Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.2.2009 | 10:58
Snýr Kristinn heim?
Jón Magnússon hætti í Frjálslindaflokknum og snéri heim. En hver getur hjálpa Kristni að rata heim? Það getur orðin þrautin þyngri og hætta á að hann villist í þokunni. En hvað sem segja má um Kristinn þá opnar maður alltaf eyrun þegar hann opnar munninn.
![]() |
Kristinn hættur í þingflokki frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2009 | 23:50
Fer kreppan ef Davíð fer?
Þessa spurningu fékk ég frá 10. ára dóttur minni. Hvernig börn upplifa kreppuna og hvernig börnum líður vegna kreppunnar er rannsóknarefni félagsfræðinga framtíðarinnar. Börnin eiga erfitt með að skilja hvað raunveruleg gengur á. Sennileg hefði dóttir mín vilja fá svarið, "já ef okkur tekst að losna við Davíð Oddson verður allt eins og fyrr og allt verður í besta lagi". Stundum finnst mér að stjórnarliða séu með sömu væntingar og dóttir mín litla. Um leið og Davíð fer þá lagist allt. Sennilega verður morgundagurinn 26.feb síðasti starfsdagur Davíðs í Seðlabankanum. En hvað tekur svo við? Ég get svo sannarleg tekið undir það að það þurfti að gera breytingar í seðlabankanum. En hvernig að því er staðið verður ekki til að auka veg okkar og virðingu á erlendri grundu. Norðmenn voru fljótir að ná í einn bankastjórann sem losnaði. Það er ekki hægt að segja að maður sé að drepast úr bjartsýni þessa daganna, en ég held að nú sé að fara í hönd einhver pólitísk ringulreið og vitleysa. Sennilega kemst ekki jafnvægi á fyrr en dóttir mín fyrrnefnda er kominn á kosninga aldur og hún og hennar kynslóð tekur hér við og endurreisa Íslenskt samfélag.
![]() |
Seðlabankafrumvarp afgreitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 10:06
Er þetta ekki bara rétt ákvörðun?
Ég held að þetta sé rétt ákvörðun. Þegar búið er að sópa öllum óþverranum undan teppinu, ætla þá íslens stjórnvöld að réttláta þennan óþvera fyrir erlendum dómstólum? Ætla íslensk stjórnvöld að réttlæta það að einn maður hafi fengið 100 miljarða í yfirdrátt, tilfærslur á miljörðum í skattaskjól og.sfrv. Ætli staðreyndin verði ekki sú að við eigum nóg með að kingja því hér heima þó við þurfum ekki að tala fyrir óþverranum fyrir erlendum dómstólum.
![]() |
Hætt við málssókn gegn Bretum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2009 | 23:50
Skvísustefna RUV.
Á meðan skvísustefna ræður ríkjum hjá ruv, er útilokað að hæfasta og besta fólkið verði fyrir valinu sem fréttamenn og dagskráfólk sjónvarpsins. Hvað er skvísustefna? Skvísustefna er það þegar útlitið er sett ofar öllu. Við sjáum þetta á báðum sjónvarpsstöðvunum. Gullfalegar ungar konur eru gjarnan fengnar til starfa. Auðvita spyr maður hvort það sé útlit sem sé númer eitt og annað fylgi þar á eftir. Í fréttaþættinum "Hard talk" þar sem rætt var við Geir Haarde kom ljósleg fram hvernig fagmenn vinna. Hvergi er skvísustefnan hræðilegri hjá ruv en við val á sjónvarpsþulum. Í þetta starf veljast nær eingöngu ungar bráðmundalegar stúlkur sem sýna okkur það helsta í nýjustu tísku. Af hverju má ekki ráð eldri konu sem er hætt að vinna. Hvað er fallegra en eldri kona í peysufötum , sem segði okkur hvað væri næst á dagskrá. Eða veðurbarinn gamall sjómaður á das. Þetta er kjörið starf fyrir eldra fólk. En með nýju Íslandi og nýjum gildum verða vonandi breytingar á þessu hjá ruv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 20:26
Segðu af þér Sigmar.
Ég horfði á Kastljós eins og sennilega 99,9% þjóðarinnar. Ég fæ ekki betur séð en að rökrétt niðurstaða sé að Sigmar segi af sér. Einnig er þörf á að útfæra nýjan búsáhaldablús þar sem þemað væri vanhæfir fréttamenn, já og kannski vanhæfir mótmælendur.
![]() |
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 13:22
Var verið að biðja um svona lýðræði.
Nú fáum við að sjá íslenskt lýðræði eins og best gerist. Þingmaður í framsókn vill fá að sjá skýrslu um Evrópska seðlabanka áður en það er afgreitt úr nefnd og vill bíða í tvo daga með að afgreiða málið úr nefndinni. Væntanlega er það mat þessa þingmanns að þarna geti verið eitthvað sem væri gott fyrir nefndina að sjá áður en málið er afgreitt. Hvað gerist? Þessi þingmaður er úthrópaður. Þingmaðurinn hefur sagt að hann hafi greitt atkvæði samkvæmt samvisku sinni. Það virðist ekki koma málinu við. Ráðherra eins og Össur er sér hreinlega til minnkunar með þessu viðtali. Af hverju má Höskuldur ekki fara eftir samvisku sinni? Af hverju þarf fólk að gera Höskuldi upp skoðanir og illar hvatir, eins og ég heyrði í hinni ömurlegu Arnþrúði Karlsdóttir á útvarpi Sögu í morgun? Kannski tekur það einhverja áratugi að endurbyggja lýðræðið. En það er ömurlegt að fylgjast með hvernig Höskuldur er nánast lagður í einelti, af því að hann fellur ekki inn í færibanda afgreiðslu ráðherranna. Ekki er ég framsóknarmaður en ég ber virðingu fyrir Höskuldi að hafa látið samvisku sína ráða en ekki samvisku Össurar eða Jóhönnu.
![]() |
Höskuldur í háskaför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 07:57
Steingrímur fær prik.
Það er áleitin spurning af hverju það er ekki búið að þessu fyrir löngu síðan? Af hverju var áhugleysi stjórnvald svo mikið sem raun ber vitni, þegar þetta er búið að vera í umræðunni í mörg ár að þessi skattaskjól væru vafasöm? Viðhorf almenning í hinum vestræna heimi er að breytast. Svona sýkill eins og þessi skattaskjól eru verða ekki liðin í samfélagi þjóða í framtíðinni. Vestrænir leiðtogar eru að ranka við sér. Þetta var m.a það sem Evrópuleiðtogar ræddu um síðustu helgi. Frakklandsforseti sagði m.a að ekki þýddi ekki að endurreisa viðskiptakerfi heimsins ef ekki tækist að beita þessi skattaskjólum refsingu siðaðra þjóða. þetta er gott mál hjá Steingrími.
![]() |
Skattaskjól skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 22:23
Sorry P.
Ég var að koma úr sundi. Það er merkilegt hvað hugurinn getur farið á flug í heitapottinum. Í kvöld kom það upp í hugann að eitt skipti sem oftar þegar sá er þetta rita vara spila bridge á bridgabase.com á netinu og makkerinn kom frá Englandi. Þá blossaði einhver reiði upp í mér og ég skrifaði í "chatið". "Þú er að spila á móti hryðjuverkamanni frá Íslandi". Hann svaraði ekki svo ég hélt áfram og skrifaði "hryðjuverkamanni sem á tvær ungar stelpur". Að lokum svarið þessi maður og skrifaði " það er leitt hvernig þessi kreppa er að far með okkur". Eftir því sem tíminn líður kemur það æ oftar upp í hugann hvort þetta hafi ekki bara verið eðlileg framkvæmd í ljósi þess sem gerst hefur. Var það ekki bara eðlilegt hjá Bretum að nota þessi lög ef engin önnur voru fyrir hendi? Hvað verður úr þeim peningum sem renna í skattaskjól á eyjum eins og Tortola? Var kannski bara eðlilegt að Bretar notuðu hryðjuverkalögin til að stoppa þetta bull. Ef maður klúðrar illa góðu spili á bridgebase þá skrifar maður gjarnan. "Sorry partner". Það er nákvæmlega það sem kom upp í huga minn í pottinum að ef ég hitti þennan makker aftur þá ætti ég að segja "sorry P".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 16:44
Ofsinn í að koma Davíð út, er að verða allri skinsemi yfirsterkari.
Trúverðugleiki Íslands og íslendinga er horfinn í útlöndum. Það er eitt brýnasta verkefni að endurvekja traust á okkur sem þjóð. Nú liggur svo mikið á að koma Davíð út úr seðlabankanum að öll skinsemi víkur. Það var ekki hægt að bíða eftir áliti seðlabanka Evrópu á lögunum um seðlabanka íslands. Nú má ekki bíða til miðvikudags eftir skýrslu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Skildi þessi ofsi vera til að auka traust okkar á erlendri grundu?
![]() |
Framsókn skekur ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 15:17
Fagnaðar efni.
Ég varð glaður í hjarta mínu þegar ég las þessa frétt að Tryggvi hyggist gefa kost á sér í NA kjördæmi. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar maður með menntu, reynslu og þekkingu sem Tryggvi hefur, ætlar að gefa kost á sér til þingstarfa. Ég held að það sé góður liðsauki í Tryggva og óska honum velfarnaðar í kosningunum
![]() |
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |