Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvernig skiptum við vermætum?

Hvað er það merkilegast við þessa frétt? Það merkilegasta er að valdamestu stjórnmálamenn heims ráða takmarkað hvernig auðæfum heimsins er skipt. Það eru ákveðin öfl sem eru áhrifaríkari og valdameiri en valdamestu menn heimsins. Þeir segja einfaldlega, svona viljum við skipta verðmætum, þessir bónusar eru okkar. Það má spyrja í framhaldi af þessu. Hvernig er verðmætum úr sjávarauðlindinni skipt milli þeirra sem sem hana eiga? Hópur tiltölulega fárra hefur tekist að skipta vægast sagt óeðlilega mikið til sín. Það er verkefni fyrir hagfræðinga að fara ofan í það hvernig við skiptum þeirri auðlind á milli þeirra sem eiga auðlindina. Ef við erum sátt þá þá skiptingu sem nú er, þá þurfum við ekkert að gera, ef við erum ósátt þá gerum við breytingar. Lýðræðið er að víkja fyrir öflum sem kjósa sjálfan sig til áhrifa og valda. Þannig er lýðræðið á undanhaldi fyrir valdaræningjum. Stóra spurningin er sú hvernig er hægt að endurbyggja lýðræðið þannig að vilji almennings kom fram og sé aflið sem ræður.


mbl.is Deilt um kaupauka bankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert framtak frá vinum vorum Norðmönnum.

Þetta er flott framtak, en það sem vekur sérstaka athygli mína er að þetta er ekki á hinu pólitíska sviði, heldur eru það einstaklingar sem ætla að taka á árinni með okkur. Sennilega er engin þjóð öflugri en Norðmenn og hafa meiri getu til að aðstoða Íslendinga í okkar þrengingum. Norskir stjórnmálamenn virðast taka þátt í öllum þvingunum og skilyrðum sem koma frá bæði Bretum og Hollendingum, að ekki sé talað um AGS. Í áratugi hef ég haft trú og trúað á vestræn gildi og vestrænt siðferði. Stjórnmálamenn nútímans hafa hins vega valdið því að ég er með stórkostlegar efasemdir á pólitískt siðferði vesturlanda. Bretar lát forhertan hryðjuverkamann lausann vegna viðskiptahagsmuna. Hryðjuverkamann sem sprengdi flugvél í loft upp yfir Lockerbie með þeim afleiðingum að 270 manns létu lífið. Sama stóra Bretland beitti okkar Íslendinga hryðjuverkalögum í viðskiptalegum tilgangi. Að þetta land Bretland skulið síðan bæði kalla eftir því og í raun vera í forystu vestrænna landa. Ég vil trúa því að almenningur á Íslandi, í Bretlandi og Noregi getum komið því inn í pólitíkina að okkur hefur borið af leið og þurfum að endurstilla kúrsinn.
mbl.is Vilja setja fé í endurreisnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þurfa við að endurskoða samskipti okkar við Bretland.

Nú liggur það ljóst fyrir að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögum í viðskiptahagsmunum og slepptu alræmdu hryðjuverkamanni lausum vegna viðskiptahagsmuna. Getur samviska einnar þjóðar verið svartari. Gamla Breska heimsveldið beitti Íslendinga óþverrabrögðum til að samþyggja Ice-save. Jafnframt nota Bretar eitthvert tak sem þeir virðast hafa á vestrænum þjóðum til að knésetja litla Ísland. Nú þarf vestrænn heimur að fordæma Breta og endurskoða siðareglur vestrænna gilda. Eru gildi vestrænna þjóða kannski ekkert betri en gildi þeirra sem beita hryðjuverkum? Viljum við vera vinarþjóð lands sem hagar sér eins og Bretar. Fordæmum Breta og þeirra gildi. Endurskoðum öll samskipti við þessa þrjóta.
mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég finn sárlega til með Chelsea og Abramovich.

Maður hlýtur að spyrja hvort óréttlæti heimsins séu takmarkalaus. Það er hræðilegt til þess að hugsa að Chelsea geti ekki keypt einn einast mann fyrr en eftir dúk og disk. Ég trúi ekki öðru en Abramovich finni leið út úr þessu. Þegar það var sett bann við sölu alkóhóls hér á bannárunum, þá redduðu menn sér með að kaupa á svörtu. Það kynni að vera leið út úr þessum vandræðum að kaupa menn á svartamarkaðnum. Ef ekki finnst lausn á þessu er stutt í hnignun fótboltans, jafnvel endalok.
mbl.is Chelsea áfrýjar banni FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort var í rétti flugvélin eða bíllinn?

Þarna gildi reglan um loftför og bíla no 13 frá 1918, að ef flugvél keyrir á bíl á landi þá á bíllinn réttinn en ef bíll keyrir á flugvél í lofti þá á flugvélin réttinn.
mbl.is Flugvél ekið á kyrrstæðan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlagning á bílastæðum við flugstöðina eins og í miljónaborgum.

Mig hefur lengi undrað þetta verð sem tekið er fyrir að leggja bíl í nokkra daga við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ég hef spurt mig hvort við þurfum alltaf að miða okkur við miljónaþjóðir. Mismunurinn hér á Íslandi og víða við aljóðaflugvelli er að hér á landi er pláss fyrir óteljandi bílastæði, á meðan margir alþjóðaflugvellir eru landlausir. En það virðist vera þörf fyrir að skrúfa verðið hér upp úr öllu valdi. Ég hefði gaman að sjá rekstrarreikning fyrir þessu okri við FLE. Nú er það margt sem þarf að hugsa upp á nýtt hér á landi, eitt er það að verðleggja þessi stæði við flugstöðina á eðlilegu verði. 
mbl.is Eigandi bifreiðar skaust til Alicante
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þekki eina sem fagnar endalokum Icesave.

Það getur verið erfitt að eiga pabba sem er fréttafíkill og vera ellefu ára og hafa fengið upp í háls af Ice-save. En þannig er farið hjá dóttur minni. Það er svo greinilegt að hún er búinn að fá svo mikið meira en nóg af þessu  Ice-save rugli. Þannig hefur Ice-save fréttum verið helt yfir þessa stelpu, sem gerir sér ekki grein fyrir um hvað málið snýst. Með ámáttlegum skýringum hef ég verið að reyna að útskýra um hvað málið snýst. Staðreyndin er sú að færustu menn, lærðir og leiknir eru ekki sammála hvernig málið liggur og hvað skal gera. Hvernig í ósköpum á þá ellefu ára stelpa að skilja þessa vitleysu. En það er ekki nóg með að við fullorðna fólkið séum að æra börnin okkar með Icesave, við ætlum líka að láta þau borga Ice-save. Einn kosturinn við við afgreiðslu Icesave er að þá fá börnin okkar frið fyrir þessu rugli sem okkur var komið í. En þetta sannar það rækilega að það er auðveldara að rata inn í vitleysuna en út úr henni.   
mbl.is Hávaði gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið börnin mín í friði.

Nú þegar skólarnir eru að byrja sjáum við foreldrar greinilega hvernig markaðurinn fókuserar á börnin okkar. Verslunin kynnir ýmis tilboð á skólavörum fatnaði og fl. Þetta er vel og gott fyrir okkur foreldra að vita að það ríkir einhverskonar samkeppni á markaðnum. En það tekur steininn úr hvernig markaðs settning á bjór er áberandi. Í mínum huga er það engin spurning að bjórframleiðendur eru að höfða til skólakrakka. Þetta er bannað með lögum, en framleiðendur virðast gefa stjórnvöldum fingurinn. Börn eiga að fá að vera í friði á unglingsárum fyrir fagurgala bjórauglýsinga. Ef við foreldra þurfum að horfa upp á þetta áfram skora ég alla sem láta sig málið varða að setja þá framleiðendur í viðskiptabann og kaupa ekki vörur þeirra sem hundsa lög um áfengisauglýsingar. Ég var að skrá mig á vef sem heitir www.foreldrasamtok.is. Ég sé ekki betur en þessi vefur sé nokkuð gallaður. Hann verður að vera gagnvirkur. Þarna eru engin símanúmer og engin netföng. Ég vona að einhver sem hefur með þennan vef gefi sig fram. Við þurfum að vinna faglega að  þessu verkefni. Sýnum framleiðendum að við líðum ekki að börnin okkar séu "target" fyrir bjórdrykkju.

Kvótinn út fyrir sviga.

Það er athyglisvert hvernig kvótinn er tekinn út fyrir sviga í efnahaghruninu á Íslandi. Bankarnir hafa ekki leyst til sín eitt gramm af kvóta frá því í okt á síðasta ári. Dæmið í Grundarfirði er sennilega það sem er hvað mest æpandi þar sem útgerðin skiptu um kennitölu og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Skuld útgerðafélagsins upp á tíu miljarða var skilin eftir í gamla félaginu. Nýja félagið heldur kvótanum bátunum og að sjálfsögðu arðinum. Ástæðan fyrir að kvótinn er tekinn út fyrir sviga og virðist heilagur hjá skilanefndunum er tvær. Annarsvegar er kvótinn veðsettur útlendingum og þeir ráða yfir honum. Hins vegar forðast bankinn að leysa til sín kvóta af því að hann veit ekkert hvað hann á að' gera við hann þ.e kvótann. Á hann að selja einhverjum öðrum hann, hver getur keypt? Á bankinn að lána einhverjum öðrum fyrir honum? Bankinn getur ekki lánað neinum fyrir kvóta. Bankinn er búinn að lána einu sinni fyrir kvótanum (allt upp í 4500 kr/kg) og getur als ekki lánað aftur fyrir sama kvótanum. Þess vegna fer bankinn þessa leið að taka kvótann út fyrir sviga.
mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fellur Man. City ekki bar í álit.

Upplýst hefur verið að City sé búið að kaupa leikmenn fyrir 200 m.punda. Ef við Íslendingar ætluðum að greiða þetta fyrir City (Við ætlum jú að taka á okkur stóra skuld fyrir Breta) þá þyrfti hver Íslendingur að greið 130.000 kr. Þannig þyrfti heimilið mitt (fjögur í heimili) að greið 500 þúsund í þetta þarfa þing. Hvað ætli sé hægt að fóðra marga svanga litla munna fyrir þessa upphæð. Það er ljóst að City fellur í áliti út um allan heim við þessa heimsku. Ég er sannfærður um að þetta færir þeim engan til, heldur sanni hið fornkveðna að margur verður að aurum api.
mbl.is Mark Hughes: Augu allra eru á City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband