Kvótinn út fyrir sviga.

Það er athyglisvert hvernig kvótinn er tekinn út fyrir sviga í efnahaghruninu á Íslandi. Bankarnir hafa ekki leyst til sín eitt gramm af kvóta frá því í okt á síðasta ári. Dæmið í Grundarfirði er sennilega það sem er hvað mest æpandi þar sem útgerðin skiptu um kennitölu og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Skuld útgerðafélagsins upp á tíu miljarða var skilin eftir í gamla félaginu. Nýja félagið heldur kvótanum bátunum og að sjálfsögðu arðinum. Ástæðan fyrir að kvótinn er tekinn út fyrir sviga og virðist heilagur hjá skilanefndunum er tvær. Annarsvegar er kvótinn veðsettur útlendingum og þeir ráða yfir honum. Hins vegar forðast bankinn að leysa til sín kvóta af því að hann veit ekkert hvað hann á að' gera við hann þ.e kvótann. Á hann að selja einhverjum öðrum hann, hver getur keypt? Á bankinn að lána einhverjum öðrum fyrir honum? Bankinn getur ekki lánað neinum fyrir kvóta. Bankinn er búinn að lána einu sinni fyrir kvótanum (allt upp í 4500 kr/kg) og getur als ekki lánað aftur fyrir sama kvótanum. Þess vegna fer bankinn þessa leið að taka kvótann út fyrir sviga.
mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er sjúkt.

3 mánudir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 10:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svona er Ísland í dag!

Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kvóti fylgir skipi, það er ekki hægt að bjóða kvótann upp einan og sér.Þannig að ef bankinn léti bjóða skip upp með kvóta, þá myndi bankinn sjálfsagt viðhafa sömu vinnubrögð og við önnur uppboð, það er leysa skipið til sín ef ekki fengist viðunandi boð.Þá væri bankinn það er ríkið farið að gera út.Ef síðan ætti að selja bankann að einhverju leyti til útlendinga, þyrfti benkinn fyrst að selja skipið með kvótanum þar sem útlendingar mega ekki eiga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.Þá færi skipið og kvótinn aftur á uppboð og eins og staðan er í dag getur enginn keypt nema á núlli þannig að bankinn þyrfti að afskrifa skuldina eins og hann er að gera núna ef satt reynist.

Sigurgeir Jónsson, 18.8.2009 kl. 12:46

4 identicon

Mér finnst þú gera þetta of flókið Sigurgeir. Gleymdu því ekki að það er ríkið sem setur leikreglur. Bankinn gæti einfaldlega leyst til sín einn bát (lítinn) og fært síðan á hann allan þann kvóta sem hann þyrfti. Síðan gæti bankinn stofnað sér fyrirtæki um þennan rekstur. Ríkið getur sett þær leikreglur sem þarf. Mikilvægast er þó að lagfæra þá markaðsumgjörð sem nú er í kvótakerfinu. Ég vil hafa kerfið markaðsdrifið en ekki markaðskerfi fáránleikans eins og verið hefur undanfarin ár.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband