádegisfréttum dag einn í okt 2008 og sagði að bankarnir væru tæknilega gjaldþrota. Alir þekkja framhaldið. Nú virðist vera raunin að bankarnir hafa sterka eiginfjárstöðu en heimilin í landinu eru (tæknilega) gjaldþrota. Eigið fé sem almenningur átti í fasteignum sínum er farinn. Bankar og lánastofnanir eiga, fyrirtækin í landinu, íbúðirnar sem við búum í og bílana á götunni. Og nú ætla Jóhanna og Steingrímur enn að hækka skatta og þar með bæta á skuldabagga einstaklinga og fyrirtækja. Þvílíkir stjórnunarhættir, þvílíkt land.
mbl.is Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt breytist í skít sem þessi maður kemur nálægt.

Nú er það upplýst að þetta er útgerð Þorsteins Erlingssonar í Keflavík. Sama mannsins og veðsetti kvótann sinn og komst til valda í Spk. Kef. og lagði sparisjóðinn í þvílíkar rústir að fjöldi manns liggja í valnum fjárhagslega. Þetta er sami maðurinn og er ásakaður um að hafa rænt kvóta úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir tugi eða hundruði miljóna. Nú er það staðreynd að þessi viðbjóður með 13 ára barn viðgekks um borð í skipi Þorsteins. Það er ekki einleikið hvað allt getur breyst í skít sem sumir menn koma nálægt.
mbl.is Allir horfnir til annarra starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á íbúð sem Landsbankinn á

Nú eiga bankarnir fyrirfækin í landinu, íbúðirnar, bílana á götunni og fl.og fl. En hverjir áttu þetta áður. Þetta eru eignir sem voru í eigu einstaklinga, fyrirtæka og félaga. Þvílíkt land sem við búum í. Eftir hrun var var talað um að skipta bönkunum í góða og slæma banka. Stóra spurningin er nú. Eru bankarnir góðir eigendur eða slæmir?. Í mínum huga eru þeir afleitir. Þetta eru sömu bankar með nýja kennitölu sem komu landinu á hausinn. Brennuvargarnir þeir meira en ganga lausir, þeir eru fóðraðir á eldspítum. Eitt sinn heyrðist þessi fleyga setning á Skaganum í gamladaga. "Eg á bíl sem pabbi minn á" . Nú get ég eins og fleiri sagt "Ég á íbúð sem Landsbankinn á"
mbl.is Hagnaður Landsbankans 27 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband