Er þetta traustvekjandi?

Sumt samþyggjum við með glöðu geði, annað samþyggjum við, en að samþyggja og vera samt á móti er eitthvað sem hljómar ekki trúverðugt. Þetta er það sem við almenningur höfum fengið að upplifa í umræðunum um aðildarumsókn að ESB. Þannig voru það nokkrir þingmenn sem samþykktu aðildarumsókn en vor samt á móti. Nú vill Jón Bjarnason ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frest umsókn að ESB. Meðan Samfylkingin sækir tvisvar um aðild að ESB, fyrst Guðmundur Árni síðan Össur í vikunni á eftir, er einn ráðherra í ríkisstjórninni  sem vil frest umsókn. Aldrei er mikilvægara en nú að almenningur hafi það á tilfinningunni að stjórnvöld haldi traustum höndum um stjórnartaumana og sé samheldin í aðgerðum sínum. En mikið ofsalega finnst mér að vanti upp á að svo sé. Við höflum lifað við óstjórn síðustu ár. Ég sé ekki betur en það haldi áfram með ófyrirséðum afleiðingum.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón er jarðtengdur.

Sigurður Þórðarson, 26.7.2009 kl. 13:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón er jarðsettur... sér ekki upp úr þröngsýnigröfinni

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband