Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ótrúleg sýn Samfylkingarfólks.

Um síðustu helgi kaus ég í prófkjöri sjálfstæðisflokksins. Þar komst Guðlaug Þór ekki á blað hjá mér. Ég bíð ekki eftir einhverjum dómi frá einhverju sérvöldu fólki sem á að finna út hverjum efnahagshrunið er að kenna. Síðasta ríkistjórn ber öll ábyrgð á því sem gerðist. Að fólk sé  að velta því fyrir sér hvort einhver í ríkisstjórninni beri pínulítið meiri ábyrgð en annar ráðherra er ótrúlegt. Jóhanna Sigurðardóttir ber fulla ábyrgð á efnahagshruninu. Hvernig hlutirnir eru að þróast er ótrúlegt. Ég á eftir að blogga nú fyrir kosningar þar sem ég skora á flokkssystkin mín í sjálfstæðisflokknum að strika út alla þá einstaklinga sem í framboði verða og voru jafnframt ráðherrar í síðustu ríkisstjórn. Ég skora jafnframt á Samfylkingarfólk að gera slíkt hið sama. Ríkisstjórn ber sameiginlega ábyrgð á stjórnun ríkisins. Ef við kjósendur höfum það umburðarlyndi til ráðamanna að þeir geti jafnvel sett ríkissjóð á hausinn og það sé allt í lagi, þá verða ekki þær breytingar í þjóðfélaginu sem við þurfum á að halda. Það er ekki bara slys ef Jóhanna Sigurðardóttir á að leiða okkur inn í bjartari framtíð. Heldur stórslys. Jóhanna fékk sitt tækifæri og klúðraði því. Eins og áður segir þá komst Guðlaugur Þór ekki á blað hjá mér. Það sama hefði gilt um Geir H. Haarde hefði hann verið í framboði. Báðir þessi einstaklingar eru fyrirmyndar menn og búnir miklum mannkostum,  þeir fengu sín tækifæri sem þeir því miður stóðu ekki undir. Við kjósendur fáum möguleika nú í kosningunum. Við getum sent skilaboð. Notum tækifærið.  


mbl.is Jóhanna svarar kalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég finn stórann mun.

Að ég best veit þá eru stýrivextir í Noregi þaðan sem seðlabankastjórinn okkar kemur 3%. Það þíðir að stýrivextir hér voru 516% hærri hér en í Noregi. Nú eru þeir lækkað hér í 17% og eru því aðeins 467% hærri hér en í Noregi. Ég finn stóran mun.
mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað keypti Björgólfur fyrir lífeyrinn okkar?

Maður veltir því fyrir sér hvort þetta dý sé botnlaust. Skildi Björgólfur hafa keypt sér Bentley fyrir lífeyrinn okkar? Eða skildi hann haf keypt sér leikmann til að spila með West Ham? Eða ætli hann hafi keypt sér þotu? Hvað gerði hann við lífeyrinn okkar?


mbl.is Fimm lífeyrissjóðir í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi í matvöruverslanir?

Ef notuð er beinn hlutfallsreikningur til að finna út hver kostnaður heilsugæslunnar hér á Íslandi er vegna áfengisdrykkju, er þessi kostnaður á þriðja milljarð. Síðan bætist við kostnaður vegna vegna félagsþjónustunnar og annar óbeinn skaði af áfengisdrykkju. Það er svo að ákveðnir hópar ráða oft og stýra umræðunni. Framalega í þeim flokki  eru þingmenn, sem geta oft á tíðum stýrt umræðunni að eigin geðþótta óháð í hvaða farveg væri æskilegt að umræðan þróaðist. Vesturlönd eru í sí auknum mæli að gera sér grein fyrir þeim þjóðfélagslegum skaða sem áfengi veldur. Sama á við um almennt heilbrigði. Heilbrigðisyfirvöld í vestrænum þjóðfélögum reyna meira og meira að auka heilbrigði landa sinna. Sú umræða, að koma áfengi inn í matvöruverslanir er aum og vesæl. Það vita allir að áfengisvandinn og kostnaður honum tengdum mundi aukast. Alvarlegastur er skaðinn gagnvar verðmætustu þjóðfélagsþegnum, börnunum okkar. Sigurður Kári er sá þingmaður sem hvað harðast hefur gengið fram í þeirri vitleysu að koma áfengi inn í matvöruverslanir. Ég kaus í prófkjöri sjálfstæðismanna nú fyrir helgi. Sigurður Kári komst ekki á blað hjá mér vegna þessara framgöngu sinnar. Þetta mál snýst ekki um frelsi peningamanna til að græða peninga, þetta snýst ekki um frelsi manna til að kaupa rauðvín með sunnudagssteikinni. Þetta snýst um frelsi baranna okkar til að lifa í umhverfi án skaða af áfengi. Ef Sigurður Kári kemur með þetta enn einu sinni inn í þingið þá lísi ég yfir opinberu stríði við Sigurð Kára og safna liði. 
mbl.is Brown: Hafnar áfengisgjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti fólk verið að vakna?

Ríkisstjórn ber ábyrgð á stjórnun ríkisins. Ekki bara einn og einn  ráðherra heldur öll ríkisstjórnin. Jóhanna var í þeirri ríkisstjórn sem stein svaf á meðan ríkið fór fram af brúninni. Þvílík þjóð sem ætlar að gera einn að þeim ráðherrum sem komu ríkinu á hausinn að forystumanni sínum við endurbyggingu þjóðfélagsins. Þvílík blinda. Gæti verið að Samfylkingarfólk væri að vakna? Jóhanna Sigurðardóttir kom íslenskri þjóð á hausinn. Út með hana.


mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silly time

Árlega fer svokölluð Oraníuregla í skrúðgöngu á Írlandi. Er þessi skrúðganga farinn til að minnst þess að Vilhjálmur af Oraníu gjörsigraði Íra með miklu blóðbaði og lagði landið undir Breta. Er þetta þvílík ögrun að algengara er en ekki að uppúr sjóði og allt fari í bál og brand. Mjög algengt er meðal Íra að þeir fara í burt þegar að þessari skrúðgöngu kemur til að komast hjá vitleysunni.. Þeir kalla gjarnan þennan tíma "silly time". Mig grunar illilega að nú fari í hönd hér í okkar ágæta landi einhverskonar "silly time". Af hverju? Við að hlusta á umræður sem nú hófust á alþingi kl 15:00. Þá kemur þetta illilega upp í hugann. Umræðan er ekki um neina skjaldborg hvorki um heimilin eða fyrirtækin. Nú fara umbeðnar kosningar í hönd. Auðvitað átti að bíða með kosningar a.m.k fram á haustið. Ég veit ekki hvert eða hvern eigi að biðja um að hér fari ekki hönd "silly time" Því að þá gerist það sama á Íslandi og á Írlandi fólk fer í burt til að þurfa ekki að upplifa vitleysuna.
mbl.is Vilja ræða efnahagsfrumvörp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri ekki hér væri ég einhverstaðar annarstaðar.

Það var athyglisverð grein sem Indriði H. Þorláksson skrifaði á bloggsíðu sína og rakti þar í löngu máli hversu  álverin á Íslandi hefðu litla þýðingu í íslensku þjóðarbúskap. Þetta var mikill langhundur þar sem tölum og töflum var flaggað með miklum og flóknum skýringum. Ég rakst nú nýverið á skýringar og andmæli tveggja kvenskörunga í íslenskum fyrirtækjarekstri, frá þeim Rannveigu Rist í Stralumsvík og Erni Indriðadóttur hjá Fjarðaráli. Hvor um sig skrifað örfáar línur í Fréttablaði þar sem þær greindu frá tölulegum staðreyndum úr sínum fyrirtækjum. Þær staðreyndir verða ekki rakta hér en eru í algjörum takti við það sem menn sjá, vilji þeir á annað borð sjá eitthvað til álvera og rekstur þeirra í íslenskum veruleika. Einkennilegust voru þau rök Indriða H. að ef þeir starfsmenn sem vinna í álverum í dag væru ekki að vinna þar, væru þeir að vinna einhverstaðar annarstaðar og vinnuleg áhrif álveranna því engin. Það er athyglisvert að heyra hvernig VG vitna nú í skýrslu Indriða og segja að áhrif álveranna sé svo lítil að við eigum ekki að líta til þeirra. Stærst verkefni VG og annarra stjóirnmálaflokka er að skapa atvinnutækifæri hér á landi. Ungt fólk verður að fylgjast vel með fyrir kvað menn standa sem bjóða sig fram til alþingis nú í vor.  


Steingrímur og Castró.

Mér segist svo hugur að það verði svipað með Steingrím og maestro Castró . Það er svo sjálfsagt að Castró sé í forystu á Kúbu að það er óþarfi að kjósa. Það liggur við að það sé eins í NA kjördæmi hjá VG. Steingrímur var búinn að vera lengi á þingi þegar dætur mínar fæddust um og fyrir síðustu aldamót. Ég er viss um að dætur mínar fái möguleika til að kjósa Steingrím J.  Steingrímur J er í stjórn núna og verður í stjórn um ókomna tíð. Viva Steingrímur viva Castro. 
mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavæðing auðlinda sjávar.

Allir sjá nú að það voru miklar annmarkarnir á einkavæðingu bankanna og hvernig að því var staðið. Sennilega finnst ekki einn íslendingur sem er ánægður með hvernig til tókst til með það verkefni. Ótal fyrirtæki og stofnanir voru einkavædd, sem mjög misjafnlega til tókst. Sennilega er mesta hamingjan með hvernig til tókst með einkavæðingu símanns. Ein sú fyrsta stóra einkavæðingin sem gerð var, var einkavæðing auðlindar sjávar, eða fiskurinn í sjónum. Af einhverjum orsökum virðist umræða um þá einkavæðingu illa komast á dagskrá. Var hún góð og hvernig tókst til? Í þessari skýrslu sem þessi frétt snýst um er ekki minnst  á þá einkavæðingu. Ég hef þegar gert athugasemd við það á vef endurreinarnefndar.


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sá Norski pólitískur?

Skildi hinn Norski Sveinn vera pólitískur? Samkvæmt fréttum RÚV leikur grunur á að maðurinn hafi einhverjar pólitískar skoðanir sem lekið hafa út. Ljótt ef satt væri. Steingrímur J. fullyrti að hér sé fagmaður á ferð, als ekki pólitíkus. En sem betur fer er hinn Norski Sveinn aðeins ráðin tímabundið þannig að það þurfi ekki að berja hann í burtu með búsáhöldum, ef það ætti eftir að koma fram að hann hefði einhverjar pólitískar skoðanir. 


mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband