Áfengi í matvöruverslanir?

Ef notuð er beinn hlutfallsreikningur til að finna út hver kostnaður heilsugæslunnar hér á Íslandi er vegna áfengisdrykkju, er þessi kostnaður á þriðja milljarð. Síðan bætist við kostnaður vegna vegna félagsþjónustunnar og annar óbeinn skaði af áfengisdrykkju. Það er svo að ákveðnir hópar ráða oft og stýra umræðunni. Framalega í þeim flokki  eru þingmenn, sem geta oft á tíðum stýrt umræðunni að eigin geðþótta óháð í hvaða farveg væri æskilegt að umræðan þróaðist. Vesturlönd eru í sí auknum mæli að gera sér grein fyrir þeim þjóðfélagslegum skaða sem áfengi veldur. Sama á við um almennt heilbrigði. Heilbrigðisyfirvöld í vestrænum þjóðfélögum reyna meira og meira að auka heilbrigði landa sinna. Sú umræða, að koma áfengi inn í matvöruverslanir er aum og vesæl. Það vita allir að áfengisvandinn og kostnaður honum tengdum mundi aukast. Alvarlegastur er skaðinn gagnvar verðmætustu þjóðfélagsþegnum, börnunum okkar. Sigurður Kári er sá þingmaður sem hvað harðast hefur gengið fram í þeirri vitleysu að koma áfengi inn í matvöruverslanir. Ég kaus í prófkjöri sjálfstæðismanna nú fyrir helgi. Sigurður Kári komst ekki á blað hjá mér vegna þessara framgöngu sinnar. Þetta mál snýst ekki um frelsi peningamanna til að græða peninga, þetta snýst ekki um frelsi manna til að kaupa rauðvín með sunnudagssteikinni. Þetta snýst um frelsi baranna okkar til að lifa í umhverfi án skaða af áfengi. Ef Sigurður Kári kemur með þetta enn einu sinni inn í þingið þá lísi ég yfir opinberu stríði við Sigurð Kára og safna liði. 
mbl.is Brown: Hafnar áfengisgjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bara banna þetta helvítis gutl með öllu! Ef ekkert er búsið getum við farið að taka til og gera Ísland að fallegu draumalandi.

Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Páll Jónsson

Meh... hvert er næsta skrefið? Banna djúpsteiktan kjúkling og MacDonald's?

Banna fólki að kaupa salt nema það sýni fram á að dagleg neysla þeirra sé undir 7 grömmum á dag?

Banna skoðanir sem þú ert ósammála? Kannski reka Pólverja úr landi?

Bah. 

Páll Jónsson, 16.3.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Páll Jónsson

Dálítið barnalegur málflutningur hjá mér en það er eiginlega pointið...

Páll Jónsson, 16.3.2009 kl. 17:26

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góðar hugmyndir, Páll. Egill tekur örugglega heils hugar undir með þér. Banna kók líka og aðra sykurdrykki.

Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 17:27

5 identicon

Villi, annad hvort er thetta einhver brandari hja ther, eda thu ert sjalfur brandari.

Daniel Logi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 18:36

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Vá þvílikur kommi ertu Egill

Alexander Kristófer Gústafsson, 16.3.2009 kl. 19:18

7 identicon

Óskaplega eruð þið langt á eftir tímanum. Rífið nokkur ár af dagatalinu hjá ykkur og þá er kominn umræðugrundvöllur. 

Kv Egill Jón

Egill Jón kristjánsson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:55

8 identicon

fólk má reykja pípur,sígarettur og vindla og drekkja bjór og áfengi eins og því sýnist, mín vegna. eigum við ekki líka að banna skoðanir annara? Það myndi leysa ÖLL vandamál.

gamaldags íhaldsemi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:06

9 identicon

Ég hef sterka tilfinningu um að þú njótir ekki lífsins mjög mikið, Egill.

Jonas (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:20

10 identicon

  Vínið á að vera áfram eingöngu  til sölu hjá ÁTVR búðum, tóbakið ætti að fara þangað líka ,því það er ávanabindandi fíkniefni, freistar unglinga sem oft eru að afgreiða tóbakið í sjoppum.

hordur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:21

11 identicon

Nýtt Ísland , nýtt viðhorf í vímuefnamálum, nýtt viðhorf í dreifingu áfengis. þetta mál er spurning um frelsi einstaklingsins. Frelsi fólks til að hafa áhrif á  í hvað skattar þess fara. Frelsi barna til að lifa í umhverfi án skaða af áfengi. Burt með gömlu ónýtu viðhorfin.

over and out. 

Þakka öllum.

kv Egill Jón Kristjánsson

Egill Jón kristjánsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:38

12 Smámynd: Villi Asgeirsson

Egill, af hverju á að refsa allri þjóðinni fyrir afglöp nokkurra alka? Vertu ekki með þetta afturhaldsbull. Ég bý í Hollandi. Hér geturðu keypt bjór í mtvöruverslunum fyrir átta evrur, kassann. Já, kassa, ekki kippu. Uppáhalds rauðvínið okkar er frá Kaliforníu og það hvíta frá Ástralíu. Kosta bæði innan við þrjár evrur flaskan.

Miðað við þín rök ættu allir að vera dauðadrukknir hér allan daginn. Það er ekki svo. Með höftum og allt of háu verði hefur okkur tekist að búa tilo fyllerísmenningu heima sem þekkist varla hér. Hér fær fólk sér í glas, jafnvel glös, en það fer yfirleitt aldrei á fyllerí. Áfengi er hluti skemmtunarinnar, ekki skemmtunin sjálf.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 07:46

13 identicon

Í Bretlandi er sagt að 1,3 milljónir barna skaðist verulega af drykkju foreldra eða nákominna ættingja. Það er aðeins eitt af mörgum staðreyndum. Öll ljós blikka. Hinn vestræni heimur er að átta sig á að þetta er að verða risavaxið vandamál sem hann verður að horfast í augun við. Halda menn að ástandið sé eitthvað betra í Hollandi aða annarstaða í Evrópu? Stjórnmálamenn nútímans eru hreinlega hallærislegir ef þeir ætla að nota gömlu rökin og loka augunum fyrir staðreyndum

EJK

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:01

14 identicon

"Nýtt Ísland , nýtt viðhorf í vímuefnamálum, nýtt viðhorf í dreifingu áfengis. þetta mál er spurning um frelsi einstaklingsins. Frelsi fólks til að hafa áhrif á  í hvað skattar þess fara. Frelsi barna til að lifa í umhverfi án skaða af áfengi. Burt með gömlu ónýtu viðhorfin."

Þetta er grín, ekki rétt? 

Aldrei á ævinni minni hef ég séð svona ranga notkun á orðinu "frelsi".

Jonas (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:16

15 identicon

Íhugaðu orðin frelsi og helsi. Það er mjög mikilvægt að hafa merkingu þeirra orða á hreinu. Flettu þeim upp í orðabók, mér sýnist vera þörf á.

kv EJK

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:25

16 identicon

Ég er hræddur um að þú sért sá sem á að fletta upp orðinu frelsi. Það er ekki frelsi að láta banna sér að kaupa og selja áfengi í matvöruverslunum. Það er ekki frelsi fyrir börn að búa í umhverfi án áfengis heldur (falskt) öryggi. 

Og hvað meinarðu með öllu þessu tali um "nýtt viðhorf"? Ég veit ekki betur en að áfengi hafi ekki verið selt nema í ÁTVR í lengri tíma.

Jonas (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:38

17 Smámynd: Páll Jónsson

Og Egill: Bretland er undantekningin fremur en reglan, víða annars staðar í Evrópu hefur neysla farið minnkandi undanfarin ár án þess að ríkiseinkasala komi til.

Páll Jónsson, 17.3.2009 kl. 20:46

18 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvaðan hefurðu þær upplýsingar nafni? Vissulega er vandinn yfirgengilegur á Bretlandseyjum en mig rekur minni til að Finnar hafi ákveðið að hækka aftur verð á áfengi vegna svipaðra vandamála þar. Endilega komdu með tilvitnun um minnkandi drykkju víðast hvar í Evrópu þar sem á heimasíðu WHO er talað um að áfengistengdir sjúkdómar séu vaxandi og áfengisneysla að verða stærsta heilbrigðisvandamál heimsins.

Páll Geir Bjarnason, 18.3.2009 kl. 01:37

19 Smámynd: Páll Jónsson

Ég taldi mig nú hafa það frá Liam Donaldson sjálfum en nú finn ég það ekki aftur!

Þessi linkur bætir samt fyrir það.

Páll Jónsson, 18.3.2009 kl. 02:53

20 Smámynd: Páll Jónsson

Ég skal viðurkenna að neyslan hefur að meðatali aðeins minnkað ofurlítið en að sama skapi verður þú að viðurkenna að það er aðallega handfylli af  öfgatilfellum að draga annars fallandi meðaltalið upp.

Það mætti reyndar skilgreina okkur Íslendinga sem eitt af verri dæmunum

Páll Jónsson, 18.3.2009 kl. 02:57

21 Smámynd: Villi Asgeirsson

"Það mætti reyndar skilgreina okkur Íslendinga sem eitt af verri dæmunum" segir Páll Jónsson. Ég held það sé ekki spurning, íslendingar (norðurlandabúar) og bretar eru sérstaklega slæm dæmi. Bretland sennilega vegna pöbbamenningarinnar þar sem allir og hundurinn þeirra hékk á pöbbum öll kvöld vikunnar. Skandinavíska vandamálið, held ég, er afleiðing þess að áfengi hefur alltaf verið séð sem eitthvað slæmt. Fara í ríkið á flöskudegi og detta svo í það. Þetta er íslenskt fyrirbæri. Þekkist kannski á hinum norðurlöndunum líka.

Áfengi var bannað hér og í USA á fyrri hluta 20. aldar. Við uppskárum landa- og fyllerísmenningu. USA mafíuna.

Frelsi til að láta setja á sig höft. Ég er með það á hreinu hver þarf að lesa sig til í orðabók.

Villi Asgeirsson, 19.3.2009 kl. 08:21

22 Smámynd: Páll Jónsson

Villi: Þú mátt ekki vera of svartsýnn varðandi okkur Íslendingana. Áfengisneysla hér á landi hefur vissulega aukist heilmikið undanfarna áratugi en hún var líka afskaplega lítil fyrir (sé miðað við flest önnur Evrópulönd). Þrátt fyrir þessa aukningu eigum við enn mjög langt í að ná Bretunum ef eitthvað er að marka þessar tölur.

Páll Jónsson, 19.3.2009 kl. 11:47

23 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er alls ekki svartsýnn. Ég sé áfengi ekki sem neina sérstaka ógn. Er fylgjandi því að léttvín og bjór verði seldur í matvöruverslunum. Ég bý í landi þar sem þetta er gert og sé ekki að vínmenningin hér sé verri en heima. Þvert á móti er það skandinavíska pukrið sem gerir áfengi spennandi. Allt sem er bannað er spennandi. Sé áfengis neytt á ábyrgan hátt fyrir framan börn, læra þau að njóta þess án þess að detta í það í hvert sinn sem opnuð er flaska. Sé áfengi eitthvert tabú, læra þau aldrei að fara vel með það.

Villi Asgeirsson, 19.3.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband