Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.9.2009 | 21:06
Góð niðurstaða Hæstaréttar.
![]() |
Þjóðlenda á Brúaröræfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2009 | 20:14
Hver á rás 2, Óli Palli eða Bubbi Morthens?
Stundum er gengið svo langt með ríkisfyrirtæki að það hálfa væri nóg. Í bílnum á leið minni upp á Skaga hlustaði ég á rás 2. Ég komst ekki hjá því að hugsa, hver á Rás 2, er hún kominn í einkaeigu? Hvernig Bubbi Morthens er þarna inn á gafli er ótrúlegt. Reglulega segja þáttagerðamennirnir frá því að Bubbi sé að túra . "Bubbi spilar á kvöldin, en spjallar við hlustendur rásar 2 á daginn". Síðan tók steininn úr þegar Bubbi kom í eigin persónu og lýsti í smáatriðum hvar hann var að spila í gærkveldi og hvar hann á að spila í kvöld. Gjafmildi rásar 2 í auglýsingamennsku er með þeim hætti að maður spyr.Á Óli Palli rás2? Eða á Bubbi Morthens rás 2? Hverjir borga þessu þáttagerðarfólki laun? Er það Bubbi Morthens? Eða eru þetta ríkisstarfsmenn? Rás2 er löngu kominn á það stig að það á að selja hana. Þá geta þeir sem áhuga á keypt hana, hvort heldur það er Óli Palli, Bubbi Morthens eða hver annar sem vildi.
22.9.2009 | 00:21
Forseti sem vill vera í sambandi við þjóð sína.
Heimsbyggðin hefur tekið eftir því að það er kominn nýr maður í brúnna í Hvítahúsinu. Eftir stríðsmaninn Bus, blása ferskir vindar nú um BNA. Í BNA eru miklir erfiðleikar. Heimskreppan hefur farið illa með þjóðina. En það er athyglisvert að bera saman Obama og Jóhönnu Sig. Í gær og í dag hefur Obama veri á fleygi ferð í stærstu fjölmiðlum þar vestra. Brosmildur en ákveðin skýrir Obama fyrir þjóðinni hver staðan er og blæs kjark í brjóst þjóðar sinnar. Jóhanna okkar Sig. fer aðrar leiðir. Þegar mest á reynir að Ísland bæti orðspor sitt erlendis, er Jóhanna í einhverskonar feluleik við erlendu pressuna. Hún neita að koma fram í þætti eins og Silfri Egils. Jóhanna kemur fram í þjóðmenningarhúsinu á reglum blaðamannafundum og minnir á gamlan Rússneskan kommissar. Bros hefur ekki sést á Jóhönnu svo lengi sem elstu menn muna. Öllum þykir pínulítið vænt um Jóhönnu, alveg sama hvar þeir eru í flokki. En sé röng kona á röngum stað núna, þá er það Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna var í þeirri stjórn sem sigldi á skerið. Kannski er það staðreyndin að það séu margar kreppur í gangi hér á landi, sumar stóra og aðrar minni. Ein kreppan er sú að okkur vantar þjóðarleiðtoga. Þjóðarleiðtoga sem sómi er af.
![]() |
Ég var svartur fyrir kosningarnar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 17:52
Í einni trilljón eru milljón billjónir.
Í þeirri forsetaþreytu sem nú gengur yfir þjóðina, er tímabært að spá í hvað maður eigi að kjósa í næstu forsetakosningum. Ég tel meiri líkur en minni á að Ástþór Magnússon bjóði sig fram (ég veit ekki af hverju). Ástþór hefur ekki bara sent okkar ágæta seðlabankastjóra bréf og óskað eftir að kaupa gullforðann í kjallaranum á Kalkofnsvegi, 2 tonn af gulli fyrir 8 miljarða. Ástþór hefur líka sent seðlabankastjóra Spánar bréf og óskað eftir að kaupa þau 283 tonn af gulli sem Spánverjar eiga. Ég er þegar farinn að æfa mig í tölum til að vera umræðuhæfur þegar Ástþór tekur við.
Milljón er þúsund þúsundir og milljarður er þúsund milljónir. Næsta tala sem hefur sérstakt heiti í þessum stiga er billjónin sem er milljón milljónir. Síðan kemur trilljónin sem er milljón billjónir og kvadrilljón sem er milljón trilljónir. Þá kemur kvintilljón.
19.9.2009 | 15:13
Vesælir drullusokkar.
Á vef ruv er hægt að lesa frétt þar sem Franski auðmenn ætla að fara í mál við íslenska ríkið og lát á það reyna hvor íslenska þjóðin beri ábyrgð á tilboði sem Landsbankinn gerði þeim. Enrico Macias, kunnur franskur dægurlagasöngvari, mun hafa tapað 20 m.evra á þessu tilboði. Hann veðsetur eign sína fyrir láni, þriðjung fékk hann greiddan í peningum en LÍ hirti síðan afganginn og ætlaði að láta þann hlut standa undir afborgunum og vöxtum af láninu, með góðri ávöxtun. Lí hrynur Enrico tapar 20.m.evrum, þá á Íslenskur almenningur að borga, en ef þetta hefði gengið upp þá átti hinn Franski Enrico að hirða arðinn. Það er ekki einleikið hvað eðli mannsins getur verið skítlegt þegar kemur að peningum.
18.9.2009 | 17:17
Það er erfitt ef fólk geti ekki staðið við sínar skuldbindingar.
Rök seðlabankastjóra eru mjög eðlileg. Það er mjög vont ef starfsfólk Seðlabanka getur ekki stað við sínar skuldbindingar. Það er líka há alvarlegt ef ég get ekki staðið við mínar skuldbindingar. Það er á sama hátt há alvarlegt ef fólk almennt getur ekki staðið við sínar skuldbindingar. Hér á Ísland voru það gjörðir nokkurra manna i viðskiptalífinu og stjórnmálum sem orsökuðu það að fólk getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það er há alvarlegt.
![]() |
Peningar eru ekki allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 12:07
Er mjög hissa á þessari niðurstöðu.
![]() |
Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 13:51
Þökkum fyrir Vatnsmýrina.
![]() |
Sár í borgarmyndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2009 | 08:37
"Við samvinnumenn"
![]() |
Gegn markmiðum Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2009 | 13:20
Bus,Dori, Davi blóð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)